Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Qupperneq 8

Fálkinn - 27.06.1962, Qupperneq 8
ÍSLENZKIR FRAMKVÆMDAMENN Haraldur Böðvarsson á Akranesi FRAMKVÆMDIR OG FORNAR DYGGÐIR A SKIPASKAGA Texti: Sveinn Sæntundsson. Myndir: Jóhann Vilberg sem til þekkir blandist hugur um, að ef nefna ætti einn er ö'ðrum fremur hefur lagt sitt lóð á vogarskálar til atvinnu- öryggis og almennrar velmegunar stað- arins, þá sé engum blöðum um að fletta. Maðurinn sé Haraldur Böðvars- son útgerðarmaður. Haraldur Böðvarsson er fæddur á Akranesi hinn 7. maí árið 1889, sonur hjónanna Böðvars kaupmanns Þor- valdssonar prests að Saurbæ og Helgu Sturlaugsdóttur bónda að Hítardal. Haraldur var hinn sjötti af tíu börnum þeirra Helgu og Böðvars, en fyrstu fjögur börn sín misstu þau úr barna- veiki á einni og sömu vikunni. Af systkinunum sem upp komust er Val- dís fyrrverandi símstöðvarstjóri á Akra- nesi elzt, þá Björn, sem lézt ungur í Kaupmannahöfn, þá Haraldur, þá Axel bankaritari í Reykjavík, þá Leifur útgerðarmaður og yngst Elínborg hús- freyja í Reykjavík. Haraldur Böðvarsson var bráðþroska svo orð var á gert. Böðvar Þorvaldsson hafði á þessum árum umfangsmikla verzlun og börnin tóku þátt í margvís- legum störfum, er þau höfðu aldur til. Haraldur var liðtækur sem fyrr segir og frá því er sagt, að á fjórtán ára af- mælisdegi sínum lyfti hann 400 pund- um og þótti slíkt að vonum einsdæmi. Pilturínn var snemma mikill fyrir sér og kjarkgóður í bezta lagi. Hann lang- Akranes, kaupstaður á Skipaskaga, skaganum, sem er í lagirfu eins og hönd, er bendir út á hin fengsælu fiskimið Faxaflóans, hefur á fáum árum breytzt úr litlu þorpi í glæsilegan kaupstað. Hér áður var Akranes frægt fyrir hrausta sjósóknara, fríðar stúlkur og góðar kartöflur. Nú sem fyrr stunda hraustir menn sjó, stúlkurnar eru sennilega ennþá fríðari en fyrr, en í kartöflugörðunum hafa heimamenn byggt og byggðin hefur teygt sig langt inn fyrir hin gömlu mörk þorpsins; fólkinu hefur fjölgað jafnt og þétt og Akranes dagsins í dag á það sammerkt með öðrum beztu bæjum þessa lands, að þar er starfsdagur langur og vel- megun almenn. Hér hafa margir lagt hönd á plóg- inn og engum einum manni verður með sanni þakkað allt það, sem hér hefur verið afrekað. Samt hygg ég, að engum FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.