Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 39
Kalli Framhald af bls. 25. beizklega, „en nú er hann ágæt- ur hjálparmaður, litli snáðinn, þótt það séu eðlilega dálítil frávik frá Því einstaka sinnum enn þá.“ „Lalli er vanur að laga sig fljótlega að hlutunum,11 sagði ég. „Það hafa sennilega verið áhrif frá honum Kalla.“ „Kalla?“ „Já,“ sagði ég og hló. „Það hlýtur að vera erfitt hjá yður að hafa þennan Kalla í bekkn- um.“ „Kalla,“ sagði hún aftur. „Það er enginn Kalli í öllum skólanum ...“ Efnin sem breyta Framhald af bls. 21. Ég lá langa stund og elskaði þetta tré. En ekki bara tréð. Ég snéri mér að konu minni, tók hana í fangið og kyssti hana hveð eftir annað. Hún var eitt sólskins- bros, við höfðum verið gift í fjöldamörg ár.“ Það er meskalínið í ástar- kaktusnum, sem hefur þessi undraverðu áhrif á manninn. Það er þó 7000 sinnum veikara en LSD, sem framkallar svipuð áhrif. LSD hefur það einnig fram yfir meskalín, að það hef- ur lítið af slæmum hjáverkun- um eins og til dæmis uppköst- um og vanlíðan í byrjun. LSD er eins og meskalínið unnið úr jurt, úr korndrepi, sem er svört sveppategund, sem lifir á korni. Það er nú mikið notað við rannsóknir á sálar- lífi og heilastarfsemi mannsins. Erfitt er að útvega sér það, því haft er strangt eftirlit með notkun þess. Fólk sem vill fá Blaðid DAGUR er' víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. f BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskritasími 116 7. að gæjast inn í nýja heima með aðstoð þess, notar þó ýms- ar aðferðir til að ná í það. Þetta varð blómasala einum í San Francisko ljóst, þegar hann upp- götvaði það, að sala á ákveðinni tegund af fræjum hafði fimm- tíu-faldast. Þetta voru fræ af blómi einu, sem kallað er Morning Glory. Blómasalinn skildi ekkert í hinni auknu sölu og vildi kom- ast að hinum raunverulega sannleika í málinu. Hann spurði því næsta kaupanda, hvers vegna harin vildi fræin, og fékk þetta svar: „Veiztu það ekki, maður. Þú kemst í stuð af þeim.“ Það kom síðar í Ijós, að í fræjunum er efni, sem ekki er ósvipað LSD. Þarf að éta frá 50 til 500 fræ til þess að verða fyrir áhrifum, sem vara fimm til átta tíma. Bandarísku yfir- völdin hafa nú byrjað rann- sókn sina á m; Vnu, sem getur endað með sölubanni á þessum fræjum. Það er nefnilega ærin ástæða að hindra að þessi efni komist í almenningshendur. Þau eru það nýuppgötvuð, að vísinda- menn hafa ekki hugmynd um, hvaða aukaverkanir þau geta haft. Það hefur heyrzt, að í Bandarikjunum rísi nú upp sér- trúarflokkar, sem noti LSD og svipuð efni við trúarathafnir sínar. Koma þá meðlimirnir saman á ákveðnum dögum og neyta efnanna, sem þeir álíta vera af guðlegum uppruna. Er ómögulegt að segja, hvað getur skeð á slíkum samkomum. Efn- in geta nefnilega haft gagn- stæð áhrif. í staðinn fyrir vel- líðan og magnaða ást, geta þau framkallað vanlíðan og aukið hatur. Það fer mikið eftir innræti neytendanna sjálfra, hvernig áhrifin verða. Séu þeir að eðlis- fari í góðu jafnvægi og beri góðan hug til annarra, verða efnin til þess að auka þær kenndir. Séu þeir hins vegar rótlausir og í andstöðu við mannfélagið, geta þeir orðið að samvizkulausum níðingum. Það má segja, að það sem efnin geri, sé aðeins að auka allar kenndir og allt hugarfar manns- ins. Þetta á ekki aðeins við eðlis- far mannsins, heldur einnig við hugarástand hans, þegar hann neytir efnanna. Hann ætti aldrei að éta þau, þegar hann er í slæmu skapi eða óánægður á einhvern hátt. Vísindamenn vita ekki á hvaða hátt hinir „efnafræðilegu hugarbreytar" hafa áhrif á heil- ann. Það er eðlilegt, þar sem þeir hafa enn ekki hugmynd um, hvernig hinn ótrúlega fjöl- hæfi mannsheili starfar í heild. Heilastarfsemin er þó rannsök- uð á allan hugsanlegan hátt, svo ekki líður líklega á löngu þar til leyndarmáli hans verður Ijóstrað upp. Þeir hafa komizt að því, að heilinn starfar bæði á raffræði- legan og efnfræðilegan hátt, og virðist hinn efnafræðilegi vera jafnvel sá þýðingarmeiri. Til dæmis má benda á, að þegar heilinn sendir rafstraum eftir taugum til vöðvanna í þeim til- gangi að láta þá draga sig sam- an og vinna, þá er það ekki raf- straumurinn sjálfur, sem setur vöðvana á stað, heldur efni að nafni acetylcholin. Acetylcholin ásamt mörgum öðrum efnum hafa verið upp- götvuð í heilanum, þar sem þau gegna einhverjum hlut- verkum. Virðast þau helzt starfa sem sérstakir boðberar á milli taugafruma. Tauga- frumur í miðstöðvum heilans eru nefnilega aldrei í algjörri snertingu innbyrðis, og það veldur því, að þegar þær senda taugaboð til annarra fruma, verða hinir efnafræðilegu miðl- ar brúa bilið milli þeirra. Það fer eftr magni og „consentra- tion“ efnanna hve vel þeim tekst að gegna þessu hlutverki sínu. í tveim greinum, sem ég hef skrifað og' birzt hafa í Fálkan- um, undir fyrirsögnunum „Dá- leiðsla er dularfull“ og „Minni manna“ minntist ég á kennigu mína á starfsemi mannsheilans. Kalla ég heilategund þá, sem ég álít að maðurinn hafi, P.P- heila. Er hann í frumatriðum samsettur úr efri og neðri heila. Neðri heilinn tekur á móti öll- um skynjunum frá umhverfinu, og sendir þær síðan til efri heilans til úrvinnslu. í neðri heilanum eru einnig allar skynj- anir skráðar og allar minningar geymdar. Þegar hann því send- ir skynjanir frá umhverfinu til efri heilans, sendir hann auk þess ýmsar minningar, sem eru á einhvern hátt tengdar því, sem er að eiga sér stað. Með aðstoð þessara minninga skilur efri heilinn, sem vinnur á tölfræðilegan hátt, hvað um er að vera, og ákveður hvort maðurinn eigi að gera eitthvað: svara, ef hann er spurður, hlaupa í burtu, ef hann er í hættu, og svo framvegis. í P.P.-heilanum fer það eftir „concentration“ sérstakra efna- fræðilegra miðla, hve mikið af skynjunum og minningum ast til efri heilans. f svefni er „concer.trationin lítil, svo efri heilinn, sem hefur að geyma meðvitundina, liggur aðgerða- laus. Sama er að segja um dá- leiðslu. Þá eru minningarnar svo fáar, sem efri heilinn fær sendar ásamt skynjunum, að hann dregur oft rangar álykt- anir. Þar sem hann vinnur á tölfræðilegan hátt skynjar hann aðeins það, sem hann fær sent frá neðri heilanum. Ef hann tekur á móti: „Þú sérð kött“ ásamt fáum öðrum upplýsing- um, „sér“ hann kött í orðsins fyllstu meikingu, jafnvel þótt enginn köttur sé til staðar. Vísindamenn hafa nú upp- götvað, að efni eins og LSD og meskalin hafa áhrif á og breyta magni og „concentration“ ace- tylcholiusius og annarra efna sem starfa sem miðlar í heila- starfseminni. Þar með er fundin skýringin á, hvernig hinir „efnafræðilegu hugarbreytar“ verka á heilann, þótt vísinda- menn viti ekki enn af hverju þeir breyta hugarástandi mannsins. Ef mannsheilinn er P.P.-heili, verður það þó skiljanlegt. í grein minni um dáleiðsluna sýndi ég fram á, að minnkuð starfsemi neðri heilans gat or- sakað aukin afköst mannsins, allt að 60%. Þegar efri heilinn fær færri upplýsingar og minn- ingar til þess að vinna úr, verS- ur hann fljótari að því og evk- ur það hraða allra verknaða. Einbeitingin verður þá oftast miklu meiri, þar sem minna af truflandi minningum og skynjunum berast til hans. Þetta skapar jafnvægi og sjálfs- traust, sem kemur fram í auk- inni vellíðan og jafnvel ást. Öll hugarstarfsemi mannsins verð- ur einfaldari í sniðum, og meira rúm og tími fer í hverja einstaka skynjun og hugsun, sem á þann hátt geta magnazt af sjálfu sér. Maður í venjulegu vöku- ástandi á oft erfitt með að halda sér við sömu hugsanirn- ar. Það eru alltaf einhverjar nýjar hugsanir, sem eru að skjóta upp kollinum í huga hans. Reyndu að framkalla í huga þér mynd af einhverjum vini þínum. Þú getur aðeins haldið henni í stuttan tíma, því venjulegast fjarlægist hún og önnur kemur í staðinn. Reyndu svo aftur, þegar þú ert alveg aþ sofna. Þá mun þér ganga miklu betur að halda myndinni. Þegar þú ert alveg að festa Framhald á næstu síðu. 39 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.