Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 46

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 46
pefar jélaMeimim Viílttit Einu sinni var lítil telpa, sem átti heima í ósköp stóru húsi. Foreldrar hennar voru skelfing rík. Þau höfðu gríðarmargt vinnufólk og svo áttu þau marga bíla, svo að þið sjáið að þau hljóta að hafa verið forrík. Litla telpan hét Dagmar. Faðir henn- ar og móðir höfðu mikið dálæti á henni, enda var dekrað svo mikið við hana, að hún þurfti ekki annað en benda á það, sem henni datt í hug að vilja eignast, og þá fékk hún það. Og það fór fyrir Dagmar litlu eins og flestum börnum, sem mikið er dekrað við, að smátt og smátt varð ekkert það til sem gæti gert hana glaða. Foreldrar hennar höfðu tekið eftir þessu en þau héldu að það mundi eldast af henni með árunum. Nú var komið fram að jólum og for- eldrar hennar höfðu lengi verið að brjóta heilann um hvaða gjafir þau gætu nú fundið, sem Dagmar litlu mundi þykja vænt um. ★ Svo kom aðfangadagskvöld og pabbi og mamma gáfu Dagmar litlu kynstrin öll af gjöfum. Þarna voru telpu- og drengjabrúður, bangsar og kanínur, boltahús og stórt brúðuhús og ótal- margt fleira, en Dagmar tók við öllu þessu, án þess að hægt væri að sjá, að henni þætti nokkuð vænt um það, og jólakvöldið varð alls ekki skemmtilegt. Og ennþá leiðinlegri var þó jóladags- morguninn Dagmar litla leit fyrst ó- lundarlega á allar gjafirnar, og svo stappaði hún í gólfið og fór að öskra og orga. — Hvað gengur að þér, Dagmar mín? spurði móðir hennar hrædd. — Þetta er voðalegt, — voðalegt, kjökraði Dagmar, — stóra brúðan er með blá augu, en sú litla er með óliðað hár og bangsinn átti að vera stærri og brúðudrengurinn minni og þetta er allt svo ljótt, og mér er ómögulegt að horfa á þennan lit, sem er á brúðuhúsinu. Jæja, foreldrarnir voru nú orðnir mjög leiðir á allri þessari vandfýsni og svo minntust þau á þetta við föður- bróður hennar, sem var gestkomandi. —- Jæja, er hún óánægð með gjafirn- ar, spurði frændinn. — Ósköp var það leiðinlegt. En þið skuluð segja henni, að jólasveinninn hafi skilað gjöfunum af misgáningi og að hann muni koma seinna í dag og hafa skipti. Þetta lét Dagmar sér vel lika og þeg- ar jólasveinninn kom, var hann alveg eins og myndirnar, sem hún hafði oft séð af honum. Hann var í fallegri rauðri kápu, bryddaðri með hvítu loðskinni, með langt skegg og fallegt og vinalegt andlit. Litla stúlkan sagði jólasveininum frá raunum sinum og hann meðgekk, að hann hefði skilað röngum böggli til hennar og nú skyldi hann koma öllum þessum gjöfum á rétta staði. Jólasveinninn bað nú föður Dagmar að lána sér einn bílinn, og svo skyldi hann fara af stað með Dagmar með sér og útbýta jólagjöfunum á réttan hátt. Svo óku þau til og frá um bæinn á heimili fátæka fólksins og útbýttu gjöf- unum, og þið getið nú nærri að börnin urðu glöð. Þau höfðu haldið, að jóla- sveinninn hefði gleymt þeim og það var ekki eitt einasta af þeim, sem ekki var ánægt með það, sem það fékk. Brúðan með óliðaða hárið vakti fögnuð hjá telpunni sem fékk hana og dýrunum og boltunum var tekið með gleði, að ekki sé minnzt á brúðustofuna. Litla stúlkan, sem fékk hana, ætlaði ekki að trúa sín- um eigin augum. Hún hló og grét í einu og kyssti bæði jólasveininn og Dagmar. Það var svo sem ekki neitt að litnum á brúðustofunni. ★ Á heimleiðinni var Dagmar mjög hugsandi. Allt í einu leit hún upp. — Þetta var ljóti misgáningurinn hjá þér, jólasveinn. — Hvað heldurðu að þú hefðir gert ef ég hefði haldið öll- um þessum jólagjöfum? Sástu ekki hvað öll börnin urðu glöð? Þegar Dagmar litla kom heim hvarf hún upp á herbergið sitt. Og þar kom mamma hennar að henni síðar, þar sem hún var að leika sér að gömlu brúðun- um sínum. — Ég hélt, að þú værir orðin leið á gömlu brúðunum, sagði hún. — Það var ég líka, sagði Dagmar, — en nú finnst mér þessi brúða vera fallegust af þeim öllum . . . f dyrunum stóð frændi og brosti: — Það eigum við allt jólasveininum að þakka, sagði hann ★ 44 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.