Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 40

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 40
DAGUR ANNS OG JÖLA- HÁTÍDIN Það fer beinlínis um mig hrollur, þegar Rammagerðin setur jólasveininn sinn út í gluggann, og lætur hann svo kinka kolli framan í vegfarendur í einn og hálfan mánuð, eða alveg þangað til Jesú á afmæli. Það er alveg eins og hann vilji segja: Þá er ég kominn aft- ur vinir mínir, og nú er eins gott að láta ekki pyngjuna tæmast! Þá fer maður nú að hugsa um það, hvað maður geti nú gert fyrir þessi jól til að krækja í svolitla aukapeninga. Búa til jólapoka og selja? Nei, það ætl- aði ég einu sinni að gera, og konan er sífellt að býsnast yfir mislitu pappírs- örkunum, sem liggja í bunka niður í geymslu. Og ég á ennþá birgðir af lími. Sú hugmynd fór sem sé í vaskinn. Já, það hefir margt komið til greina, og strax eftir hver jól, þegar fjárhagur- inn er í molum, hefi ég verið hrein uppspretta af hugmyndum um, hvernig ég skuli þéna fyrir næstu jól. En það er einhvern veginn eins og það sé svo erfitt að koma hugmyndunum í pen- inga. Svo þegar þessi næstu jól eru rétt liðin, þá fæ ég miklu fleiri hug- myndir. En aldrei neina peninga. Jú, að vísu vann ég mér inn nokkra aukaskildinga við útburð á jólapósti ein jólin, en þeir aurar voru varla virði þess erfiðis. sem ég lagði á mig. Það var rok og rigning þann aðfangadaginn, og ég var sendur í eitt af þessum nýju hverfum, sem eru með ókláruðum hús- um, óupplýstum og ómerktum götum og ónúmeruðum húsum. í öllum þess- um húsum bjó þó fólk sem hét þó nöfnum, og svo var mér falið að finna út, hver átti hvaða kort. Það var ein- mitt jólin, sem mikið fannst af óopnuð- um jólapósti í öskutunnum. Ekki setti ég minn póst í öskutunn- urnar, heldur reyndi að koma öllu til skila, því ég skildi svo geipilega vel gildi jólakortsins. Ég var þá í skóla og skotinn í stelpu eins og gengur, en jólagleðin snerist öll um það að fá kort frá stúlkutetrinu sem bjó í næstu götu við mig. Og þetta urðu döpur jól hjá mér, veslingnum, því ég fékk ekkert kortið, fyrr en eftir nýár, þegar ösku- tunnurnar voru tæmdar. Á þessum seinni árum býsnumst við sífellt yfir því, að jólakapphlaupið sé alltaf að færast framar og okkur finnst, að jólahelgin spillist með þessu móti. Þó er það þannig, að þegar allt er kom- ið í eindaga, að við nögum okkur í handarbökin yfir því, að hafa nú ekki byrjað að hugsa um undirbúninginn fyrr. Ailt lendir í bendu. Það þarf að baka, gera jólahreingerningu, kaupa jólakort og skrifa, kaupa gjafir, láta klippa sig og ótal margt fleira. Konan þarf að baka margar tegundir af smákökum, og bóndinn fær ekkert að smakka, nema það sem skaðbrennist og er hvort eð er ónýtt. Á sjálfum jólunum er líka svo margt og mikið að borða, að smá- kökurnar verða algerlega útjundan. Þær dúsa því í blikkkassa inn í skáp þar til löngu eftir áramót og stundum verður að henda einhverju vegna myglu. Það tilheyrir víst, og er nauð- synlegt til að skapa hina réttu jólahelgi, að eiga full box af smákökum inni í skáp, þótt lítið sé étið af þeim. Þá eru Það jólagjafirnar, sá mikli höfuðverkur. Kaupin hvíla alltaf þyng- st á blessuðum eiginkonunum, enda næginlegt fyrir eiginmennina að hafa áhyggjur af pyngjunni. Mér þykir nú alltaf ágætt að fá nýtt slifsi og skyrtu, en það gefur konan mér, en sjálf fær hún jólaundirkjólinn, og gerir sig ánægða með. Við lentum nefnilega, einu sinni í því að gefa hvort öðru stórgjafir, og gerum það líklega ekki aftur í bráð. Þannig var, að á fyrstu hjónabandsárunum átti konan ekkert úr, en ég gamalt sem ekki gekk alltaf rétt. Ég ákvað því að gefa konunni úr í jólagjöf til þess, að a. m. k. annað okkar væri með rétta klukku. Ekki hafði ég þó nein auraráð til slíkra stór- kaupa, en kunningi minn var heildsali, og seldi hann mér úrið, og lét nægja lítilfjörlega fyrirframgreiðslu, en síðan átti ég að borga afganginn mánaðar- lega. Mér þótti dálítið skrítið, hve kunningi minn, heildsalinn, var kynd- ugur á svip, þegar ég gekk frá þessu við hann, og ég man, að ég innti hann sérstaklega eftir því, hvað væri svo skrítið við það, þótt ég vildi gefa kon- unni úr. Hann svaraði því engu. og svo hugsaði ég ekki meira um það. Skýringuna fékk ég á aðfangadags- kvöld, því þegar ég opnaði pakkann frá blessaðri konunni minni, reyndist vera í honum armbandsúr! Hún hafði keypt hjá sama kunningjanum úr handa mér, og með sömu kjörum, en beðið hann sérstaklega að minnast ekki á það við mig. Þetta urðu því strembn- ar mánaðargreiðslur hjá okkur af tveimur nýjum úrum. Jólatré þarf að útvega. Margar hús- mæður eru sólgnar í að hafa það svo- kallað eðalgreni. sem hefur þann kost, að nálarnar detta alls ekki af trénu, en sá ókostur fylgir, að mjög erfitt er að fá slíkt tré, og það er líka helmingi dýrara en þessi vanalegu. Ég segi líka alltaf við mína konu, að það góða við ódýru trén sé það, að maður sé jafn feginn að losna við þau út úr húsinu Frh. á bls. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.