Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 43

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 43
 * ^J\jötréttir til ióíavma Steikt gœs (handa 10—12 manns). 1 gæs (5—6 kg) V2 sítróna IV2 msk salt V2 tsk pipar 5—6 epli 200 g sveskjur Sjóðandi vatn Sósan: 5 msk hveiti 3A 1 soð V2 tsk sinnep Vz dl rauðvín Rifsberjahlaup. Fuglinn þveginn vel utan og innan. Þerraður og nuddaður með sítrónu, líka að innan- verðu. Salti og pipar stráð innan í og gæsin fyllt með steinalausum sveskjum og eplabitum. Saumið öll op sam- an. Bindið fæturna saman á gæsinni, nudduð að utan með salti og pipar. Gæsin sett í ofn- skúffu, bringan á að snúa upp. Örlítið vatn sett í ofnskúff- una, svo að fitan, sem rennur af gæsinni brenni ekki. Sé gæsin feit, má ofninn ekki vera mjög heitur. Steikt í 3— 4 klst., fer eftir aldri gæsar- innar. Smurður pappír lagður yfir hana, þegar hún er orðin brún. Vatni og soði ausið yfir gæsina á 10—15 mínútna fresti. — Soðinu hellt af gæs- inni, það síað og fleytt vel. Nokkrum msk. af köldu vatni hellt yfir gæsina, svo að ham- urinn verði stökkur, látin i ofninn á ný; höfð rifa á ofn< hurðinni. Búin til venjuleg, brún sósa, sem krydduð er með sinnepi, rauðvíni og rifsberjahlaupi. Gæsin borin fram sem heil, ýmist heit eða köld. — Fatið skreytt með hálfum, soðnum eplum og sveskjum. — Ber- ið brúnaðar kartöflur og rauð- kál með. Endur má steikja á sama hátt, en þær þurfa aðeins IV2 —2 klst. steikingu. Svínasteik, 2—3 kg svínslæri eða bógur 3 tsk salt % tsk pipar Sjóðandi vatn. Sósan: 60 g smjörlíki 60 g hveiti 8 dl steikarsoð 1/2 tsk sinnep. Sjóðandi vatni hellt á bjór- inn og hann skafinn, þar til hann er snarpur. Skornar rák- ir í bjórinn, svo að myndist tíglar. Steikin nudduð með salti og pipar. Sett inn í heit- an ofn. Þegar steikin er fallega brún, er sjóðandi vatni hellt á. Steikt í 3—3 V2 klst. Þarf að vera vel gegnumsoðin. Ekki á að ausa yfir hana. Venjuleg, þunn, brún sósa búin til úr soðinu. Borið fram með soðn- Við getum útbúið fallega sk reytingu á jólaborðið á þennan hátt: Notið tvö falleg epli, helzt fallega rauð og núið þau, svo að þau gljái. Því næst eru bor- uð göt í þau, þar sem blómið á þeim er, Göt- in eiga að vera það stór, að venjulegt kerti geti staðið þar örugg- og auk þess þarf að vera rými fyrir litl- ar grenigreinar, sem stungið er í kringum kertið. um kartöflum, rauðkáli, hráu salati, soðnum sveskjum og eplum. Á sama hátt má steikja svínshrygg, en venjulega er búið að taka bjórinn af hryggnum. Gott er að fylla hann með sveskjum og hann þarf aðeins IV2 klst. suðu. Franskar kótelettur. Beztar eru magrar svína- kótilettur í þennan rétt, en einnig er hægt að nota lamba- og kálfakótilettur. Nota þarf 8—10 kótilettur, 4 sneiðar af reyktu fleski, pipar, timian, smjörlíki, 4 stór og góð epli, V2 kg hvítkál. Kótiletturnar barðar og lagðar saman tvær og tvær með reyktri flesk- sneið á milli. Bindið þær sam- an með bómullarþræði, salti, pipar og timian stráð yfir, steikt á báðum hliðum í smjör- líki. Eplin flysjuð og skorin í 4—8 bita, steikt í smjörlíkinu þar til þau eru allt að því meyr. Sett í eldfast mót ásamt kjötinu, sem böndin hafa ver- ið tekin utan af. Pannan soðin út með örlitlu vatni, hellt yfir kjötið og eplin, sem eru látin malla dálitla stund undir loki. Borið fram með brúnkáli, þ. e. a. s. hvítkáli, sem er skorið í ræmur, brúnað á pönnu, soðið í örvolgu vatni 10—15 mínút- ur, — kryddað eftir smekk. V Steíkt (« of svinshryggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.