Fálkinn - 27.06.1962, Síða 24
HLÁTURINN
LENGIR
LÍFIÐ
Vinsæli leikarinn hitti H. stórkaup-
mann í Austurstræti. H. er farinn að
heyra illa og hann er bæði ríkur og
ágjarn.
H. er ímyndunarveikur eins og margt
gamalt fólk og ætlar nú að nota tæki-
færið og fá læknisráð ókeypis.
★
— Góði læknir. Ég er svoddan ein-
stakur ræfill núna, segir hann.
— Hvar er yður illt?
— Aðallega í maganum.
— Það var slæmt. Gerið þér svo vel
að leggja aftur augun og reka tunguna
vel út úr yður, þá skal ég athuga þetta.
H. gerði eins og læknirinn lagði fyrir
hann, en er hann hafði staðið svona
óþolinmóður í tíu mínútur opnaði hann
augun.
Það stóð hópur af fólki og horfði á
hann og hélt að hann væri vitlaus. En
læknirinn var löngu kominn úr augsýn.
★
Einn bezti vínkjallari í heimi fannst
á heimili betlara, sem dó í Auxerre
árið 1894. Þegar lögreglan fór að skrifa
upp reiturnar, fann hún 400 flöskur af
víni frá 1790. Líka fann hún ríkisskulda-
bréf fyrir rúma milljón franka í fórum
betlarans.
★
Jarlinn af Granville, sá fjórði í röð-
inni, og móðurbróðir Elisabetar Eng-
landsdrottningar, dó fyrir nokkrum
árum 72. ára að aldri — með pípuna
í munninum. Hann var mesti pípureyk-
ingamaður í Bretlandi. í fyrri heim-
styrjöldinni var skip skotið í kaf undir
24 FÁLKINN
honum. Flestir um borð drukknuðu, en
jarlinn fannst eftir þrjá daga á fleka —
með pípuna í munninum! Það var jarl-
inn sem á sínum tíma fék því fram-
framgengt, að afnumið var bannið við
að reykja í einkennisbúningi. Honum
tókst að fá þetta afnumið með því að
brjóta það nógu oft.
★
í aðalmálgagni sértrúarflokks nokk-
urs í Bandaríkjunum stendur þessi
kjarngóða klausa: „Hefur þú nokkurn
tíma séð fljótandi, glóandi málm renna
úr bræðsluofni? Það er þessháttar, sem
notað er sem rjómaís í helvíti!"
★
Rússland er frjósamasta land í heimi,
sagði hinn sanntrúaði Sovétvinur. Þar
eru fjórar hveitiuppskerur á ári.
— Eru þetta ekki ýkjur, sagði
einhver.
— Nei, það er dagsatt. Ein frá Pól-
landi, önnur frá Ungverjalandi, þriðja
frá Tékkóslóvakíu og sú fjórða frá
Ukrainu.
★
Dómstóll í Suður-Ameríku hefur
sýknað bílstjóra, sem sakaður var um
ógætilegan akstur í fjöru nokkurri.
Bílstjórinn hafði að vísu ekið á mann,
sem var að tína krækling, og fótbrotn-
aði hann, en rétturinn taldi sig ekki
geta dæmt manninn fyrir ógætilegan
akstur, vegna þess að þetta hefði verið
á almannafæri. Þar sem áreksturinn
varð er nefnilega sjór 18 tíma af sólar-
hringnum!
★
„Brauð — ekki peninga!“ var við-
kvæði arabisks betlara, sem dó árið
1889. Margir hrærðust af þessu og á
kvöldin vaggaði betlarinn heim til sín
hlaðinn brauðum. Þegar hann dó kom
á daginn, að hann átti tvö hús full af
brauðum og brauðmylsnu. Og það
vitnaðist að hann hafði haft atvinnu
af því að selja brauð sem skepnufóður!
★
Dag nokkurn árið 1812 gekk ókunnur
maður inn í Hvíta húsið og tók þar
fagra maghoníkistu með látúnsspöngum,
sem stóð úti í horni í einu herberginu
og fór burt með hana. Svo liðu 127 ár.
En árið 1939 kom maður og skilaði
kistunrii aftur. Hann kvaðst vera af-
komandi mannsins sem stal henni
forðum!
★
Þar til fyrir rúmum þrjátíu árum
voru í London, New York og París
skólar sem bjuggu betlara undir lifs-
starfið. Stundum héldu betlarar, sem
voru hættir störfum, fyrirlestra við
skólann. Aðalnámsgreinin var sálfræði!
Kvennanáðhúsið í dómshúsinu í st.
Joseph í Montana var nýlega skinnað
upp og nýjar rúður settar í gluggana
úr þessu furðugleri, sem er þannig gert,
að maður sér gegnum það öðru megin,
en frá hinni hliðinni er það ógagnsætt.
Nú hefur kvenfólkið kært yfir frágang-
inum á þessum nauðsynlega stað. Rúð-
urnar hafa nefnilega verið settar öfugar
í, þannig að ekki er hægt að sjá út í
gegnum þær, — en allir sjá inn!
★
Kaupsýslumaður spurði konu sína,
hvort hún vildi vera fylgdarmaður
hans á verzlunarferð, sem mundi taka
nokkra mánuði. En konan vildi því að-
eins fara með að þau gætu tekið gamla
trygga hundinn þeirra með. Hún vildi
ekki skilja hann eftir í hundavarð-
gæzlunni.
— Við skulum taka hann með, sagði
maður hennar. Það hlýtur að vera
eitt hótel í hverri borg, sem leyfir,
að gestir taki með sér hunda. En í ein-
um bænum, sem þau þurftu að koma
til, var ekki eitt einasta hótel, sem
leyfði að hundar væru með gestum.
— Ég skrifa þeim og panta, sagði
kaupsýslumaðurinn.
Nokkrum dögum seinna fengu þau
bréf, þar sem sagt var, að þau væru
hjartanlega velkomin.
— Hvað skrifaðirðu eiginlega, úr
því að hótelið svarar svona? spurði
konan undrandi. Eiginmagurinn rétti
henni sams konar bréf og vanalega
eru send, þegar panta á herbergi í
gistihúsum. En síðasta setningin var
dálítið frábrugðin. Hún hljóðaði þann-
ig: — Hafið þér nokkuð á móti því
að við komum með gamlan og velsið-
aðan herramann, sem af tilviljun er
hundur.
★
Trúlofunarhringar
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti 12
Sími 14007
Sendum gegn póstkröfu.