Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Side 19

Fálkinn - 13.12.1961, Side 19
dönsku stjórnarumboðsmenn þóttust þurfa að sýna vald sitt og styrk gagn- vart innlendum valdsmönnum, og því vafasamt hvernig farið hefði, ef íslenzk yfirvöld hefðu ein um málið fjallað. III. Á öndverðri 17. öld bjuggu á Sól- heimum í Skagafirði hjónin Tómas Böðvarsson og kona hans, Bergljót Halldórsdóttir. Telur Einar Arnórsson að hann hafi verið í ætt og allmikilli vináttu við biskupinn til Hóla, Guð- brand Þorláksson. Bergljót hafi hins- vegar verið af Svalbarðsætt og Ragn- heiðar á rauðum sokkum, ömmubræður hennar hafi verið Magnús prúði og Staðarhóls-Páll, o.s.frv. Hafi hún þann- ig verið í allnánum skyldleika við lög- manninn. Jón Sigurðsson á Reynistað, sýslumann Skagfirðinga. Segir E. A. að Bergljót hafi verið ,,í allnáinni frænd- semi við flest allt stórmenni landsins" á þeirri tíð, og að maður hennar hafi „eigi heldur verið lítilla manna, því annars hefði hann naumast fengið Bergljótar“ Bróðir Bergljótar var sr. Ólafur á Stað í Steingrímsfirði, og fleiri voru þau systkin. Áttu þau Sólheima- hjón nokkur börn, og eru ættir frá þeim komnar. Þegar hér var komið sögu dvaldist á heimili þeirra systir Bergljótar ógift, Þórdís að nafni, ung og gjörfuleg stúlka. Einhver orðasveimur mun hafa verið uppi um það innan héraðs, að hún væri ekki með öllu fráhverf atlæti karlkyns- ins. Brá hún Þá á það ráð, um eða eftir áramótin 1608. að leita til frænda síns, lögmannsins á Reynistað, til þess að hreinsa mannorð sitt með eiði. Lög- maður færðist undan að því sinni, lík- lega talið stúlkuna of unga og að henni væri engin þörf á eiðvinningu. Féll það mál niður við svo búið. Þess má geta, að slíkar eiðtökur voru mjög algengar í þann tíð, einkum (eða eingöngu) þegar heldri konur áttu í hlut. Alkunnur er eiður Ragnheiðar í Skálholti Brynjólfsdóttur, ennfremur Þórdísar í Bræðratungu (Snæfr. ís- landssólar) Sigríðar stórráðu frá Sjá- varborg, Sesselju í Kalastaðakoti, svo dæmi séu nefnd. Var það ýmist, að konurnar heimtuðu eið sjálfar, eða voru neyddar til eiðvinningar. Hitt er annað mál, að sjaldnast bættu eiðar þessir úr skák eða náðu tilætluðum árangri, lík- lega oftar hið gagnstæða. Um þessar mundir fór eins og áður segir lögmaðurinn á Reynistað, Jón Sig- urðsson, með sýsluvöld í Skagafirði. Hann var merkur maður á marga lund og lagamaður mikill, en kvenhollur í meira lagi, jafnvel svo að til vandræða leiddi. Segir í Æfiskrám, að hann hafi „oft verið riðinn við kvennamál“ enda sást hann lítt fyrir í þeim efnum, varð t.d. sannur að sök um að hafa reynt að fá (eina) barnsmóður sína til að rang- feðra barn er hann átti. Þetta er rétt að hafa í huga þegar virt eru afskipti hans af Þórdísi Halldórsdóttur og máli henn- ar. Næst skeður það, að Þórdís mætir á Seyluþingi um vorið, og ber enn fram krpfur um að mega vinna eiðinn. Var nú ekki lengur nein fyrirstaða hjá lög- manni, og sór Þórdís „sig fri att verre for naturlig Omgengelse til barns Vnd- fangelse for alle mandspersoner, leff- endis och döde“. x) J) Eftir orðalaginu nánast: „saklaus af samförum, (er) til barngetnaðar (mættu leiða), etc“. Eiðstafur þessi er vitanlega stílaður af lögmanni, og þótt ekki þurfi að skýra orðalagið rýmra en svo, að ekki hafi verið stofnað til barnagetnaðar, þá var sá eiður heldur ekki réttur, því að um Mikjálsmessu um haustið varð stúlkan léttari, og ól meybarn, réttum með- göngutíma eftir að hún leitaði til lög- manns í hið fyrra skiptið. Hefir stúlk- an þá gengið með á 4. mánuð, er hún vann eiðinn. Nú má ekki slá því föstu, að þótt eið- ur Þórdísar Halldórsdóttur hafi verið rangur, þá hafi hann endilega þurft að vera vísvitandi rangur. Vera má t.d., að henni hafi ekki verið ljóst, að hún var barnshafandi. Hafi hún hinsvegar vitað það, er augljóst, að hún hefir ekki tek- ið það upp hjá sjálfri sér að vinna eið- inn heldur hefir hún verið fengin eða neydd til þess. Og vafalítið má telja, að lögmaður hafi að minnsta kosti verið þar eitthvað með í ráðum. Vitanlegt var. að grunur tók nú mjög að falla á mág Þórdísar, Tómas Böðvarsson, og að hætta gat verið á ferðum fyrir þau Framh. á bls. 54. FÁLKINN 17 Myndskreyting eftir Ragnar Lárusson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.