Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 27.06.1962, Blaðsíða 34
hugsaði, því að hann snéri sér við í efstu tröppunni, brosti kalt og sagði: — Þú skalt nú bíða með að sleppa beizlinu fram af þér, þangað til ég er kominn út úr húsinu. Hún beit á vörina og strunsaði burt. í garðinum var alltaf svo blessunarlega kyrrt og friðsamlegt. Engin hreyfing var sjáanleg nema ofurlitlar loftbólur í tjörninni í hvert skipti sem gullfiskur kom upp. Hún settist á tjarnarbarminn og skoð- aði spegilmynd sína í sléttum vatnsflet- inum. Öðru hverju kom gullfiskur og klauf mynd hennar. Henni fannst skrít- ið og skemmtilegt að horfa á sjálfa sig og gullfiskana í vatninu, en jafnframt varð hún gripin ótta. Hún mundi eftir teikningunni, sem sýndi hana, þar sem hún sat undir tré í Afríku. Allt í einu féll skuggi yfir spegilmynd hennar og í sínu eigin andliti sá hún annað andlit! Hún hrökk við og missti jafnvægið og hefði að líkindum fallið í tjörnina, ef hún hefði ekki verið gripin sterkum örmum. Hún starði í dökk og brosandi augu ókunnugs manns. Hann var glæsi- legri ásýndum en nokkur annar mað- ur, sem hún hafði augum litið. — Andartak hélt ég satt að segja, að þér væruð hafmey eða þá ótrúlega fal- legt listaverk, sem sir Richard hefði keypt af sínum alkunna smekk........... Röddin var virðuleg og vingjarnleg og nákvæmlega eins eggjandi og hún hafði búizt við. — Ég .... ég sá yður ekki, þegar þér komuð, byrjaði hún, en hætti og varð hrædd. Hann hrukkaði ennið undrandi og hún hélt strax, að hann hefði séð og hevrt hvaðan hún væri upprunnin. í hendingskasti sleit hún sig lausa og hljóp eins og fætur toguðu inn í her- bergi sitt. f sama bili kom sir Richard út úr húsinu og kallaði á hana, en hún heyrði það ekki. í tröppunum stóð Bruce Glenmore, einn vinsælasti ungi maðurinn meðal hefðarfólksins í Lon- don og heilsaði sir Richard: — Kæri vinur, sagði hann. — Segðu mér strax hvað þú felur í húsi þínu. Ég mætti hér áðan lítilli, rauðhærðri og dásamlegri álfamær, og þegar ég spurði hana hver hún væri, þá bara 34 FÁLKINN starði hún á mig eins og ég væri sjálf- ur djöfullinn — og tók þegar til fót- anna! Sir Richard reyndi að leyna gremju sinni. Þetta var einmitt það, sem hann vildi forðast — að Katrín hitti einhvern af kunningjum hans fyrr en hún hefði lært nógu mikið til að geta umgengizt fínt fólk. — Já, ég skil, þú hefur hitt vesling- inn hana Catherine litlu, sagði hann í léttum tón. — Hún er í stuttu máli fjar- skyldur ættingi minn, sem ég fékk óvænt í höfuðið. Vesalings barnið varð fyrir hræðilegu slysi og stóð uppi mun- aðarlaust. Hún er ekki ennþá búin að ná sér eftir áfallið. Bruce svaraði sumpart í gamni en sumpart í alvöru: — Ef þú kvartar yfir því að fá að hafa hjá þér svona töfrandi fallega stúlku, þá get ég fullvissað þig um, að hver einasti karlmaður í Lundúnaborg vill óður og uppvægur taka af þér ó- makið. Hún er ægifögur, Richard, þú getur ekki lokað augunum fyrir því. — O, þetta er stelpuskjáta, svaraði sir Richard stuttlega. — Hún á margt eftir ólært .... áður en hún getur verið með í samkvæmislífinu. Hún hefur ekki náð sér ennþá eftir slysið, skilurðu. Auk þess verður ekki neitað þeirri hryggilegu staðreynd, að hún er alin upp í Afríku innan um villta svertingja. Ein ómenntuð barnfóstra úr East End hefur víst að mestu leyti annast upp- eldið á henni. — Dásamlegt! Mér fannst einmitt strax eins og hún hefði til að bera töfra náttúrubarnsins, sagði Bruce Glen- more himinlifandi. — Hún var öðru- vísi en það kvenfólk sem maður um- gengst. Já, í stuttu méli sagt: öðruvísi. Ég verð að fá að hitta hana aftur, lof- aðu mér því! Hvað heitir hún? — Catherine Bourne. Faðir hennar var fjarskyldur ættingi minn, svaraði sir Richard og leit fast á vin sinn. Bruce Glenmore kinkaði kolli ann- ars hugar, Bourne........ Hvar hafði hann heyrt þetta nafn nýlega? Ef til vill þekkti hann einhvern, sem kannað- ist við þessa dásamlegu stúlku. Upphátt sagði hann: — Eftir þrjár vikur mun gamla frænkan mín, hún lafði Channing, efna til dansleiks. Þér verður að sjálfsögðu boðið eins og venjulega. Og svo sann- arlega skal ég sjá um að ættingjanum þínum verði boðið líka. Sir Richard kinkaði kolli, en var bersýnilega mjög hugsi og áhyggju- fullur. Og á leiðinni í bæinn veitti vin- ur hans því eftirtekt, að hann hélt ekki uppi fjörugum samræðuum eins og hann gerði ævinlega. Hvorgur þeirra hafði séð litla veru gægjast bak við gluggatjöldin. Katrín stóð við gluggann og horfði á eftir vagn- inum, unz hann hvarf úr augsýn. Hver skyldi hann vera, þessi vinur sir Richards? Hún roðnaði af skömm þegar hún hugsaði um, hversu hlægileg framkoma hennar hlaut að hafa verið í hans aug- um. Guð minn góður, kenndu mér að vera öðruvísi en ég er, bað hún og þrýsti heitu enninu að kaldri glugga- rúðtmni..... (Framhald í næsta blaði). 6 eigiiimeiin. Frh. af bls. 17. framleiðandanum, og nú er þess varla að vænta, að hún birtist aftur á hvíta tjaldinu. Hún hefur hugsað sér að reyna að leika á Broadway, og ef til vill get- ur hún skapað sér einhverja framtíð þar. „Atómsprengjan“ er sprungin og er nú ekki hættulegri en stjörnuljós, en samt, — enginn veit hve mikið hún á eftir. Sjónvarpsþáitnriim Frh. af bls. 19 eftir að njóta veru yðar hér í Lundúna- borg, hr. Davenant. Það er borg undra- verkanna. í gistiherbergi sínu íhugaði Mike, hvort ekki væri hægt að komast hjá því að hitta ungfrú Fitzgerald í salnum á gistihúsinu. Hann sá fyrir sér kulda- legt augnaráð skrifstofumannsins, ó- skammfeilnar augnagotur lyftudrengj- anna og spurninguna í augum aðstoðar- framkvæmdarstjórans, þegar ungfrú Fitzgerald, of förðuð og of máluð í andliti, íklædd himinbláum silkikjól með fjaðraskrauti, sigldi inn í salinn og spyrði um hann á háværri cocney- mállýzku. Auðvitað hafði það ekki svo mikið að segja, hann þekkti engan í Lundúnum. Og hvað sem öðru leið, þá gat enginn sagt að Mike Davenant væri raggeit.. . eða broddborgari. Hann hafði amerískt blóð í æðum og hvorki vildi né myndi fara að líta niður á nokkurn mann. Hann ákvað að snæða miðdegisverð- inn í herbergi sínu, ef ske kynni að þessi Fitzgerald-kvenmaður kæmi snemma. Og í rauninni hlakkaði hann bara til að sjá vesalings gamla M. Fitzgerald. — Mér skilst, heyrði hann sjálfan sig segja við viðkvæman skugga hins fyrrverandi hrausta stigamanns, — að þér séuð notaðir sem verkfæri í höndum þessara samvizkulausu og gráðugu ættingja yðar, sem reyna að hagnast á yður á svívirðilegan hátt. En þeim skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Ég mun koma því þannig fyrir að þeir fái ekki einn einasta skilding, en að þér aftur á móti njótið vetrardaga lífs yðar í sólbakaðri veröld. Mike sá þetta allt fyrir sér. SVARTI RISINN rétti honum orðlaus hönd sína og segði síðan í hálfum hljóðum: — Þakka yður fyrir, drengur minn. Og skilaðu kveðju til þeirra þarna í Nevada frá SVARTA RISANUM. Einhvers staðar í fjarska ómuðu lúðr- Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.