Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 34
HVERNIG ER HÆGT AÐ HREINSA GÚLFIN KVENÞJODIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakennari. Notið sterk, traust og þægileg áhöld við hiuar daglegu hreingemingar. Þótt það hafi farið mjög í vöxt að teppaleggja út í hvert horn, munu þó á flestum heimilum vera mörg gólfin, sem þarf að þvo eða bóna eða halda við með lakki. Mikla þýðingu hefur að hafa góð og hentug áhöld til að vinna með, einnig er það mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að óhreinindi berist inn á gólf- in, stéttir utan húss eru til nokkurs gagns, góðar mottur á tröppum eða anddyrum eru einnig ómissandi. Þá er það góður siður að heimilisfólkið skipti um skó, þegar það kemur að utan. Er því hentugt að hafa hillu eða grind nálægt ytri dyrum fyrir inniskó fjöl- skyldunnar. Hætta er á að gólfin slitni, þar sem mest er gengið. t. d. við vinnustaði í eldhúsi. Hlífa má þessum stöðum með lausum mottum eða renningum. En nauðsynlegt er að fyrirbyggja að slíkar mottur renni með því að líma undir þær stamar ræmur t. d. svampgúmmí. Þær kröfur eru gerðar til gólfa, að þau séu sterk, auðhreinsuð, einföld og ódýr í viðhaldi. Einnig þarf að vera þægilegt að ganga á þeim, jafnframt því sem þau eru hljóð- og hitaeinangruð. Ekki er enn til neitt það efni, sem upp- fyllir allar þessar kröfur, svo velja þarf mismunandi efni á hin ýmsu gólf íbúð- arinnar, t. d. þarf baðherbergisgólfið að þola vatn og eldhúsgólfið að vera auð- hreinsað og þægilegt að standa og ganga á. Nú skal getið helztu tegunda gólfa og getið um meðferð þeirra: Linoleumdúkur er búinn til úr kork- og viðarmylsnu, sem blandað er í linolíu ogharpiks. Blöndu þessari er síðan smurt á striga, pressað og þurrkað. Þvoið aldrei linoliumdúk úr sulfosápu, hún étur linolíuna úr dúknum. Berið aldrei fernisolíu á linolíudúk, hafi það verið gert einu sinni, þarf að gera það alltaf. Þó efni sem fjarlægja fernis, eyði- leggi Iinoleudúk. Það eykur hins vegar slitþol dúksins að bera á hann bón, sem inniheldur terpentínu (fast eða fljótandi). Notið ætíð lítið magn af bóni, svo gólfið verði ekki óhóflega gljáandi og hált. Daglega er nóg að ryksjúga gólfið eða strjúka það með harðundn- um klút. Bletti, t. d. ávaxta og ryð- bletti, sem ekki nást af með bóni, verð- ur að nudda með fínum sandpappír eða stálull og bóna síðan vel yfir á eftir. Við árlega hreingerningu, má ná upp gömlu bóni með stálull og terpentínu eða með upplausn af 1 dl sóda, 4 dl sápuspóna og 1 dl. terpentínu, þeytt vel út í vatnsfötu. Munið að terpentína er mjög eldfim. , Vinyldúk nægir venjulega að þvo með volgu vatni eða vægu sápuvatni við og við. Blettum má ná burt með terpen- tínu og fínni stálull eða fljótandi bóni, en varizt að setja á hann acetone, þynn- ir eða spritt. Tilgangslaust er að bóna eða olíubera vinyldúk, hann er svo samfelldur, að hann dregur ekkert í sig, svo allt bón þurrkast burt. Gúmmídúkur er mjög mjúkur og ein- angrandi, sterkur og auðhreinsaður. Hann á bara að þvo úr vægu sápuvatni (ekki sulfó). Bera má á það fljótandi sjálfgljáandi bón (ekki fast bón eða terpentínubón), sem ekki skemmir gólf- ið, en myndar á það hlífðarhúð. Hægt er að fá sérstakt bón, sem ætlað er gúmmídúk, einnig gúmmísápu. Ef fita eða sódi fer niður á gúmmígólf, þarf að þerra það fljótt upp, annars skemm- ist það. Parketgólf má aldrei þvo, þá er hætta á að það dökkni (einkum eikarparket) og verpist. Oftast eru parketgólf lökkuð með þar til gerðu lakki. Gæta þarf vel að því, hvort lakkhúðin slitnar og bæta úr því með nýrri lakkhúð, áður en það gamla er gatslitið. Til hlífðar má einnig bóna gólfið með ljósu bóni og er þá fast bón betra en fljótandi. Berið lítið bón á gólfið, og ekki þarf að endurtaka það, fyrr en gamla húðin er slitin burt. Strjúkið gólfið daglega með harð- undnum klút. Strjúkið ætíð eins og liggur i viðnum. Til að hreinsa gamalt bón úr parketgólfi má nota sömu aðferð og upplausn og við linoleumdúk. Korkgólf er auðvelt að hirða séu þau olíuborin í upphafi með linolíu og þegar hún hefur þornað vel á að fara með það eins og parketgólf og lakka 1—2 yfirferðir til verndar sliti og vætu. Síðan nægir að þurrka yfir þau dag- lega úr volgu vatni eða vægu sápuvatni af og til. Terrassogólf eru venjulega höfð í baðherbergjum og þvottahúsum. Þau á að þvo og síðan má bóna þau lítillega, þegar þau eru vel þurr. Þau ættu ekki að verða svo hál af því, hrinda bara betur frá sér vatni og mynstrið kemur betur fram í þeim. Sýrur mega alls ekki koma á terrassó (er t. d. í W. C. hreinsiefnum) en það er búið til úr marmarabitum, sem lagðir eru í kalk- massa, en sýra eyðileggur hvorutveggja. Blettum má ná burt með ofurlitlu ræstidufti eða fínni stálull og bóna svo yfir blettinn á eftir. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.