Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Side 24

Fálkinn - 13.12.1961, Side 24
RGSVEINN BILLE OG JÓMFRÚ SOFFÍA Fullt nafn hans var samkvæmt kirkjubókunum Berg- sveinn Ólsen Bille, en nú kölluðu flestir 'hann Billann Eftir því sem árin liðu var þetta næstum orðið upp- nefni. Þegar fólk minntist á hann, brosti það háðslega út í annað munnvikið, þótt vissulega væri ekkert hlægi- legt í fari hans. Ef til vill átti atvinna hans sök á þessu. Hann var farandsali og yfirleitt var litið á farandsala sem eitthvað mitt á milli umrenninga og venjulegs fólks. Það var ekki talin heiðarleg atvinna, að flakka á milli bæja í hverju byggðarlaginu á fætur öðru, pranga ónauðsynlegum hlutum inn á fólk, pretta og svíkja. Á þennan hátt litlu hinir eldri og alvarlega þenkjandi á Billann og starfsfélaga hans, en dómur unga fólksins var á annan veg í þessu efni sem öðrum. Farandsalar, og ekki hvað sízt Billinn, voru eins konar ævintýramenn, sem höfðu séð mikinn hluta veraldarinnar og hitt alls konar fólk. Og þar að auki átti hann pyngju, úttroðna af skínandi silfurdölum, og sá sem átti slíkt, gat leyft sér að hegða sér nokkurn veginn eins og honum sýndist. Hann þurfti til að mynda ekki að taka ofan fyrir öðrum en þeim, sem hann vildi. Billinn var að nokkru leyti sjálfur silfurprinsinn meðal farandsalanna. Hann hafði tekið þátt í Sjö ára stríðinu, og það var sagt að hann gengi með sænska byssukúlu í vinstra fæti. Fyrir slíku var borin mikil virðing á þessum tíma. Stríðið og and- blær þess lá enn í loftinu, og ennþá áttu fyrrverandi hermenn konungsins einkennisbúninga sína liggjandi í klæðakistum uppi á lofti. Billinn átti líka sinn búning og hann var illa leikinn, bæði eftir sverðshögg og byssu- kúlur, og af þessu stóð mikill ljómi í hugum fólksins. Hann gerði mjög víðreist, átti heima á mörgum stöð- um, en einu sinni á ári — venjulega var það nokkrum dögum fyrir jól — sneri 'hann aftur til Bönstu, stórbýli þarna í byggðinni. Það voru ekki ættingjar hans, sem bjuggu á þessu stórbýli, — þeir voru í vinnumennsku á ýmsum bæjum neðar í byggðinni, en þangað kom Billinn aldrei. Bóndinn á Bönstu og Billinn voru sem bræður. Þeir höfðu bundizt tryggðarböndum á vígvellinum. Marga frostnótt höfðu þeir staðið vörð saman á Rutenfjalli. Og þeir höfðu unnið þrekvirki þarna uppi, karlarnir, þrek- virki, sem enn var í minnum haft og hafði spurzt víða. Þeir höfðu í birtingu dag nokkurn varið brú gegn heilli herdeild, sem ætlaði sér að fara yfir hana. Fyrst höfðu þeir skotið svo þétt, að óvinirnir héldu að við ofurefli liðs væri að etja. Svo liprir voru þeir í fingrunum, er þeir sýsluðu við gikkina, að skothriðin stóð án afláts frá þeim. Þegar skotfærin voru þrotin, fleygðu þeir byssun- um frá sér og gripu ti) hnífanna. Ekki einn einasti mað- 22 FALKINN ur slapp yfir brúna. Kúlunum rigndi yfir þá, en engin hæfði. Aðfaranótt aðfangadags logaði ljós í bláa herberginu í Bönstu. Þeir stríðsfélagarnir lokuðu að sér og hengdu tjöld fyrir gluggana, svo að enginn gæti séð til þeirra gegnum rúðurnar. Hvað gerðu þeir svo? Enginn gat sagt um það með vissu, enda þótt bæði drengir og stúlkur og meira að segja eiginkona Jóns Bönstu læddust á sokka- leistunum upp á loftið, legðu eyra við skráargatið, héldu niður í sér andanum og reyndu að hlusta. Einhver þótt- ist hafa heyrt klingja í silfurdölum og silfurskeiðum og einn heyrði Jón Bönstu segja:

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.