Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 38

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 38
FRAMHALDSSAGA EFTIR HANS ULRICH HORSTER Hann fann, að einhver stóð á bak við hann. Það var Erik. — Afsakið, en við erum að fara núna. Ég hélt kannski, að þú . . . Það var gremjulegt að þurfa að fara einmitt nú, en Albert var bundinn af gestrisni vinar síns. Hann stóð á fætur. — Nú er ég víst búinn að þreyta yður nóg með vandamálum mínum, sagði hann og hneigði sig. •—• Nú verð ég að fara. Ég þakka yður fyrir, hversu elsku- leg þér hafið verið. Ókunna konan rétti honum höndina. — Það er ég, sem á að þakka yður fyrir, að þér skylduð heilsa upp á mig, sagði hún. — Ég verð í nokkra daga hér í Tiibingen. Við sjáumst kannski. Albert Brandt var mjög rjóður í and- liti, þegar hann yfirgaf ,,Gulleyjuna“ ásamt Erik. Það stafaði ekki aðeins af víninu, heldur því, að Erik stríddi hon- um á þessu nýja ,,kvennnfari“ hans. Albert reiddist, en Erik sló á öxl hon- um. — Nú, hvað á maður að halda? Hún bókstaflega gleypti þig með augunum! Heldurðu, að það 'hafi ekki sézt til ykk- ar? Þeir gengu þögulir eftir götunni og að torginu. Bærinn svaf sínum sætasta svefni. Albert sá ekkert nema ókunnu konuna. Hún var ekki kona af því tag- inu, sem stofnar til vafasams kunnings- skapar, — enda þótt raunar mætti segja, að hún hefði gert það. Áhugi hennar á honum hafði verið svo áberandi. Það var ekki um neitt fleipur að ræða. Hún hafði verið alvarleg í bragði, dálítið þunglyndisleg, og svo hafði hún sagt honum, að hún væri nógu gömul til að vera móðir hans! Hvað vildi hún honum? Þessi spurning hringsólaði í höfði hans, unz hann sofnaði á dívani vinar síns . . . Nóttin hafði verið erfið fyrir Minnu gömlu. Hún hafði hlustað á klukkuna slá á heilum og hálfum tímum, og þeg- ar hún heyrði hanagal í morgunsárið, gat hún ekki legið lengur kyrr í rúm- inu. Hún stóð á fætur og gekk um hús- ið. Hún hafði áhyggjur af börnunum. Minna lagði eyrað á hurðina á herbergi Dorisar. Doris virtist sofa vært. Því naést gekk hún að herbergi Alberts. Ekkert. hljóð heyrðist. Hún varð ótta- slegin, gekk varlega inn og kveikti ljós- ið. Rúmið hans var autt. Hún hefði getað sagt sér þetta sjálf. Hún hefði átt að vita, að Albert mundi ekki koma heim aftur, eftir allt það, sem gekk á í gærkvöldi. Minna slökkti Ijósið og hraðaði sér til herbergis Wolfgangs. Wolfgang svaf fast. Minna svipti sænginni af honum, greip í handlegginn á honum og hristi hann til. — Þú verður að vakna, Wolfi. Vakn- aðu. Albert er ekki kominn heim ennþá. Þú verður að fara á fætur og leita að 'honum. Wolfgang sneri sér og stundi þungan. Þá sá hann Minnu. — Hvað í ósköpunum gengur á, Minna? Hvað er nú að, gamla mín? Hvað er klukkan eiginlega? — Bráðum sex. — Sex! Wolfgang hreytti orðinu út úr sér með fyrirlitningu. — Herra minn trúr! Á nú að fara að draga mann út úr bælinu um miðjar nætur? Hvað ætli hafi komið fyrir Albert? Hann hefur lent á fylliríi, strákurinn, og þú getur hengt þig upp á, að hann skýtur aftur upp kollinum, þegar hann er orðinn edrú. Hann dró sængina yfir höfuð sér og sneri sér á hina hliðina. Minna settist á rúmstokkinn og stundi. — Kæri Wolfi. Ég hef ekki sofið dúr í nótt. Það er ómögulegt að segja, hvað Albert hefur dottið í hug að gera. Þú veizt nú hvernig hann er. Kannski hef- ur 'hann látið innrita sig í Útlendinga- hersveitina og við sjáum hann ekki framar. Wolfgang kenndi í brjósti um gömlu konuna. Og ef til vill hafði hún nokk- uð til síns máls. Albert var svo stolt- ur, hann lét ekki kúga sig. Wolfgang spratt á fætur. —- Vertu róleg, gamla mín. Ég skal sækja Albert og koma með honum til þín. En þá verður þú að fara út. Þú færð ekki að vera inni þegar ég klæði mig, fyrr en við giftum okkur, elskan! Wolfgang hugleiddi alla þá möguleika, sem honum komu til hugar í sambandi við hvarf Alberts, meðan hann klæddi sig. Bróðir hans var enginn ævintýra- maður. Sennilega hafði hann gist hjá einhverjum vina sinna. Hverjum af þeim var hann nú mest með? Hann naut hins ferska morgunlofts. Hann hafði ákveðið að heimsækja Erik fyrst. f birtingu bankaði hann á dyrnar hjá Erik. Hann hafði ekki tíma til að bíða eftir að einhver svaraði, heldur rauk inn. Óumbúið rúm gaf til kynna, að Erik væri farinn til vinnu sinnar. En bróðir hans lá á dívaninum og’leit upp til hans um leið og hann gekk inn í herbergið. —• Jæja, svo að þú ert búinn að flytja að heiman! Albert var ekki í skapi til þess að 36 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.