Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 57

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 57
STÆRSTU FRAMLEIÐENDUR í SINNI GREIN London Transport, Köbenhavns Sporvejer og A/S Oslo. Sporvejer nota eingöngu Leyland bíla. Það er trygging fyrir gæðum og hagkvæmum rekstri Leyland bifreiða. 50 ÁRA REYNSLA EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. Laugavegi 168, Box 137, Sími 10199, Reykjavík. en hún stóð enn á því fastari fótunum, að hún hefði ekki haft samband við neinn karlmann í þeim vændum, að til barngetnaðar gæti hafa leitt. Sama var að segja um mág hennar, á honum var engan bilbug að finna, enda mun hann e.t.v. hafa þótzt báðum fótum í jötu standa sökum tengsla og vinfengis við yfirvöld Norðlendinga, biskup og lög- mann. Segir próf G. J., að þegar hér var komið hafi „ótal hendur verið á lofti til að bjarga honum, þar með tald- ar hendur stúlkunnar, sem barnið átti, enda þótt enginn virðist hafa gert sér neina sérstaka rellu út af afdrifum þeim, sem hennar biðu, og sýnist hún að vissu leyti hafa fórnað sér fyrir hann“ Nú líður fram á Alþingi árið eftir og næstu ár, án þess að nokkuð reki eða gangi í málinu. Lögmaður fellir epgan dóm í héraði. og Lögréttan þyk- ist ekki geta um málið fjallað. Þó flyt- ur lögmaður stúlkuna með sér til Al- þingis á hverju sumri, sennilega mest til málamynda, nema honum hafi e.t.v. ekki verið samfylgd hennar svo leið sem hann lét Á þessum árum er Herluf Daa erlendis. og gerist nú ekkert í málinu fyr en hann kemur út aftur, á Alþing 1612. Er hann verður þess vísari, að enn sitji allt við sama um mál Þórdís- ar Halldórsdóttur, verður hann óður og uppvægur, og heimtar að hún verði pínd til sagna þegar þar á þinginu. Því neitaði Lögréttan og lögmenn afdrátt- arlaust, þar sem það væri andstætt landslögum og venjum. Fékk höfuðs- maður ekki frekar að gert að sinni, en undi hlut sínum hið versta og hafði í hótunum að kæra til konungs. Jafn- framt tók hann sig til og gaf á þinginu út tilskipun, er gilda skyldi þar til kon- ungur gerði aðra skipan á. Segir þar „huörninn höndla skillde vid þær kon- ur sem icke wilia segia til fadernis Barna sinna“. Segir höfuðsmaður í til- skipuninni, að Guð sé orðinn fokvondur út af linkind þeirri, sem íslendingar sýni þesskonar „lettferdige och for- herdede Quinder som icke ville sige och bekiende huerr der ehr fader thill dee Bornn som dee föder her thil verdenn“, og látið að því liggja, að Guð muni eyða lönd og lýði ef ekki verði tekið fyrir slíka ósiðsemi. í tilskipun þessari er svo fyrir mælt að beita skuli, að aflokinni kristilegri bænagjörð; líkamlegum pyndingum gagnvart stúlkunum, og pyndingartækið tiltekið. svokölluð ,,jómfrú“, eða járnskrúfa, sem sett var á þrjá fingur og hert að. Það skal þó sagt Alþingi og lögmönnum til hróss, að þeir höfðu tilskipun þessa að engu, enda segir Einar Arnórsson, að pynd- ingar hafi aldrei verið viðhafðar í dóms- málum hér á landi, að undanteknu því eina tilviki. sem um ræðir í þessu máli, sbr. næsta kafla. Þegar hér var komið sögu höfðu mál Þórdísar staðið yfir á 5. ár, frá því hún sór eiðinn. Mun hún sennilega hafa ver- ið í einhverskonar varðhaldi á Reyni- stað þann tíma, en væntanlega þó ekki ýkja hart haldin. Auðvitað hefir það verið ærið taugastríð fyrir stúlkuna, að vera flutt á hverju ári suður á Alþing, og vita í rauninni aldrei nema hver dagur væri þar síðastur. Og geta má sér til um „hvernig konunni hefir ver- ið innanbrjósts, meðan bréf höfuðs- manns var birt, og hún mátti ekki vita, hver endir yrði á málinu þá“ (E.A.). En þrátt fyrir yfirvofandi pyndingar og líf- lát, verður þess aldrei vart, að stúikan léti neinn bilbug á sér finna, hún gefur engan barnsföður upp og heldur fast við það, að hún hafi engan karlmann kennt. V. Eftir Alþing 1612 sést til torkenni- legra mannaferða um Skagafjörð var þar kominn fógeti höfuðsmanns, Jörgen Daníelsson. með Bessastaðaböðul í ett- irdragi. „Ekki var nú fríður flokkur- inn“. Kvaðst fógeti hafa ströng fyrir- mæli höfuðsmanns um að taka mál Þór- dísar í eigin hendur, og skyldi þess nú hefnt í héraðí. sem hallaðist á Alþingi. Nú sem málið er fyrir tekið,1) að ]) Um þetta sögulega þinghald við Vallalaug (Seyluþing) sjá Alþingisbæk- ur 1612 bls. 390, Espólín V, bls. 128, o. fl. FÁLKINN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.