Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 4
Með Jerry Lewis Það er rétt hjá ykkur hann heitir Jerry Lewis og það er sagt langt í frá að vinsældir hans fari minnk- andi. Hér sjáum við hann í þremur gervum og svo er alvörumynd af honum í horninu til vinstri. Það var einhver að segja okkur um daginn, að þeim fjölgaði stöðugt á landi hér sem segðu skilið við sígaretturnar og tækju sér pípu í munn. Ekki vitum við sönnur á þessu, en birtum mynd, öllum nýliðum í pípu- reykingum til viðvörunar, og raunar hinum Iengra komnu líka ef þeir ekki vissu. Menn eiga sem sagt að muna eftir að skafa innan úr pípu- kónginum og passa að hann verði ekki of þykkur því annars getur farið cins og myndin sýnir. Fats Domino Þessi á myndinni heitir Fats Domino og hefur stundum látið til sín heyra í óskalagaþáttum Ut- varpsins því hann á marga aðdá- endur hér. Það fylgir þessari mynd, þaðan sem við tókum hana, að Fats væri við góða heilsu og hefði verið að spila inn á nýja plötu, en ekki var tekið fram hvað lögin hefðu heitið. Væntanlega ciga þau eftir að heyrast hér. Ella Fitzgerald í vor sem Ieið var mikið um það rætt að Ella Fitzger- ald væri væntanleg hingað á þessu sumri og báru margir mikla tilhlökkun í brjósti vegna þeirrar heim- sóknar. Ekki vitum við hvað líður heimsókninni en gaman væri að fá að sjá hana á sviði hér í Reykjavík. Og með þeirri ósk birtum við þessa mynd af Ellu sem við rákumst á í erlcndu blaði fyrir skömmu. Og tilefnið: Þeir voru að tala um hvað hún héldi sér vel gamla konan. 4 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.