Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Side 54

Fálkinn - 13.12.1961, Side 54
 GEFJUN - IÐUNN TERYLENE- BUXUR STAKIR JAKKAR hugmynd. Ég ætti að vera borðpunt, sagði hún. — Borðpunt? sagði ég, því ég vissi ekki áður, að ég liti þannig út. Það var ætlunin, að.ég færi í gamla jólasveins- búninginn og þannig ætti ég að sitja með krosslagðar fæt- ur fyrir enda borðsins. Magga dró skotthúfuna niður fyrir andlitsgrímuna og engan ' grunaði, að þetta væri ég. Þau héldu öll, að þetta væri uppstoppaður jólasveinn og kváðust aldrei hafa séð neitt eins hátíðlegt. Magga hafði sagt að ég yrði að hafa augun lokuð til þess að ég yrði ekki afhjúp- aður, en ég var alltaf rétt að því kominn að gleyma þeirri áminningu. Enn erfiðara var þó, að sitja kyrr. Þegar ég hafði setið þarna heillengi, fór ég að finna til verkja í vöðvunum um allan skrokk- inn. — Hvar er Jobbi? spurði Ragnheiður allt í einu. Hún var fyrst til að uppgötva að ég sat ekki við borðið. — Hann hefur fengið magapínu, sagði Pétur og flissaði. — Af hverju heldurðu það? spurði hún. — Þessi drengur er alltaf að troða einhverju í sig, svar- aði hann. Ég kreppti saman lófana inn í jólasveinsbúningnum og átti erfitt að hafa hemil á mér. Auk þess var ég orð- inn gjörsamlega dofinn í fót- unum. Þar fyrir utan hafði ég drukkið of mikið af öli og sódavatni. Það var alls ekki svo þægilegt, þegar þetta kom upp í nefið á mér bak við andlitsgrímuna. — Ég bara skil ekkert í, hvað orðið hefur af Jobba? sagði Ragnheiður skömmu seinna. — Það var leiðinlegt, úr því að þér er svona umhugað um Jobba, sagði Pétur. Eru það freknurnar, sem þér lízt svona vel á? — Ef svo er, kemur það þér að minsta kosti ekkert við, sagði Ragnheiður kulda- lega. En það get ég sagt þér, að mér finnst Jobbi vera sniðugur og myndarlegur strákur. Sniðugur og laglegur strák- ur. Ég varð endilega að sjá, hvernig Ragnheiður leit út þegar hún sagði þetta. En ekki hafði ég fyrr lokið aug- unum upp en einhver hróp-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.