Fálkinn - 27.06.1962, Side 32
LITLA SAGAIV
Framhald af bls. 14.
var meira en nóg. Við höfðum setið í
nokkra tíma á pramma inni í sefinu og
haft auga með andahóp, sem spókaði
sig nokkurn spöl úti á vatninu, samt of
langt úti til þess að vera í skotfæri, en
þegar rökkrið skall á, nálguðust þær
gerviendurnar mínar og ég hleypti af
haglabyssunni, flokkurinn flaug upp,
en ein flaug lágt yfir okkur.
— Voff, gelti Togi, um leið og öndin
féll niður undan skoti mínu.
Nú fékk Togi tækifæri til þess að
sýna hvað hann gæti.
— Sæktu, sagði ég, og Togi hljóp af
stað. Tveimur mínútum seinna kom
hann stoltur til baka með eina af gervi-
öndunum mínum.
Sunnudag nokkurn reyndi ég hann
svo á enginu, þar fékk hann tækifæri
til þess að sýna loks, hvað í honum
bjó. Það var síðasta tækifærið. Frá
þeim degi hef ég ákveðið að láta hann
aldrei framar hlaupa eftir dagblöðum,
öndum, fasönum, eða einhverju öðru.
Hann getur bara legið 1 körfunni sinni
við ofninn og hlaupið og leikið sér eins
og hann lystir. Veiðihundur verður
hann hvort sem er aldrei.
Hann hefur ekki vit til þess.
32 FALKINN
Mér er raun að því að hugsa til þess,
sem hann færði mér þegar ég var á
veiðum á engi mágs míns. Ég mundi
ekki hugsa mig um tvisvar að lóga
honum, ef hann sjálfur héldi ekki, að
ég liti á hann sem mjög vitra og slæga
skepnu.
Ég hafði reikað um engið í nokkra
tíma og var orðið allkalt. Veðrið var
leiðinlegt og ég var í leiðu skapi. Ekki
bætti það heldur úr skák, að ég skaut
framhjá skógardúfu.
— Voff, sagði Togi.
— Þegiðu, sagði ég.
Á sama augnabliki skauzt fasan fram-
hjá. Ég varð svo undrandi, að það leið
langur tími unz ég hafði borið byssuna
upp að kinninni og miðað, og fasaninn
komst næstum inn í runna, áður en
skotið reið af. En ég hafði heppnina
með mér og fuglinn datt dauður niður.
— Sæktu, sagði ég.
— Voff, voff, gelti Togi og hljóp af
stað með tunguna lafandi út úr sér og
dinglaði ákaft rófunni.
Nokkrum sekúndum síðar kom vesa-
lings heimska skepnan aftur með héra
í kjaftinum.
Willy Breinholst.
Kvenþjóðin
Framh. af bls. 27.
Allt blandað vel í vél, fyrst ávextirnir
með helmingnum af mjólkinni, síðan er
afgangnum og vanillusykri bætt út í,
áfram. Sett í háglös, sem í eru appel-
sínubitar. Gott er að setja dálítið af
vanilluís í hvert glas.
Sé ekki tækifæri til að blanda þessu
í vél, er appeelsínan pressuð og yzti
börkurinn rifinn.
„Ice cream soda“.
Setjið rjómaísskeið í hátt glas, hellið
þar yfir litlu glasi af góðri saft. Fyllið
glasið með sódavatni. Drekkið gegnum
rör.
„Milk shake“.
Hristið saman eða þeytið í vél saman
2—3 msk. af góðri saft og V2 mjólkur-
glas.
Kaupmannahafnardrykkur.
Hristið saman safann úr 1 sítrónu og
1 appelsínu, 1 barnaskeið af flórsykri
og örlitla eggjahvítu. Sett í meðalstór
glös, sem fyllt eru með sódavatni.
Salöt og sósur
Bananar og agúrkar skorið í sneiðar,
blandað saman við niðurklippt salat-
blöðin. Sósunni hellt yfir. Bíði 1 klst.
Saxaðri steinselju stráð yfir.
Sinnepssósa.
1 msk. sinnep.
2 msk. matarolía.
V2 msk. edik.
% tsk. sykur.
Sinnepi og olíu hrært saman, ediki og
sykri hrært saman við. Hrært vel og
lengi.
Sænskt kartöflusalat.
400 g. soðnar, kaldar kartöflur.
2 laukar.
V2 agúrka.
1 msk. kapers.
100 g. saxaðar, sýrðar rauðrófur.
Sinnepssósa.
2 msk. söxuð steinselja.
Skerið kartöflur, lauk og agúrku í
ferkantaða bita, blandið söxuðum kap-
ers og rauðrófum saman við. Sósunni
hellt yfir. Látið bíða 2—3 klst. Saxaðri
steinselju stráð yfir.
Eggjasósa.
1 eggjarauða.
V\ tsk. salt.
Vs tsk pipar.
3 msk. matarolía.
1 msk. edik.
Hrærið eggjarauðunni með salti og
pipar, bætið olíunni varlega saman við,
hrært vel. Að síðustu er edikinu hrært
út í.
Tómatsalat.
4—6 jafnir tómatar.
1 salathöfuð.
Eggjasósa.
Graslaukur.
Söxuð steinselja.
1 rækjudós.
Tómatarnir skornir í sneiðar, raðað
fallega á salatblöðin, sem mynda eins
og hreiður. Blandið söxuðum graslauk
og steinselju í sósuna, hellt yfir tómat-
ana. Skreytt með rækjum eða humar,
sem má sleppa.
Ostsósa.
1 smurostur.
2 msk. matarolía.
% tesk. paprika.
V2 msk. edik.
Vz tesk. salt.
Hrærið ostinn sundur smátt og smátt
með olíunni og ediki. Hrærið stöðugt.
Blandið kryddinu í, hrærið áfram í 5
minútur.
Hreðkusalat.
3 búnt hreðkur.
Salt.
V2 agúrka.
Ostsósa.
1 salathöfuð.
Söxuð steinselja.
Hreinsið hreðkurnar og skerið þær í
sneiðar, blandað saman við agúrkuna,
sem skorin er í bita. Sett í skál, sem sal-
atblöðunum hefur verið raðað í. Sósunni
hellt yfir, saxaðri steinselju stráð á.