Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Page 27

Fálkinn - 27.06.1962, Page 27
| SVALAPRYKKIR [ Nú fer vonandi að hlýna í veðri, og þá er hressandi svaladrykkur vel þeg- inn af flestum. Þeir eru líka margir hverjir þrungnir af fjörefnum, séu þeir drukknir nýtilbúnir. Sólskinsdrykkur. Vz 1. tómatsafi. Vz rifin, hrá agúrka. y2 tsk. sykur. Vz tsk. salt. 1 msk. sítrónusafi. Kælt vel, síað þegar hellt er í glösin. Agúrkusneið reist á glasbarminn. ískaffi, amerískt. Blandið 1 msk. af kaffidufti (Nesle- café) og 1 msk. af kakao, hrærið sam- an við það það miklu af sjóðandi vatni, að það líkist þykkum jafningi. Hrærið 3Vz dl af kaldri mjólk saman við, þeytt vel. Kælt í ísskáp. Borið fram með þeyttum rjóma. Bananadrykkur. Merjið og þeytið 3 velþroskaða ban- ana með gaffli, hrærið 1 bananaskeið af kakao saman við. Þeytt vel með Vz 1. af mjólk og dálitlum vanilludropum eða vanillusykri. Borið fram með smá- kökum. Ananasdrykkur. Blandið safanum úr sítrónu saman við Vz 1. af ananassafa (úr dós). Setjið þetta í 4—6 glös, fyllið þau litlum ís- molum og sódavatni. ís-te er kælt lútsterkt te, sem borið er fram með sítrónu eða appelsínusneið. ís-kaffi er sterkt., rótarlaust kalt kaffi, sem er er borið fram í háum glösum. Efst er settur vænn biti af vanilluís og ef vill dálítill þeyttur rjómi og rifið súkkulaði. Sumardrykkur. Setjið nokkra stóra ísmola í skál, auk þess appelsínu, sem skorin hefur verið í þunnar sneiðar, nokkur jarðar- ber eða jafnvel rabarbarabita (vín- rabarbari), lítið glas af jarðarberja- saft, safa úr 1 sítrónu og 4 flöskur af engiferöli. Ausið í kollur. Appelsínumjólk. Vz niðursneidd appelsína. 2 msk. síróp. 1 sítrónusneið. 2 dl. ísköld mjólk. 1 tsk. vanillusykur. Frh. á bls. 32 5 salatsósur m. m. Nú fara að fást margar grænmetis- tegundir og salat auk ávaxta, svo vor- kunnarlaust er hverri húsmóður að bera fram skál með hráu salati með hverri máltíð. Grundvöllurinn að salatinu er góð salatsósa, sem blanda má hinum ýmsum tegundum í með breytilegum hlutföllum. Þar getur hugvitssemi hús- móðurinnar komið að góðu gagni. Olíu-edikssósa. 4 msk. matarolía. 1 msk. gott edik. Vh tesk. pipar. Vz tesk. salt. Ögn af sykri. Hellið olíunni og edikinu yfir krydd- ið. Þeytt eða hrist vel saman. Sumarsalat. 200 g. soðnar kaldar kartöflur. 3 tómatar. Vz agúrka. 2 harðsoðin egg. 1 smátt saxaður laukur. 1 msk. söxuð steinselja. Olíu-edikssósa. Allt skorið í fallegar sneiðar, bland- að saman í skál. Setjið lauk og stein- selju saman við sósuna. Hellt yfir sal- atið. Látið bíða nál. 1 klst. Hrært í því varlega við og við. Rjómasósa. 1 dl. súr rjómi. 3 msk. matarolía. Vz msk edik. % tesk. salt. Ögn af pipar. Rjóminn þeyttur öðru hvoru varlega saman við. Banansalat. 4 bananar. Vz agúrka. 1 salathöfuð. Rjómasósa. Söxuð steinselja. Framh. á bls. 32. FALKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.