Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 16
Af því að hann kenndi í brjósti um hafið, sem bjó sig undir nóttina, vissi hann, að hann var til og hafið var til. Cogito ergo sum. Þessi víðátta, milljónir ferkílómetra, var vinur hans. Þá var hún komin þarna við hlið hans og stóð svo nálægt honum að handleggur hennar var þétt við handlegg hans. „Get ég staðið hér líka?“ sagði hún. „Já,“ sagði hann. „Elskarðu það eins mikið og ég?“ sagði hún. „Ég veit ekki. Ég var einmitt að hugsa um, að það væri vinur minn.“ „O, ég hef aldrei hugsað um það á þann hátt.“ „Ég hef aldrei komið auga á það, fyrr en í dag,“ sagði hann. Rúmið við borðstokkinn var lítið, milli björgunarbátanna og festinga þeirra. Hann lagði höndina um axlir hennar og hann vissi, að hún skildi, að hann var aðeins að rýma til fyrir hana. Þau horfðu út á sjóinn nokkra stund, og svo sneri hún sér að honum og hann kyssti hana einu sinni á munninn. Það var aðeins þessi eini koss og hún sneri sér undan og horfði aftur út á sjóinn. „Þú ættir að fara í frakka,“ sagði hún. „Það er allt í lagi með mig,“ sagði hann. „Ef þú vilt fara niður og ná í frakka, skal ég bíða eftir þér,“ sagði hún. „Mér dettur ekki í hug að fara frá þér, ekki núna.“ „Það er gott,“ sagði hún. Hún sneri andlitinu aftur að honum til að láta kyssa sig, og hann kyssti hana. „Ertu hamingjusamur?“ „Þú veizt ég er það,“ sagði hann. „M’m—humm.“ Samþykkjandi muldur hennar var blítt og gamalt, eins og bergmál einhverrar ömmu og ólíkt nokkru, sem hann hafði tekið eftir hjá henni. „Hvað ertu gömul,“ sagði hann. „Tuttugu og tveggja,“ sagði hún. „Hvað ert þú gamall?" „Tuttugu og sjö,“ sagði hann. „Hvers vegna er konan þín ekki með þér?“ „Hvernig veiztu, að ég á konu?“ „Ég veit það ekki, en þú ert kvæntur, er það ekki?“ „Já. Hef verið kvæntur í tvö ár. Ég er að fara til London til að taka við nýju starfi. Sama fyrirtækið, en nýtt starf. Hún kemur seinna. Þú gizkaðir á, að ég væri kvæntur, ég gizka á að þú sért ekki gift.“ „Nei, ég er það ekki,“ sagði hún. „Þú ert titluð ungfrú á farþegalistanum, en ég hefði samt gizkað á það. Ég held þú sért að flýja frá einhverjum manni. Er það það, sem þú áttir við með að fela þig?“ „Já. Að nokkru leyti. En maðurinn er dáinn,“ sagði hún. „Ég er ekki mjög góð stúlka.“ „Hver sagði það?“ „Ég segi það. Hann var kvæntur og hann drap sig.“ „Þín vegna?“ „Já, ég tek á mig sökina. Konan hans vildi ekki gefa honum eftir skilnað, en ég ber sökina. Svoleiðis virðist það vera að minnsta kosti.“ „Var hann miklu eldri?“ „Tólf árum. Hann var þrjátíu og fjögurra." „Varstu ástfangin af honum?“ „í fyrstu mjög mikið.“ „Og svo hvað?“ „Og svo var ég ekki ástfangin af honum, en það virtist ekki skipta miklu máli, hvorki hann né aðra. Hann vildi ekki sleppa mér. Konan hans vildi ekki sleppa honum. Ég hefði orðið að giftast honum. ef hún hefði gert það, og það hefði orðið hér um bil eins slæmt og þetta. Þetta þýðir að ég get aldrei átt heima í Roehester framar. Svo að ég er ekki góð stúlka, Donald Fisher.“ „Það getur ekki hafa verið mikið við hann, sagði hann. „Það var það ekki. Það var það sannarlega ekki. En ég var ekki dómbær á það. Ég var nítján ára og fór í heimilissam- kvæmi í Hamilton og Cornell. Skyndilega var ég hættulegur kvenmaður, sem var í tygjum við kvæntan mann. Ég vildi óska, að ég hefði verið ástfangin af honum. Það hefði ekki verið svo slæmt, ef ég hefði haldið áfram að elska hann, sérstaklega núna. En hann verður með mér það, sem eftir er lífsins og ég elska hann ekki. Ég vorkenni honum ekki einu sinni mikið. Sú eina, sem ég vorkenni, er dóttir hans, níu -V; SsSi 16 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.