Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Síða 30

Fálkinn - 13.12.1961, Síða 30
b a I d u r Stúlkan byltist í svefnrofunum. Hún færði hendurnar undir sængina og strauk þeim ofanfrá bringspölun- um niður undir lífbeinið og fann það hreyfast innaní sér. Hún velti sér á hliðina og horfði á daufan bjarma vetrarsólarinnar lýsa gosdrykkjarflösku sem stóð í glugg- anum. Jarpt hárið rann útaf brún- inni á legubekknum þegar hún hreyfði sig. Miðinn á flöskunni var 4 rauðgulur með mynd af þversneiddri appelsínu sem sólin lýsti gegnum og safa sem draup niðurí glas. Stúlkan lokaði augunum og hlust- aði á húsið vakna. Það var jóladagsmorgunn. Ibúinn í næsta herbergi opnaði við- tækið. Séra Unndór var að flytja boðskapinn að yður er í dag frelsari fæddur. Orðin sveifluðust gegnum vegginn. Séra Unndór boðaði fagnað- arerindið með löngum og djúpum á- herzlum. Stúlkan lagði höfuðið í olnboga- bótina. Börn frændkonu hennar voru farin að hlaupa um stigann. Hún hafði keypt handa þeim smágjafir og fengið móður þeirra um leið og hún fór að heimsækja stelpurnar í kexinu á aðfangadag. Frændkona hennar vildi gjarnan hafa félagsskap um kvöldið en hún ætlaði vesturí bæ og sagði frændkonu sinni það. Stelpurnar í kexinu höfðu slegið saman í vermund til að hressa sig á jólakvöldið. Þær leigðu saman tvær í kjallara í vesturbænum. Stelpurn- ar skáru hangikét ofaná brauð og sögðu henni að gera svo vel. Þær voru allar úr sveit. Hinar stelpurnar í kexinu voru úr bænum. Þær mynd- uðu klíkur útaffyrir sig og forðuðust sveitapíur. Stelpurnar úr sveitinni létu sem þeim stæði á sama en tömdu sér bæjarbrag til að vera hlutgengar. Þær stífðu hangikétið og sögðu klíkan mætt og drukku vermundinn til að vera bæjarmanneskjur. Hún varð fálát þegar þær spurðu

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.