Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 39

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 39
gera að gamni sínu. Hann sagði stutt- lega frá því, sem gerzt hafði kvöldið áður. En hann minntist ekki á dular- fullu, svartklæddu konuna, sem hann hafði hitt. Wolfgang kvaðst vera kominn í þeim tilgangi einum að sækja Albert og fara með hann aftur heim. Albert brást reiður við. — Það skal enginn fá mig til að fara aftur heim, sagði hann. — Þú getur skilað kveðju minni bæði til pabba og Minnu. Wolfgang settist á stól, eins og ekkert hefði í skorizt. Albert leit tortrygginn á hann. — Ég skal segja þér eitt, hóf Wolf- gang máls. — Þú komst mér mjög á óvart með hegðun þinni í gær. Ég vissi ekki, að þú ættir leynilegar ástmeyjar. Hann kveikti sér í sígarettu og blés reyknum virðulega út í loftið. Albert reisti sig upp í rúminu. — Ástmeyjar? Hvurn fjandann ertu að tala um? Wolfgang hló ertnislega. — Þú þarft ekki að hafa nein leynd- armál gagnvart mér, kæri bróðir. Eftir því sem þú sagðir sjálfur í gær, þá hef- urðu sjálfur verið með þessari yndis- fögru Gabrielu. Albert bandaði frá sér með annarri hendinni. — Það er satt. En ég var ekki einn með henni. Ég hitti mann, sem . . . — Mann, sem hélt við hana, mein- arðu, skaut Wolfgang inn í. — En hvern- ig veiztu, að hann var með henni. Albert yppti öxlum. — Hann gortaði sjálfur af því. Og það get ég sagt þér með fullri vissu, að það er allsendis ófært, að pabbi fari að kvænast þessum kúenmanni. Hann þagnaði um stund og horfði á bróður sinn. Síðan hélt ’hann áfram: — Og heim fer ég ekki af fúsum vilja meðan ég lifi. Wolfang þekkti bróður sinn. Hann vissi, að ekkert þýddi að reyna að koma vitinu fyrir hann. Hann var sauðþrár. Það var aðeins ein manneskja til, sem gat tjónkað við hann, og það var Minna gamla. Minna varð sjálf að standa í að endurheimta týndan son. Klukkutíma síðar stóð Minna í spoi- um Eriks. Albert var fullklæddur. — Jæja, sagði Minna og leit tor- tryggnislega í kringum sig í herberg- inu. — Það er þá hérna, sem þú hefur haldið til í nótt. En það get ég sagt þér, að þú sefur ekki hér í fleiri næt- ur. Nú kemur þú með mér. Hana! Komdu! Hún kærði sig kollótta þótt hann mót- mælti og reyndi að rnalda eitthvað í móinn. Hún gekk hreint til verks, gamla konan, enda vissi hún upp á hár hvaða aðferðir dugðu við þennan þrákálf. Hún hafði ekki til einskis alið hann upp, síð- an hann var smáangakríli. Nú gerði hún sér lítið fyrir og tók í handlegginn á honum og leiddi 'hann út úr dyrunum. — Það er nóg slúðrið í þessum bæ, þótt þú farir ekki að bæta við það með asnastrikum, sagði hún. — Það skal ekki fréttast, að hinn ungi Albert Brandt hlaupi að heiman frá sér um miðja nótt og segi fjölskyldu sinni að fara til fjand- ans. Er enginn snefill af stolti í þér, strákur? Albert horfði undrandi á hana, þegar þau gengu niður götuna. Stolt! Hann! Það var einmitt það, sem hafði gert það að verkum, að hann hljópst að heiman í flýti. Skyndilega stanzaði hann eins og staður geithafur. Minna sleppti takinu á handlegg hans, varð ögn blíðari viðmóts og leit biðjandi til hans. — Þú hegðaðir þér nákvæmlega rétt, sagði hún lágt. — Þú hegðaðir þér ein- mitt eins og maður. Ég var hvort tveggja í senn, óttaslegin og stolt af þér. Það hefði í rauninni verið miklu verra, ef þú hefðir þagað eins og steinn og látið allt þetta afskiptalaust eins og við hin. Þú hefur forðað okkur frá reginhneyksli.- Þess vegna erum við þér þakklát bæði ég og systkyni þín og faðir þinn ætti að vera það líka. Ég er sannfærð um, að hann skilur þig, þegar þið hittist aftur. Þegar þau komu að apótekinu stóð bifreið Julians Brandt fyrir utan hliðið. Hann var sem sagt heima. Minna opn- aði dyrnar og var nú alvarlegri á svip en hún hafði nokkru sinni verið áður. Og Albert gat ekki annað en fylgt henni. — Bíddu hérna, sagði hún, þegar þau voru komin í forstofuna. — Ég ætla að tala fyrst við hann föður þinn. Hjarta Minnu gömlu barðist ótt og títt og hún hikaði andartak fyrir utan dyrnar á skrifstofu Julians Brandt. En eftir andartak herti hún sig upp og gekk beint inn á skrifstofuna. Julian sat við borðið og grúfði sig yfir einhvei’jum skjölum. Hann virtist vera önnum kaf- inn við vinnu sína. Hann leit upp og hrukkaði ennið um leið og hann varð þess var, að einhver var kominn inn í herbergið. (Frh. á bls. 46). Nýir lesendur geta byrjaö hér Julan Brandt lyfsali ætlar að kvænast í annað sinn ungri stúlku að nafni Gabriela. Þegar hann kemur með hana heim til þess að kynna hana fyrir Minnu gömlu, sem þjón- að hefur fjölskyldunni í ára raðir, og þremur uppkomn- um börnum sínum: Wolfgang, Doris og Albert, bregður svo við, að Albert neitar að heilsa henni og bannar föður sínum að kvænast henni, af því að hún sé léttúðardrós. Julan slær son sinn í ofsabræði sinni og bæði Gabriela og Albert yfirgefa húsið. Julian fer á eftir Gabrielu og hittir hana í íbúð hennar í Stuttgart. Þar fær hann að heyra alla hennar sorgarsögu. Hún hafði verið rekin að lieiman fyrir að eignast barn í lausaleik með manni, sem vildi ekkert með hana hafa þegar allt kom til alls. Hún stóð ein og peningalaus uppi og gerðist þá ástmey ríks manns, og hlaut af því hið versta orð á sig. Hún segir, að öllu sé lokið milli sín og auðmannsins. Julian veit ekki hvernig hann á að bregðast við þessum tíðindum. Þetta kemur allt mjög flatt upp á hann. Fundi þeirra lýkur þannig, að Gabriela fer frá honum í annað sinn á þessu kvöldi. . . Albert ákveður að fá að gista hjá Erik, vini sínum. Hpnn liittir hann á veitingahúsi og sezt að drykkju með honum og félögum hans. Við eitt borð tekur Albert eftir fallegri en dularfullri konu, sem gefur honum auga. Hann kynnir sig fyrir henni og þau ræða saman lengi. Honum finnst eins og hún þekki sig og viti um allt heima.. 37 FALKINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.