Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 31

Fálkinn - 13.12.1961, Page 31
Hann hafði komið inn í líf hennar eins og skrautfugl sem stígur í vænginn og sungið kringum hana fram á haust hvort hún frétti af honum og sögðu hann átt að vera líka því þær áttu von á strákum. Þeir komu fyrir ell- efu og sögðu gleðileg jól og drógu upp flösku sem þeir höfðu axlað. Það var sterkt. Hún afþakkaði að fá það útí vermundinn. Þeir settust hjá stelpunum í bekk- inn. Hún sat á stól gegnt þeim og horfði á glerin á borðinu. Strákarnir blönduðu fyrir sig og gáfu með sér. Þeir gerðust fjölþreifnir í bekknum og skotruðu til hennar augunum til að sjá hvert hún væri að horfa. Vin- konurnar flissuðu og ýttu frá sér. Hún starði jafnt og þétt á glerin og lézt ekki vita það sem fram fór. Strákarnir voru með hendurnar hér og þar í bekkum og kirkjuklukka byrjaði að slá tólf. Hún greip það sterka og renndi úr flöskunni í glasið. Strákarnir litu upp. Flaskan var tæmd að kúlu. Hún lyfti glasinu og svolgraði í sig Það rann útúr munnvikunum á henni og streymdi í lækjum niðurí hálsmálið. Henni svelgdist á. Þeir sögðu vinkona, og verðum að sækja meira handa þér. — Djöfull að ná í brennivín í kvöld. Var hægt að fá að hringja. — Annar náunginn stóð á fætur og skálmaði út. Lagskona hans í bekknum gretti sig og talaði um eiga börnin og hvorteð er og sýndi henni dreggjarn- ar með fýlusvip. Hana svimaði þegar hún stóð upp. Svo tautaði hún afsakanir um kló- settið og reiknaði út. Hún tók káp- una sína af snaganum og hélt á henni meðan hún gekk. Nóttin var hvít af ljósum og harðri birtu af snjó sem marraði undir fæti. Það hafði hreyft sig um kvöldið einsog það ætlaði að sprengja af sér þessa veggi af himnum sem umluktu það og rífa sig útúr híðinu. Svo kyrrðist það. Hún skynjaði gegnum svefninn það var hætt að bæra á sér unz hún rumskaði við hægan lima- burð sem var einsog fyrsta hræring. Stúlkan fór höndum um magann á sér og fann létt högg innanfrá skammt fyrir neðan bringspalirnar. Það var komið upp. Frændkona hennar hafði spurt hvað það væri gamalt. Hún sagði henni einsog var að það var í'arið að síga á seinni hlutann. Frændkona hennar spurði einskis frekar. Það hafði komið undir um hásum- ar meðan sólin hvarf af loftinu um blánættið og mjúkar bokuslæður lágu yfir nesjunum hvítar einsog mjólk. Hann hafði komið inní líf hennar einsog skrautfugl sem stígur í væng- inn og sungið kringum hana framá haust. Hún skrifaði móður sinni um hann en hann hvarf með farfuglum af landi brott. Þá hafði hann sungið henni barn. Hann sat á rúmi hennar kvöldið áður en hann fór og drakk gos og maulaði kex sem hún hafði tekið heim með sér og skildi flöskuna eftir í glugganum. Hún tók afleysingar í kexinu um sumarið en ætlaði heim um jól. 1 síð- asta bréfi hafði hún sagzt kvefuð og gæti líklega ekki komið í betta sinn. Móðir hennar sendi ullarpeysu í jóla- gjöf og bað hana vera í henni og hafa trefil um hálsinn. Hún skrifaði langt mál um kvef og afleiðingar þess að ganga í nælonundirfötum. — Og hvernig hefur mágkona mín það. Eru krakkarnir frískir? Hún ætti nú að senda línu einhverntíma. Stúlkan hafði skilað þeim tilmæl- um. Hún lá og horfði á flöskuna í glugganum. Sólin var horfin úr henni og komin í hvarf við húshorn. Flaskan stóð í gluggakistunni eins og umbúðir sem hafa þjónað tilgangi sínum og bíða bess að verða kastað eða notaðar aftur. Hann hafði sett hana þarna urn leið og hann kvaddi og gengið út án þess stúlkan fengi sagt hún gengi með nýtt innihald. Hún lokaði augunum en opnaði þau aftur þegar hún heyrði rjálað við hurðina. Sonur frændkonu henn- ar gægðist inn. Drengurinn kom að rúmi hennar. — Mamma sagði ég ætti að þakka þér fyrir bílinn .. . Hún strauk honum um vangann. — .. og gleðileg jól. Drengurinn tvísté við legubekkinn. Hann var með bílinn í hendinni að renna honum yfir sængina. — Gleðileg jól. — Mamma sagði líka þú ættir að koma niður. — Segðu henni ég komi bráðum. Drengurinn hóf bílinn á loft og purraði með hann útað dyrum. — Nei, bíddu annars, sagði stúlk- an. Drengurinn staðnæmdist en hélt á- fram að purra með bílinn. — Viltu gera nokkuð fyrir mig. Veiztu hvort maðurinn í litlu búð- inni er við í dag? — Hann var við áðan. Mamma sendi mig að kaupa ís handa okkur. — Viltu skjótast og kaupa gos fyrir mig. Taktu flöskuna þarna í glugganum og legðu hana inn. Hún sté framúr og seildist í vesk- ið. — Hérna eru aurar. Drengurinn tók við peningunum og greip flöskuna og purraði aftur til dyra. Séra Unndór blessaði söfnuðinn og landslýð allan. Hún gekk útað glugganum og opn- aði hann. Dagurinn var frostmildur. Það hafði hlánað af húsþökum. Sólin hékk rauð niðurvið sjóndeildarhring. Bíll lamdi keðjum við auða slóð um götuna. Hún heyrði drenginn fjarlægjast niður stigann. NÝ SMÁSAGA EFTIR BALDUR ÓSKARSSON FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.