Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 26
Svo datt mér það í hug, að hversu mjög sem ég þráði hann, þá ætti ég eiginlega að vona, að hann kæmi ekki heim fyrr en ég gæti sagt honum það í sannleika, að ég myndi ekki eignast neitt barn. Ég velti því fyrir mér, hvort hann gæti séð á mér, að það væri ekki allur sannleikurinn. Ég hallaði mér og lá þar í myrkrinu, sem aðeins var lýst af gasloganum. Ég hugsaði mér, hve indælt það yrði, þegar það væri afstaðið og ég þyrfti ekki að vera óróleg lengur. Ég hugs- aði um það, hvar Toby væri. Hann hafði verið í burtu í þrjá- tíu og sex tíma núna. Ég hugsaði um, hve fallegt það hafði verið af honum að sitja við hlið mér alla nóttina og að ég hafði farið án þess að segja honum, að ég elskaði hann. Elskaði ég hann? Ég var ekki viss um það. Það liktist ekki neinni tilfinningu, sem ég hafði borið í brjósti fyrr. Það eina, sem ég vissi, var, að mér fannst ég helguð honum. Greiparnar voru spenntar yfir magann og gegn vilja mín- um fóru þær að rannsaka og þukla líkama minn varlega. Kúlan hafði enn ekki neina á- kveðna lögun — ég gat látið hana hverfa með því að draga inn magann. Svo óþroskuð vera — nei, ekki einu sinni vera, af mínu eigin holdi — átti enga kröfu til mín, enga kröfu til lífsins. Það gat ekki verið rangt að binda endi á það. Það var ekki neitt barn enn þá, aðeins möguleiki — ekki stærri en fræ. Mikilvægasta ástæðan fyrir því, á móti fóstreyðingu var, að það virtist vera eins og að rífa sundur reikning í stað þess að borga hann. Nú fannst mér þetta hástemmd kenning. Hvers vegna átti maður að borga reikning, sem ekki var í hlut- falli við það, sem maður hafði fengið? Það var ekki hægt. Það var barið að dyrum. Ég lá stíf eitt augnablik, svo hróp- aði ég: — Hver er þar? Ekkert svar. Ég fór á fætur og fór í sloppinn í flýti. Gat þetta verið Toby? Ég hljóp að hurðinni og opnaði. Það var Mavis. Hún var með sjal yfir öxlun- urn og var með prjónaveski í höndunum, sem virtist einkenni- lega þungt. Hún brosti feimnis- lega til mín eins og hún vissi ekki, hvort hún væri velkomin eða ekki. — Ég ætlaði bara að líta inn og sjá hvernig þér liði og ef 26 til vill spjalla svolítið, sagði hún. Ég vék til hliðar til að hleypa henni inn. —- A, þú varst búin að leggja þig, sagði hún strax og hún var komin fyrir hornið. — Farðu undir sæng aftur, svo sezt ég hér. Ég skal alls ekki trufla. Ég gerði eins og hún sagði og hún setti sig í hægindastól- inn og dró fram prjónana En ég braut um það heilann, hvort hin óvænta heimsókn stæði ekki eitthvað í sambandi við símtalið. Og það staðfesti hún næstum þegar í stað. — Nú, hvernig líður þér? spurði hún. — Ég hef haft á- hyggjur út af þér — þú hefur ekki litið vel út upp á síðkastið. — Mér líður vel, svaraði ég hugrökk, — ég var bara dálítið syfjuð og mér var kalt. — Svona, litla vinkona, þú getur ekki gabbað gamla uglu. — Hvað áttu við? spurði ég hvasst. — Bara að ég veit, litla vin- kona — það er allt og sumt. — Ég fann að ég fölnaði af hjálparvana reiði. Var enginn, sem ekki vissi það? — Ég skil ekki hvað þú átt við. Mavis lagði prjónana frá sér. Hún settist á rúmstokkinn og tók í hönd mína. — Hlustaðu á mig, litla vin- kona, sagði hún vingjarnlega. — Vertu ekki reið. Ég veit hvernig þér líður, því að ég hef séð aðrar stúlkur ganga í gegn- um það. Þér finnst kanski þetta ekki koma mér við. — Já, það finnst mér, sagði ég kurteislega. — Ég hefði ekki minnzt á það einu orði, ef ég hefði ekki heyrt þig hringja til læknisins. Jane litla, þú verður að vera varkár. Farðu ekki til þessa skuggalega náunga að kasta fé á glæ. Hvað ertu komin langt á leið? — Þrjá mánuði, tautaði ég. Hún hristi höfuðið. — Synd að þú skulir ekkert hafa gert í málinu fyrr, sagði hún. — En það er samt sem áður heimskulegt að eyða svona miklu fé? En þú ert ekki neydd til þess. Ég starði á hana eins og ég væri dáleidd. — Hvað áttu við? — O, ekki neitt vitlaust, litla vinkona, sagði hún. — Það máttu ekki halda. En þú veizt það finnast aðrar leiðir en fara beint til skottulæknis. Nú skaltu sjá til. Hún lyfti upp prjónaveskinu og dró fram hálflösku af gini og litla öskju með muldu kaffi — en það var þó ekki kaffi, því að það skrölti í dósinni. — Þegar ég hafði heyrt þig tala í símann, skrapp ég út og keypti þetta — þú getur borg- að það ef þú vilt. Auðvitað neyðist þú til að drekka mikið. Hún klappaði mér á öxlina með sinni þurru, litlu jómfrú- arhendi. — Ég get verði hér, ef þú vilt, og snemma á morgun er það afstaðið. Ég gat ekki fengið mig til að horfa á Mavis með hinn snotra gráa hárknút og næluna, sem hélt kraganum saman. — Það ei' indælt af þér, Ma- vis, og auðvitað borga ég gin- flöskuna. En ef þú hefur ekk- ert á móti því, þá vil ég helzt vera ein. Ég skal kalla á þig, ef ég þarfnast hjálpar. — Já, litla vinkona, sagði hún og duldi vonbrigðin. Hún stóð á fætur og tíndi saman prjónadótið. — Nú, þú veizt, hvað þú átt að gera? Bara að taka tvær svona á klukkutíma fresti og drekka mikið af gini. Ef þér finnst þú þurfa að kasta upp, reyndu þá að gera það ekki og drekktu ekki meira fyrr en það er liðið hjá, annars er allt eyði- lagt. En mundu, bætti hún við — að ég lofa ekki neinu. Þriðji mánuður er í það síðasta. Ég sagði alvaleg að ég skildi og að ég skyldi alls ekki gera hana ábyrga, ef ekkert gengi. Svo trítlaði hún leiðar sinnar með sjalið, prjónatöskuna og allt saman. Þegar hún var farin, tók ég kaffidósina og opnaði hana. í henni voru á að gizka tíu pill- ur. Ég hristi tvær úr, velti þeim í hendinni og setti þær aftur í dósina. Nei, sagði ég, svona höfum við það ekki. En ef ég fer að hugsa um það eins og mann- eskja, sem hefur kröfu á virðulegum endi, þá verður næsta skref það, að ég hef yfir- leitt ekki neinn rétt til að binda endi á það. En samt sem áður •— ekki á þennan hátt. Og ekki alveg á eigin spýtur. Ég ýtti ákveðin frá mér pillunum og gininu, slökkti ljósið og fór að sofa. Ég lá glaðvakandi og starði. Það var ekki nauðsynlegt að brjóta heilann um hvers vegna. Ég saknaði Toby. Ég kveikti ljós. Klukkan var bara átta. Það var hið versta — það var eitthvað, sem ofsótti mig, sem hafði komið hægri hreyfingu á heiminn. Ég nísti tönnum, klæddi mig og lædd- ist niður stigann, út í þokuna. Maturinn, sem mig langaði í var — helzt af öllu —- hrís- grjón með karrí. Ég hataði allt og hugsaði: Það er ekki einu augnabliki of snemmt að snúa sér að þessu. Hvar í ósköpunum átti ég að fá hrísgrjón með karrí í þessum syfjaða bæjarhluta? Ó, almátt- ugur, hvers vegna einmitt karrí? Ég fór í strætisvagni til King’s Road. Ég hafði séð, að það var indverskt veitingahús þar í nágrenninu. Það var auð- vitað búið að loka áður en ég kom, hugsaði ég bitur. Það var áreiðanlega ekki hægt að fá neinn karrírétt í allri London. Ég grét bókstaflega sagt af fyrirfram meðaumkun með sjálfri mér, áður en ég komst þangað. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.