Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Side 24

Fálkinn - 11.09.1963, Side 24
phaedi^a iitur í framkværad að leiða mig að honum. Ég beið eftir, að Anna og barn- ið færu inn, svo sneri ég mér við og ætlaði að þakka honum fyrir, en áður en ég gat séð almennilega, var hann farinn. Við ókum þögul eftir yfirgefnum strætunum. Dimitri litli teygði úr sér í kjöltum okkar Önnu og svaf vært, hin hvíta, gamla hönd hennar hvíldi verjandi á höfði hans. Þegar við komum að húsi föður míns, voru ljósin slökkt. Bílstjórinn barði og barði, og að lokum opnaði einhver hurð- ina og þunn rák daufrar ljósbirtu skein út. Ég steig út úr bílnum og gekk upp og hratt hurðinni upp. Eftir augnablik varð uppnám og þjónar, sem höfðu klætt sig í flýti, umkringdu Önnu og barnið. Ég var á leið til svefnherbergis föður míns, en ég stanzaði og tók Dimitri úr fangi Önnu, og byrjaði að ganga upp stóra stigann að herbergi hans. Allur heimurinn virtist riða eins og hann væri drukkinn um leið og ég gekk upp breið- an stigann, varlega og með erfiðismun- um. Dimitri litli hreyfði sig dálítið og flutti þunga sinn til á handleggjum mín- um. Hann virtist mjög þungur. Er við komum upp, var faðir minn þar. Hann var í austurlenzkum slopp, og silfurgrátt hár hans var uppýft um höfuð hans og gaf honum útlit austur- lenzks dvergs. Ég brosti til hans og sinnti engu áhyggjufullum spurningum hans og gekk til herbergis hans. Þar meðal hinna yfirborðsmiklu skugga hins stóra svefnherbergis með hið stóra tvöfalda rúm, sem var með sængurhimni, en þangað klifraði ég, þeg- ar ég var lítil og fannst jafnvel trétröpp- urnar ónógar vegna hæðar rúmsins, þnr sem brjóstmynd móður hinnar hékk yfir skreyttri eldstónni og helgimyndin glóði eilíflega í horni, þar setti ég sof- andi barnið og settist niður og fól and- litiS í höndum mér. Eftir skamma hríð tók heiniurinn aft- ur á sig eðlilega mynd. Ég fékk heitan drykk, og ég var færð úr fötunum, og ég var klædd í gamlan glitofinn slopp, sem ég þekkti að var af móður minni. Áður en leið á löngu, gat ég séð og hugsað og brjálæðiskennd ringulreið síðustu klukkustunda sjatn- aði. Þegar Dimitri gamii kom aftur í her- bergið, var hann þögull og hógvær og spurði engra spurninga. Hann gekk yf- ir að stóra rúminu og horfði á barnið, sem svaf þar og hélt um gulu kaníuna sína, steinsofandi á hinum stóra rauða satínfleti. ,.Pabbi,“ sagði ég meðan hann sneri 24 FÁLKINN enn í mig bakinu, „þú verður að hjálpa mér. Enginn annar getur það.“ Hann sneri sér hægt við, og dauft ljós- ið skein á andlit hans, og ég sá hve gam- all og áhyggjufullur hann leit út, og kvalastingur stöðvaði mig og lét mig velta því fyrir mér, hvort ég væri ekki grimm, ef ég léti hann bera hina hræði- legu byrði játningar minnar. Hugsun- in var kvalafull og ég forðaðist það fljótt. ' „Þau ætla að gifta Alexis og Ercy, pabbi. Gerðu það, stöðvaðu þau.“ Ég ákvað að útskýra eins vel og ég gæti, en láta hann ekkert vita um sannleik- ann. Hann kom nær og settist niður. „Al- ixis og Ercy, ha?“ Augu hans hvíldu á höndum hans, sem hann neri saman þurrlega eins og alltaf, þegar hann ein- beitti sér. „Alls ekki svo slæm hug- mynd . . . Thanos er ekkert fífl . . .“ Svo leit hann upp. „Hversvegna viltu að ég stöðvi þau? Það er góð hugmynd. Satt að segja fell- ur hún mér í geð. Það mun gera Kyril- isfólkið —“ „Nei, pabbi, nei! Þú mátt ekki leyfa það. „Ég hristi höfuðið hratt og leitaði að orðum og hreyfingin særði mig eins og heili minn væri í kassa með gömlum nöglum í. „Gerðu það, pabbi — geturðu ekki séð, að þetta er mikilvægt fyrir mig ... Ég skal aldrei biðja þig annarrar bónar. Ég lofa, ég lofa, að ég skal hindra Than- os í að gefa Alexis of mikið — en gerðu það, stöðvaðu þau Ef Thanos skortir nýtt fé, getur þú gefið honum, geturðu það ekki, gerðu það, mín vegna?“ Hann byrjaði að svara, en á því augna- bliki vaknaði Dimitri litli grátandi. Hann settist upp, yfirgefin lítil ögn í risastóru rúminu, nuddaði augun og kallaði: „Mamma, mér líkar ekki hérna! Mamma, við skulum fara!“ Við gengum bæði til hans og hann hélt sér ofsalega í mig og kjökraði dá- lítið, meðan afi hans strauk honum um kollinn. „Ætlarðu ekki að hjálpa mér, pabbi?“ bað ég hljóðlega yfir höfði barnsins. Hann hélt áfram að strjúka hið litla, hrokkna höfuð, og ég var viss um, að hann myndi ekki neita mér. Frá allri persónu hans stafaði verndandi ást, ó- spurulli ást, hann var lítill en kraftmik- ill. „Kysstu mig,“ sagði hann við barnið og hjarta mitt þandist út, þar sem ég vissi, að mestu erfiðleikarnir voru úr sögunni. En Dimitri yppti öxlum reiðilega og faldi andlit sitt dýpra 1 barm minn. a CL> ^ ‘ g ^3 . c % s 'Cð ^ ‘ 53 OJ -C 3 XO * -c <v > '<U __ fl V3 bo c Cö L3 t/i v n C .C -C >to jy Sm ---1 <U - . c ■fc'n W3 A<í Tsl op c s- -C* C c <u c C > Ú g J J s- XO r—« 'iH C -Q r—t JC s- ' C CC G ^ 5t> XO :0 eð VJ C SfO ^3 a SfO ^ c ns . . 3 «2 Z* N uj _oo «3 -b ■ S. fl. us S . V <U </) Cu - Gamli maðurinn rétti úr sér og sagði: „Þessu barni líkar ekki við mig.“ Rödd hans var eins nöldursöm og rödd dóttur- sonar hans, e fhann vissi það bara. „Hann dáir þig,“ sagði ég óþolinmæð- islega, en minntist annars óheppilegs tækifæris eða kannski tveggja, þar sem barnið hafði duttlungafullt hafnað ást, sem gamli maðurinn sýndi því. „Mér líkar ekki hérna,“ pípti hann aftur, í þetta sinn var hann ekki grát- andi, hljómaði spilltur af of miklu dá- læti og kröfuharður. „Jæja, pabbi, ætlarðu að hjálpa mér?“ Ég starði gegnum myrkrið og reyndi að lesa svipinn í augum hans. „Það, sem Thanos er að byggja, er mjög stórt, barn. Ég skil þig raunar alls ekki. Um daginn komstu til mín og baðst mig að valda ekki Thanosi tjóni; jafnvel þótt sonur þeirrar útlendu hlyti allt. Nú þegar leið hefur verið fundin , til að gera öllum til hæfis — meira eða minna — þá kemur þú til mín aftur og segir að ég verði að stöðva þetta líka .... Ég get ekki skilið þig, Phaedra. i Þú hefur verið mjög undarleg í seinni tíð. Er eitthvað í ólagi milli þín og Thanosar?" Ég lét höfuð Dimitri síga á rúmið og hann féll aftur í djúpan svefn, andar- dráttur hans var óreglulegur og dálitið stynjandi. „Nei, pabbi, það er ekkert í ólagi milli Thanosar og mín.“ Ég sagði þettd mjög þreytt andlega, stóð upp og gekk í áttina til hans. Hann settist aftur, og ég gekk að speglinum í staðinn og horfði í hann. Andlit mitt var hræðilegt, ná- fölt og önnur augabrúnin máluð ölvun- arlega þverari en hin. Eyðilegging hins hræðilega ferðalags var rist á það. Ég

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.