Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 10
/ispursmey á hálum brautum þær gagnspurningar, sem ég legg fyrir þetta vitni að svo komnu máli.“ Hamilton Burger var rauður í andliti af reiði. Hann sagði: ,,Ég óska að leiða Tragg lautinant sem vitni.“ „Þér hafið þegar unnið eið, Tragg lautinant," sagði Flint dómari. „Farið í vitnastólinn.“ Tragg settist. „Tragg lautinant,“ sagði Burger. „Ég spyr yður, hvort þér hafið, í tilefni af samtali við Dunleavey Jasper, farið í bíl til staðar í grennd við Gray’s Well?“ „Já, ég gerði það.“ „Og hvers voruð þér að leita þar?“ „Þér vissuð að þér höfðuð bundizt samtökum með ákærðu um að fremja morð og mannrán?11 „Já.“ „Þér vissuð, að þér voruð að hilma yfir morðið á Marvin Bellings? „Ja — jú, ég hugsa að ég hafi gert það.“ „Vegna þess hvað illa horfði fyrir yður, buðuzt þér þá ekki til að ljóstra upp um glæpinn, sem lögreglunni var mikið áhugamál að leysa ef þér slyppuð vi3 málssókn?” „Ja — nei, ekki beinlínis.“ „Hvað meinið þér með því?“ „Ég meina að þeir sögðu mér að mér væri hollast að játa allt upp á náð þeirra og miskunn, annars skyldi ég fá ævilangt fangelsi sem óforbetranlegur glæpamaður og þeir skyldu sjá um, að ég fengi ekki eina mínútu eftirgefna af tímanum, nema ég ynni með þeim og hjálpaði þeim að komast til botns í sæg af glæpamálum.“ „Og þér fenguð loforð um að þér yrðuð ekki sóttur til saka?“ „Að vissu leyti, já.“ „Bíðið nú andartak,“ sagði Mason. „Var þetta ekki skilorðsbundið loforð um fráfall frá saksókn? Sagði ekki saksóknarinn við yður eitthvað á þá leið, að frá- sögn yðar yrði til að morð sannaðist og morðinginn fengi makleg málagjöld, þá yrði fallið frá saksókn, svo framarlega sem framburður yðar stuðlaði verulega að því?“ „Ja, eitthvað í þá áttina.“ „Svo,“ sagði Mason og benti fingri að vitninu, „þér eruð sakaður um glæp, sem ofan á fyrri glæpaferil yðar varðar sennilega ævilöngu fangelsi, og þér hafið gert samning við sak- sóknarann, sem felur í sér, að ef þér getið spunnið upp sögu, sem sannfærir þennan kviðdóm um, að ákærða sé sek um morð án málsbóta, þá getið þér labbað óáreittur út úr þessum réttarsal og haldið glæpa- ferli yðar áfram, en reynist saga yðar hins vegar ekki nógu góð til að sann- færa kviðdóminn, þá fáið þér enga umbun.“ „Nei, bíðið nú við, bíðið nú við!“ kallaði Hamilton Burger og stökk á fætur. „Þetta er óleyfileg spurning sem krefst ályktunar vitnisins, hó er röksemdafærsla.“ „Mótmælin tekin til greina,“ sagði dór inn. „Verjandinn get- ur orðaðspurninguna _ annan hátt.“ „Saksóknarinn sagði 'jf’ yður að ef framburður 7* yðar yrði til þess að upplýsa morð, yrði fall- ið frá saksókn á hend- ur yður?“ „Tja — enginn sagði það beinlínis skýrum IJUd orðum.“ » „Ég er að segja það ' *** skýrum orðum,“ sagði Mason og snerist á hæli. „Þetta eru allar „Ég var að leita að stað nálægt sand- brekku, Þar sem hægt væri fyrir einn mann að draga mannslikama niður hallann." Mason tók fram í: „Ég mótmæli með leyíi réttarins síðari hlutanum af stað- hæfingu vitnisins sem ályktunar þess án þess að vera svar við spurningu og óviðkomandi staðreyndum málsins eins og þær liggja nú fyrir.“ „Mótmælin tekin til greina. Síðari hluti svarsins strikast út,“ sagði Flint dómari. „Og hvað funduð þér?“ spurði Hamil- ton Burger og brosti hróðugur í vitund þess, að kviðdómurinn hafði fengið þá vitneskju, sem hann ætlaðist til. „Við fundum sandhól, sem bar dauf merki þess, að eitthvað hafði rótað upp yfirborðinu, og neðan hólsins fundum við hálfrotnað konulík." „Ég spyr yður nú, Tragg lautinant: Var nokkuð á þessu líki, sem benti til af hverjum það væri?“ „Ja, fingurgómarnir voru mjög rotn- aðir, en með því að leggja fingurna í formlín og herða þá, náðum við sæmi- legum fingraförum." „Jæja þá, Tragg lautinant, tókuð þér mót af þumalfingrum þessa líks?“ „Já, það var gert eins vel og kostur var á.“ ^ „Nú spyr ég hvort þér hafið fundið nokkuð annað sönnunargagn á líkinu?“ „Við fundum veski ^pg í því kvittun fyrir leigu á íbúð númer 907 í Park- hurst-húseigninni á nafn Dorrie Amb- ler.“ „Funduð þér ökuskírteini gefið út á nafn Dorrie Amblers?" „Já, en ekki á líkinu. Ökuskírteinið var í vörzlu ákærðu þegar hún var :..'télun föst, geymt í veski hennar.“ „Og var þumalfingursfar skírteinis- hafa í því?“ „Það var ljósmynd af því í ökuskír- teininu." „Og gerðuð þér síðan samanburð á þumalfari líksins og því, sem var í ökuskírteini Dorrie Amblers?" „Ég gerði það.“ Burger lagði fram stækkaða Ijósmynd af fingrafarinu í ökuskírteininu. Þá lagði hann fram Ijósmynd af fingrafari líksins, sem Tragg lautinant hafði fund- ið. „Jæja þá, Tragg lautinant," sagði Hamilton Burger. „Getið þér bent á samsvarandi staði á þessum tveim fingrafaraljósmyndum, í augsýn kvið- 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.