Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 23
Guðmundur í óða önn við myndatöku innst í holunni. Þannig er opið á Þjófaholu séð að neðan. Kaðallinn sést í horninu hægra megin. ing á mér orðin. Hellisvegg- irnir eru sem sé mjög blautir og það er eins og ég hafi reynt að þurrka méstu óhrein indin af þeim öllum í fötin mín. Einkum eru buxurnar illa farnar. „Heppinn var ég að hafa aðrar buxur með mér að sunnan“, varð mér að orði. En sem snyrtimennið Friðjón heyrir þetta fer hann þess óð- ar á leit við mig að ég láni honum mínar, því þær séu ó- hreinar hvort sem er, og hann hafi engar til vara. Ég verð að beygja mig fyr- ir svona sterkri röksemda- færslu og nú höfum við buxnaskipti þarna á stallin- um. Síðan fara þeir Guð- mundur að búa sig til niður- ferðar með ljósmyndatækin. (Morguninn eftir kom í ljós að hreinu buxurnar mínar höfðu orðið eftir í Reykja- vík). Guðmundur fer á undan niður og tekur á móti mynda- vélunum og fleiru, sem látið er síga niður til hans í skjóðu. Síðan drögum við vaðinn upp aftur og Friðjón heldur á hæla honum. Góða stund sést öðru hvoru glampi frá myndatökuljósi upp um gatið neðan skriðunn- ar, en þegar þeir komast neð- ar hverfur það alveg. Við stöndum á stallinum og bíðum, Pétur á Rannveigar- stöðum og ég. Neðan við opið hefur myndast nokkur jarð- vegur, en þó ekki meiri en svo að varla er um mjög margra alda safn að ræða. Birtan er ekki meiri en svo, að mosi og burknar ýmsir eru aðalgróðurinn. Það líður að miðnætti. Hér niðri er logn en dálítið svalt. Uppi hefur kulað dálítið og gránað í tinda. Við erum það hátt uppi, að nokkur snjókorn berast niður til okkar. Þó er nú lengstur sólargangur á ár- inu. Karli kólnar uppi á barm- inum, en við teljum óráð að allir séu niðri í einu, svo hann harkar af sér og bíður. Að endingu þykir þeim nóg að orðið með myndatökurnar, og innan stundar eru þeir komnir aftur upp á stallinn með allt sitt dót. Þeir hafa leitað vandlega í hverjum krók og kima að beinum og öðrum mannavistarmerkjum, en allt árangurslaust. Senni- legt má líka telja, sé þjóðsag- an sönn, að smalarnir hafi aldrei farið lengra en niður á fyrsta stallinn. En það er sama sagan þar, að engin merki þeirra sjást nú, svo löng hefur sú vist varla ver- ið. Eins og annar myndasmið- urinn sagði: ,,Það er ekki einu sinni svo vel, að það hafi hrapað kind hingað nið- ur svo við gætum myndað úr henni beinin“. Nú liggur ekkert annað fyrir en að koma sér upp á yfirborð jarðar á ný, og þótt það taki sinn tíma gengur það allt slysalaust. Vegna þess hvað loftið í holunni er hreint og gott á- lítum við að hún hljóti að opnast út í djúpt gil sem er þarna skammt fyrir vestan. Ég geng þangað. en í gilinu eru stórar urðir þar sem helzt er að leita svo ferðin verður árangurslaus. Enn er eftir að skoða Þjófaréttina sem nefnd er í þjóðsögunni. Hún er hér skammt fyrir austan, og nú göngum við þangað. Það er opin sprunga af svipaðri gerð og holan sjálf, en með annarri stefnu. Dýpst er hún eitthvað á þriðja meter en botnbreiddin kringum fjórir. Hleðsla sú sem talað er um í þjóðsögunni, er nú ekki ann- að en grjóthrúga, en lítið verk væri að laga hana svo til, að ná mætti þar fé. Eftir nokkrar myndatökur þarna er svo' haldið af stað niður fjallið þangað sem bíll- inn bíður. Klukkan er að ganga tvö og ég hygg gott til svefnsins. FÁLKINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.