Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 56

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 56
Stúlkan frá Sólh. Frh. af bls. 17. bæði. En hvað vakti fyrir Þórdísi og ráðamönnum hennar, að grípa til þessa undarlega tiltækis? Hægt er í fljótu bragði að hugsa sér þrennt: 1) Að á- kveðið hafi verið þá þegar, að hún gæfi ekki upp neinn barnsföður, er þar að kæmi, en héldi fast við, að hún hefði einskis karlmanns kennt. Hefur þá ver- ið treyst á, að hún kæmist upp með þetta eftir atvikum með aðstoð lög- manns, og að ekki yrði gerður reki að því máli frekar, umfram einhverja smá sekt í mesta lagi. 2) Ef svo færi að Þór- dís neyddist til þess að lýsa mág sinn (eða einhvern annan) föður að barninu þá yrði sú lýsing ógild að lögum, þar sem barnsmóðir var áður staðin að því að vinna rangan eið. 3) Að Þórdís hafi í raun og sannleika ekki vitað betur og að hún hafi því talið sig vinna rétt- an eið. Óneitanlega virðast sterk rök hníga að því, að hún hafi, þrátt fyrir allt, verið í góðri trú. Má í því sambandi benda á hversu auðvelt það hefði verið fyrir stúlku eins og Þórdísi, með lög- manninn að bakhjarli, að hagræða væntanlegu faðerni á vandræðalausari hátt, í stað þess að leggja út í slíka tví- sýnu, að sverja sig fría af karlmönnum, og eiga á hættu að enginn tryði, og jafnvel, að hún yrði ákærð fyrir mein- særi. í næstu köflum verður því svo lýst er stúlkan, þrátt fyrir ógnir og lík- amlegar pyndingar, kvaðst vilja „deyja upp á það“, að hún væri ósnortin af karlmanns völdum, enda hvikaði hún aldrei frá þeirri staðhæfing, allt fram í dauðann. IV. Eftir barnsburðinn lá næst fyrir að feðra barnið, eftir réttum lögum og venjum. En þessu neitaði Þórdís, þar eð hún hefði ekki komið saman við nokkurn karlmann til barngetnaðar, eins og fyrr segir. Mun lögmanni þá hafa þótt úr vöndu að ráða. Virðist hann hafa látið undan fallast, að þinga um málið heima í héraði, en flytur í þess stað stúlkuna með sér til Alþing- is sumarið eftir og spyrst fyrir um það í Lögréttu, hversu með mál þetta skuli fara. Taldi Lögréttan sig engin svör geta gefið þar um. Er það í sannleika sagt undarleg afstaða, þar sem fyrir lágu í Alþingissamþykkt frá 1574 á- kveðnar reglur um meðferð slíkra mála: Skyldu kennimenn fjrrst veita konunni áminningu, en því næst setja hana út af sakramenti ef hún léti ekki skipast. Síðan mátti dæma konunni hæfilega refsing eftir álitum valdsmanna, og með hliðsjón af kynning hennar í byggðar- laginu. Venjulega voru slíkar refsingar þó ekki ýkja þungar. Engin gangskör virðist hafa verið gerð að því í Lögréttunni, að fá stúlk- una til þess að hverfa frá staðhæfingu sinni, eða upplýsa um hinn rétta barns- föður. Mágur hennar, Tómas Böðvars- son, var þarna til staðar og bauð fram tylftareið til synjunar faðerninu. Ekki kom þó til slíks, þar sem enginn varð til þess að bera það upp á hann, enda vafasamt að honum hefði gagnast slík- ur eiður, þótt fengið hefði. Varla getur vafi á því leikið, að lögmaðurinn á Reynistað hafi með nokkrum hætti haft hér hönd í bagga, og að öll hafi þessi ráð verið fyrirfram ákveðin, enda aug- ljóst mál, að Lögréttan hefir ekkert verið áfram um að láta dæma stúlkuna. Höfuðsmaður var þá hér á landi Herluf Daa (,,Herlegdáð“), sem ill- ræmdur var m.a. í sambandi við mála- þvargið gegn Oddi biskupi og Árna syni hans, síðar lögmanni. Þegar Lög- réttan vildi ekkert aðhafast í máli stúlk- unnar skipaði hann svo fyrir, að málið yrði sent heim í hérað til nýrrar rann- sóknar og dómsálagningar, sem vitan- lega var rétt, og reyndar ekki vonum fyrr. Þegar í hérað kemur virðist lögmaður enn ekki gera neina gangskör að frek- ari rannsókn málsins, né heldur nein- ar þær ráðstafanir. sem Alþingissam- þykktin tilskildi gagnvart stúlkum, er ekki vildu upplýsa faðerni að börnum sínum. Er sýnilegt, að lögmanni hefir ekki verið mikið í mun, að rótað yrði meira upp í málinu, og að hann hafi látið sér vel líka yfirlýsing stúlkunnar, Frá Hljó&færahúsi Reykjavíkur Hljóófæradeild: Himr heimsþekktu LEVIN- gítarar og fleiri tegundir — klarínettur — blokkflautur —- HAGSTRÖM-harmóníkur — trompettar — saxafónar — og varahlutar í hljóðfæri. — Klannett- og saxófónblóð og blaðskerar. Strengir fyrir ýms strengjahljóðfæri. Nótna- og plötudeild: Stórlækkað verð á hljómlpötum. Urval af léttri og sígildri tónlist — dægurlög. Kennslubækur fyrir ýms hljóð- færi. Mikið úrval af nótum fyrir skemmra og lengra komna. Leðurvörudeild: Dömutöskur — hanzkar — penmgaveski. Tízkulitir. Skjalatöskur — úrval af gesta- bókum. Póstsendum um land allt. Öskum viðskiptavinum okkar fjær og nær gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. HLJÓÐFÆRAHÚS REYKJAVÍKUR H.F. Hafnarstræti 1. — Sími 1 36 56. 54 FÁLKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.