Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 11
uwiuenaa og útskýrt hvað er sameigin- legt með þeim?“ „Já, herra, ég get gert það. Ég hef fundið sex samsvarandi atriði." ,,Viljið þér taka þennan stíl og benda á þau á myndunum?" Tragg lautinant benti á þessi samsvar- andi atriði. „Gátuð þér gert yður hugmynd um ald- ur og kyn hins framliðna?“ „Hæglega. Þetta er lík af konu lítið yfir tvítugt." „Funduð þér nokkuð annað nálægt konulíkinu, Tragg lautinant?“ spurði Burger. „Við fundum skammbyssu, hlaupvidd 38 og í henni eina tóma patrónu og fimm hlaðnar. Þetta var Smith and Wesson með tveggja tommu hlaupi, númer 048809.“ „Prófuðuð þér síðan þessa byssu í skot- færarannsóknardeildinni?" „Ég gerði það.“ „Og hvað funduð þér?“ „Tilraunakúlurnar og banakúlan höfðu sams konar rákir. Þeim hafði verið skotið úr sömu byssu.“ Tragg lautinant sýndi ljósmyndir af banakúlunni og tilraunakúlunum, og með samþykki Masons voru þær lagðar fram sem gögn í málinu. „Þér megið gagnspyrja,“ sagði Hamil- ton Burger snöggt. Mason gekk til vitnisins. „Tragg laut- inant, var líkið sem þér funduð af Dorrie Ambler?“ Tragg lautinant hikaði. „Ég held það.“ „Ég hef engan áhuga á hvað þér haldið,“ tók Mason fram í. „Ég vil vita hvað þér vitið. Var líkið af Dorrie Ambler eða ekki?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Tragg. „Þér funduð ekki nægilega margt sam- eiginlegt með fingraförunum til að sanna það ótvírætt?“ „Tja. .“ „Verið hreinskilinn, lautinant," tók Mason fram í. „Það þarf að minnsta kosti tólf samsvarandi atriði til að þekkja mann örugglega af fingraförum, er það ekki?“ „Nei, það er ekki rétt,“ sagði Tragg. „Við höfum mörg dæmi þess, að það hafí verið sannað með færri atriðum." „Hversu mörgum?“ „Tja, stundum eru níu eða tíu atriði nægileg.“ „Þér teljið ekki sex atriði nægilega mörg til að sanna verund manns af eða á?“ „Ekki ein út af fyrir sig. Auðvitað kem- ur fleira til. þegar hafðar eru í huga lík- urnar, sem sex sameiginleg atriði fingra- fara veit, þar sem ókleift reyndist að ná alveg skýrum fingraförum, þegar höfð er í huga húsaleigukvittun Dorrie Amblers, þegar líka er hafður í huga lykillinn að íbúð hennar, veski hinnar látnu, þegar aldurinn er athugaður, kynferðið, stærðin, hárliturinn, og allt þetta er lagt saman, þá eru komnar mjög sterkar stærðfræði- legar líkur.“ ' „Alveg rétt, þér hafið mjög sterkar stærðfræðilegar líkur fyrir verund hinnar látnu. Samt getið þér ekki fullyrt, að líkið sé af Dorrie Ambler.“ „*jg get ekki svarið það skilyrðislaust, nei, herra.“ „Þetta nægir,“ sagði Mason. Flint dómari sagði: „Nú verður gert réttarhlé þangað til i fyrramálið klukkan níu. Þangað til verður ákærð höfð í gæzlu- varðhaldi, og kviðdómendurnir skulu ekki ræða málið sín á milli né láta viðgangast, að það sé rætt í návist þeirra.“ Flint dóm- ari reis á fætur og gekk út úr réttinum. Þegar Mason var aftur kominn í skrif- stofu sína, gekk hann um gólf, en Della Street fylgdi honum með augunum, kvíðin á svip. „Della,“ sagði hann, „náðu í Pál Drake í símann og segðu honum að ég þurfi að fá vitneskju um allt, sem lýtur að banka- ráninu í Santa María. Láttu hann senda mann þangað flugleiðis. Maðurinn þarf að vera kominn aftur áður en rétturinn verð- ur settur i fyrramálið. Segðu honum að horfa ekki í kostnaðinn. Segðu honum líka, að afla mér ýtar- legra upplýsinga um óupplýst rán milli San Francisco og Los Angeles bæði fimmta og sjötta september. Hann getur byrjað að safna þeim saman með því að hringja í lögreglustjóra bæjanna." „En líttu nú á,“ sagði Della Street, „þú getur ekki gengið framhjá framburði Jaspers um byssuna og öll samtölin og staðinn sem líkið fannst, nema þú...“ „Morðið á Dorrie Ambler kemur þessu máli ekkert við,“ sagði Mason, „nema kvið- dómurinn trúi að Mínerva hafi sagt þeim að myrða hana. Ef ég get gert það atriði tortryggilegt, þá er auðvelt að rífa fram- burð Jaspers í tætlur. Dauði Dorrie Amb- lers kemur málinu ekkert við, nema hún hafi sagt þeim að myrða hana. Jafnvel þó að Mínerva Minden hefði orðið Dorrie Ambler að bana, mundi það ekki snérta þetta mál, nema að svo miklu Teyti sem það staðfesti frásögn Jaspers, og ef hann lýgur því að honum hafi verið sagt að myrða Dorrie Ambler, þá gæti hann líka logið um morðið á Billings." Della Street hristi höfuðið. „Þú getur aldrei talið kviðdómi trú um það. Hann Framhald á bls. 28 Síðasti lilnti hinnar spennandi framhaldssögn eftir Earle Stanlej Gardner fXlkinn 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.