Fálkinn


Fálkinn - 27.03.1963, Síða 31

Fálkinn - 27.03.1963, Síða 31
lampans og neytir síðustu krafta til að rétta úr stórgerðum, langþjáðum lík- ama sínum. — Nei, hann varð þar ekki eftir, hann faðir þinn! Hann brauzt út í heiminn, í dagsljósið, iit í lífið. Það ert þú, sem brauzt ok hans.“ En hún þagði í einhvers konar beizkri og hamingjusamri lotningu fyrir hinu einkennilega furðuverki þessa drengs og snjókarlinum hans. — Haltu áfram, Mínaéff, — sagði hún hljóðlega. — Þú hefur enn tíma ... Vera ívanovna sneri aftur til barn- anna, sem umkringdu hana þegar í stað með háværum hrópum: — En sópurinn? Hvernig er með hann? . .. Hver á að fá sópinn? . .. — Hvaða sóp? — spurði hún og vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. — Þennan hérna! — sagði Pankoff, drengur með skærum, björtum augum, og rétti henni gisinn birkigreinasóp. Nú, auðvitað, hún hafði alveg gleymt því! Hreingerningakonan hafði gefið þeim þennan sóp sem verðlaun fyrir bezta snjókarlinn. — En hvar fáum við skaft á hann? Beint, sívalt skaft kom sem töfrað upp úr jörðunni. Vera ívanovna tók það og festi við sópinn. Leiðinlegt og heimskulegt! Auðvitað var sópurinn einskisvirði, en samt var hann verðlaun. Það væru helgispjöll að gefa hann Mínaéff. Sópur var einmitt fyrir snjókarla og kerlingar með gulrót- arnef, kolaaugu og rauðan silkimunn. Vera ívanovna snevi sér við. Mínaéff mótaði snjóinn með höndunum, annars hugar, í þungum þönkum og með hams- lausum ákafa, þjappaði hann með hnef- unum, skóf hann til með handarjaðr- inum. Henni létti og hún fann til þakk- lætis, þegar hún skildi, að Mínaéff þurfti alls ekki á þessum lítilfjörlegu verðlaunum að halda. Allir sem einn voru snjókarlarnir digrir á að sjá, með stór augu, nef og varir, allir gerðir af sömu viðleitni og smekkleysi. Vera ívanovna hikaði ör- lítið og tróð síðan sóflinum við hlið hæsta snjókarlsins, sem tveir hávöxn- ustu strákarnir í hópnum höfðu hnoðað. — Alveg rétt! ... — hrópuðu, hlógu og glöddust börnin. ,,En ég þekki þau alls ekkert, — hugs- aði Vera ívanovna. — í dag uppgötvaði ég Mínaéff, nú, en hin? Þau móta illa, en þau geta gert eitthvað annað ágæt- lega og með innblæstri, eitthvað, sem ég veit enn ekki um, og þau sjálf ekki heldur. Núna hafa þau snjó í höndun- um, plastleir, blýanta, kubba og tré- búta. — Það er næsta lítið! Sú kemur tíð, að þau hafa öll efni til sinna um- ráða, öll öfl náttúrunnar, allar víðáttur jarðarinnar og alheimsins, öll orð og öll hljóð. Og hver veit hvað þau eiga eftir að skapa! Verið getur að Gúsakova með freknurnar sínar syngi söng, sem heimurinn hefur aldrei áður heyrt, en Pankoff telji allar stjörnurnar á himn- inum ... að Bérjozkín sýni af sér hina æðstu gáfu, gáfu fullkomins góðleika; hann mun hjálpa öllum. Allir menn jarða'rinnar munu venjast því, að senda honum skeyti, þegar þeir verða fyrir óhamingju: „Moskva, Bérjozkín. Gerðu svo vel að koma til hjálpar...“ Vera ívanovna brosti, skellti saman lófunum og hrópaði: — Krakkar, nú förum við heim! Börnin mynduðu röð, tvö og tvö saman. Allt um kring stóðu snjókarl- arnir með rauð nef, hárauðar varir og blikandi svört augu. Börnin horfðu á þá allt um kring, það var svo leiðinlegt að þurfa að skilja við þá. Mínaéff skip- aði sér í röðina við hlið Gúsakovu. En hann horfði ekki í kringum sig. Á dökk- leitu andliti hans hjaðnaði dökkur roð- inn, augnaráð hans var enn fullt af dimmri áreynslu. — Það kom ekkert út úr þessu hjá mér! ... — sagði hann og bandaði hend- inni til Gúsakovu og fór að hjálpa henni að koma fyrir undir kápukraganum mjórri rauðri fléttu, sem vildi ekki tolla undir honum. (1960). Kæri Astró. Viltu lesa fyrir mig í stjörn- urnar um framtíð mína. Hvernig er skapgerð mín? Ég er ekki mikið fyrir að skemmta mér, en mér finnst dásamlegt að ferðast. Á ég eftir að ferðast eitthvað að ráði? Hvernig er afstaða mín gagnvart karlmönnunum? Hvnær giftist ég? Eignast ég mörg börn? Ég vinn úti. Á ég eftir að vinna lengi úti? Ég vona að þetta birtist sem fyrst. Gjörið svo vel að sleppa fæðingardegi, stað og stund. Með fyrirfram þökk. Dóra. Svar til Dóru. Um skapgerð þína er það að segja að allt bendir til þess að þú sért mjög dreymin, þar eð sól var í merki Fisk- anna þegar þú fæddist. Einnig er Neptún á hinni rísandi gráðu við fæðingu þína. Það er því ekki að undra þó að þú þráir öryggi heimilisins svo þú getir byggt þínar skýjaborgir í næði í stað þess að standa í brauðstritinu. Þetta er þó ekkert til að vera miður sín út af, fjöldi fólks er þannig, einfaldlega sakir þess að það er betur fallið til að starfa í heimi ímyndunaraflsins held- ur en í hinni bláköldu veröld hinna sex skynfæra. Þess vegna eru mörg skáld fædd hér og listamenn. Þar af leið- andi ertu heldur ekki mikið gefin fyrir þær skemmtanir, sem almennt tíðkast, en mund- ir vafalítið njóta þín í hópi trúarlegrar samkomu eða ein- hvers andlega hugsandi hóps. Ég er ekki frá því að þú eig- ir eftir að ferðast talsvert og ýmislegt bendir til þess að á mörgu kunni að ganga á ferð- um þínum. Áhrifaár í þeim efnum er þegar þú ert 21 árs, 32 ára, 37, og frá 47 til 50 ára. Merki Fiskanna á geisla sjöunda húss markar afstöðu þína gagnvart karlmönnun- um. Merki Fiskanna hér bendir venjulega til þess að fólk geri sér of háar vonir í sambandi við giftinguna og að þær hugmyndir sem myndast hafa um tilvonandi maka séu oft þess eðlis að þær séu utan og ofan við raunveruleikann. Hinn tilvonandi maki er þann- ig alls ekki jafn mikill maður og skýjaborgirnar höfðu gert hann að. Af þessu leiðir það að þér er mjög nauðsynlegt að kynna þér alla kosti og lesti þeirra pilta, sem þú hef- ur áhuga á, því að öðrum kosti verðurðu fyrr eða síðar fyrir vonbrigðum þegar þú dag einn uppgötvar sannleikann í hinum margvíslegustu mál- efnum, sem til greina koma. Venjulega er það merki sem fellur á geisla sjöunda húss manns, einnig sólmerki maka manns eða í þínu tilfelli merki Fiskanna, sem stendur frá 20. febr. til 20. marz, eins og þér er vafalaust kunnugt um þar eð það merki er sólmerki þitt. Einnig eiga þeir, sem fæddir eru undir merki Kabbans vel við þig en það merki stendur frá 22. júní til 23. júlí; einnig þeir, sem fæddir eru undir merki Sporðdrekans eða frá 24. okt. til 22. nóv. Þessi merki bæði eru draumræn og tilfinninga- næm eins og merki þitt og ríkur skilningur væri því fyr- ir hendi fyrir tilfinningum hvors annars. Þessi afstaða bendir venjulega til að gift- ing kunni að dragast nokkuð jafnvel fram undir þrítugt. Ráðandi pláneta þarna er Júpíter í níunda húsi og bend- ir það til þess að ástakynni þín verði fjarri bernsku átt- högum þínum og ef til vill er- lendis. Þú munt vinna úti að mestu fram að giftingu. Horfur eru á að þér verði all vel til barna og að þau verði allt að fjögur. Sólin hér bendir oft til þess að afkom- andi manns einn eða fleiri komizt til mikillar mannvirð- ingar. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.