Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 38
hann og heit ítnaui aö kiæða sig. Hann vissi ekki hvort hann ætti að fara á barinn eða horfa á björgunartilraunirnar. Bar- inn varð ofan á, hún myndi þarfnast hans núna. Barinn var gjörsamlega mannlaus. „Dálítið æsandi herra. Það er ekki á hverjum degi, að þeir stöðva þetta skip. Hvað var það herra?“ „Ég held ég fái mér Martini,“ sagði hann. „Martini, ágætt herra. Herra- maðurinn er þó ekki herra Donald Fisher?“ „Jú, það er ég.“ „Ó, ég var beðinn að láta herramanninn hafa þennan miða. Einn þjónanna skildi hann hér eftir fyrir klukku- tima, herra. Hann átti að af- hendast Donald Fisher, herra.“ „Þakka yður fyrir. Ég ætla að drekka við borðið,“ sagði hann. Hann settist niður og kveikti sér í sígarettu og beið eftir, að þjónninn kæmi með kokkteil, áður en hann opnaði bréfið hennar. Það var ekki bréf. Það var miði úr skrifblokk skipsins Vitið þér aft . . . TEDDY-nælongallinn með Scott FOAM BACK er heitur í kulda og svalur í hita. Efnið andar, þ.e.a.s. lokar ekki inni útgufun lík- amans. Fást í verziunum um land allt og allt, sem skiiiað var a naun var þessi eina setning: „Sjórinn er líka vinur minn.“ Hann setti pappírinn aftur í umslagið og stakk því í vasann. Hann dreypti á kokkteilnum. „Ó þarna er herra Fisher.“ Það var rödd frú Harris. „Þér eruð mjög greindur, ungur maður herra Fisher. Hvers vegna haldið þér að hún hafi gert þetta?“ „Ég hef ekki hugmynd um það, nema hún hafi meint það, sem hún sagði við yður.“ „Sagði við mig? Hvað sagði hún við mig?“ sagði frú Harris. „Að hún vildi fela sig.“ „Auðvitað, auðvitað." Frú Harris sagði meira en orð henn- ar yfirgnæfði reiðilegt öskur skipsflautunnar. „Þetta táknar að við höldum aftur af stað,“ sagði þjónninn. Leitinni er hætt.“ „Það er ekki hægt að sjá þarna neitt hvort sem er,“ sagði frú Harris. „Hún var frá Roc- hester, New York og ég verð að reyna að muna, hvern ég þekki þar.“ „Hvers vegna að hafa fyrir því, frú Harris?“ sagði Donald Fisher. „Kannski hafið þér á réttu að standa,“ sagði hún. „Þér hafið mikil áhrif á mig, herra Fisher. Hvað er nafnið á bankanum, sem þér vinnið hjá?“ Pétur rakari Framh. af bls. 15. Björns R. Einarssonar. Ég vann svo með Birni þar til árið 1954 að ég fór til K. K. Ég vann með K. K. sextettinum þar til hann hætti 1961. Núna er ég með fjórar hljómsveitir á mínum vegum en ég vinn þetta öðru- vísi en áður. Núna þarf ég ekki að standa í aðgöngumiðasöl- unni og öllu stappinu heldur ræð ég bara hljómsveitirnar. Þegar sem mest er að gera hjá mér í sambandi við hljómsveit- irnar get ég varla sagt að eitt einasta laugardagskvöld hafi ég verið heima í tíu ár. — Var þetta erfiður starfi? — Já, sérstaklega þegar við fórum hljómleikaferðir. Ég man t. d. eftir því að hafa farið í hljómleikaför sem stóð í 23 daga og böllin urðu 23. Það er mikil vinna, sem liggur í svona ferðum. Maður verður að út- vega hús, semja auglýsingar, selja miða, standa við dyrnar og gera að lokum upp. Maður er á fótum frá því snemma á morgnana og þar til langt fram á nótt en þrátt fyrir allt ertið- ið er gaman að þessu. Ég hef alla tíð verið mjög heppinn með starfsfélaga því allir þeir strákar sem ég hef unnið með hafa reynzt mér góðir félagar. — Hefur þú aldrei lent í slagsmálum í sambandi við þína dyravörzlu? — Nei, það hefur ekki kom- ið fyrir þessi fimmtán ár sem ég hef staðið í þessum starfa og mér finnst það merkilegt. Ég hef gengið mjög fast eftir miðum en aldrei lent í neinu klandri. Ég man t. d. eftir ein- um strák fyrir austan fjall sem var á sífelldu rápi út allt ballið. Ég er viss um að hann hefur verið búinn að fara svona tutt- ugu sinnum út og alltaf rukk- aði ég hann um miðann þegar hann fór inn aftur. Og þar kom að því að hann sagðist hafa týnt miðanum og ég hlyti að vera farinn að þekkja hann. Allt í lagi sagði ég og hleypti honum inn en ég hafði merkt miðann sem hann fór síðast með út. Og stuttu seinna kom ein stelpa með þennan merkta miða og þegar ég bar það á hana að strákurinn hefði gefið henni miðann þá játaði hún. Hún borgaði sinn miða greyið. Já, þeir hafa sagt að ég væri harður í miðasölunni strákarn- ir í hljómsveitinni og þeir hafa borið það á mig að ég mundi selja henni ömmu minni ef hún kæmi. Ég man eitir einum bæjarstjóra fyrir norðan. Við komum þarna norður og aug- lýstum ball og byrjuðum að selja inn. Þegar ég hafði selt um hundrað miða frétti ég af hendingu að verðið á húsinu hefði verið hækkað um helm- ing. Ég hætti þegar í stað að selja og fór á fund bæjarstjór- ans sem réði yfir húsinu og spurði hvort þetta væri satt. Hann hélt það nú. Húsið þyrfti á þessum peningum að halda og svo væri ástæðulaust að láta okkur taka mikla peninga af fólki þarna og fara með suður. Allt í lagi, sagði ég, þá hættum við bara við ballið og greiðum miðana til baka. En maður les það stundum í blöðunum að fólki út um landið fækki stöðugt og að ein orsökin til þess sé sú hversu skemmtana- lífið sé fábreytt. Svo komum við hingað til að skemmta ykk- ur og hjálpa ykkur til að halda eitthvað í yngri kynslóðina en þá hækkið þið bara við okkur prísinn svo við verðum að hætta við allt saman. Hann hætti við að hækka verðið og daginn eftir bauð hann okkur öllum í kaffi. Og fyrst ég er farinn að tala um þá fyrir norðan þá get ég sagt þér aðra sögu. Mig minnn að hún hafi gerzt á Þórshöfn þegar ég var búinn að selja í húsið og var að ganga um sal- inn þá sá ég að einhverjir strák- ar af síldarbátunum voru farn- ir að slást úti í horni. Ég hljóp upp á senuna og kallaði í magn- aranum til þeirra að ef þeir hættu þessu ekki þá mundi ég kasta þeim út. Þeir hættu að slást og litu upp og þegar þeir sáu mig svona lítinn með þessar hótanir þá fóru þeir bara að hlæja og höfðu gaman af þessu öllu saman. — Finnst þér mikill munur á yngri kynslóðinni núna og áður? — Nei, ekki nema þá það að nú drekka stelpurnar líka en það var nær óþekkt fyrirbrigði áður. — En hvernig finnst þér þessir nýju dansar eins og twistið og rokkið? Mér finnst það heldur ó- merkilegir dansar og músikkin líka. En mér líst nokkuð vel á þennan nýja dans Bossa Nova. Kannski er dansinn að skána aftur og músikkin líka. — Finnst þér mikill munur á hljómsveitum nú og áður? — Já, nokkuð mikill. Mér finnst eins og sumir ungu menn- irnir taki hlutverkið ekki nógu alvarlega og leggi ekki næga vinnu í músikkina. Það verður að leggja alveg geysilega vinnu í þetta ef góður árangur á að nást og það gerðu strákarnir í gamla daga. Hér áður fyrr áttum við hljómsveitir sem voru alveg á Evrópumæli- kvarða en mér þykir þetta ekki eins gott nú. — Og þú ætlar að halda þessu hljómsveitarstandi þínu áfram? — Já, ég geri fastlega ráð fyrir því. — Og kannski færa út kví- arnar? — Ekki fyrst um sinn en það getur komið að því síðar. Viltu feiti í hárið? — Nei. — Þá er þetta búið og þetta kostar krónur 37. — Skrifa það hjá Fálkanum. — Nei, ég skrifa ekki staf. En þú ert búinn að halda mér uppi á kjaftasnakki í meira en hálftíma svo klukkan er orðin meira en sex og þá hækkar prisinn. Þetta verða 47 krónur og ekkert röfl. Or. Jálkim flfyur út 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.