Fálkinn


Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 16.10.1963, Blaðsíða 35
Norsk telpupeysa með dúskhúfu. Stærð: 6 — 8—10 — 12 — 14 ára. Brjóstvídd: 72 — 76 — 80 — 84 — 92 cm. Sídd: 42% — 44% — 47 — 49 — 51 cm. Ermasaumur: 38 — 39 — 40 — 42 — 44 cm. Ráðlegt er að lesa uppskriftina, áður en byrjað er að merkja við þær tölur, sem við á. 20 1. á prj. nr. 4 = 10 cm á breiddina. Efni: 400 — 400 — 450 — 500 — 550 g hvítt garn, 100 — 150 — 200 — 200 — 200 g dökkgrátt og 100 — 100 — 150 — 150 — 150 g Ijósgrátt garn. Hringprjónn nr. 3% og 4. Sokkaprj. nr. 3% og 4. 2 prjónar nr. 3% Bolurinn: Fitjið upp 130 — 140 — 150 —- 160 — 170 1. með hvítu garni á hringprj. nr. 3%. Prjónið 6 cm brugðningu (1 sl., 1 br), tekið jafnt út í síðustu umf. svo 144 — 152 — 160 — 168 — 184 1. séu á. Sett á hring- prjón nr. 4 og mynstrið prjónað eftir skýr- ingamyndinni. Það eru 9 umf. í mynstrinu, sem er endurtekið í sífellu, þar til síddin er 42% — 44% — 47 — 49 — 51 cm. Endað á 9. umf. mynstursins, prjónuð með hvítu ein umf slétt, 1 umf. brugðin frá réttunni og 4 umf sléttar. Fellt af. Ermar: Fitjið upp 44 — 44 — 44 — 46 — 48 1. með hvítu garni á sokkaprjón nr. 3% og prjónið 6 cm brugðningu. Tekið jafnt út í síðustu umf. svo 56 — 64 — 64 — 72 — 80 1. séu á. Sett á prj. nr. 4. Mynstrið prjónað, setjið merki, þar sem umf. byrjar og aukið út 1 1. beggja vegna við þetta merki í 4. hverri umf., þar til 76 — 80 — 88 — 92 — 96 1. eru á. Prjónað beint, þar til lengdin er 38 — 39 — 40 — 42 — 44 cm og prjónið með hvítu garni 1 umf. sl., 1 umf. brugðna og 4 umf. sl. Fellt af. Hin ermin prjónuð eins. Kraginn: Fitjið upp 74 — 74 — 80 — 80 — 80 1. með hvítu garni á prjóna nr. 3% og prjónið 11 cm brugðningu (1 sl., 1 br.). Fellt laust af sl. og br. Frágangur: Pressað lauslega á röngunni. Brjótið um brugðnu umf. að ofan verðu inn að röngu og tyllið faldinum. Saumið axlar- saumana, ætlið hæfilegt op fyrir hálsmál. Klippt niður í bolinn beggja vegna fyrir handvegi. Stingið fyrst tvær stungur í vél, kringum þar sem klippa á. Mælið sídd hand- vegsins eftir vídd ermarinnar að ofan verðu. Saumið ermina í handveginn 1 brugðnu um- ferðina. Ystu 4 hvítu umf. á erminni lagðar •yfir sauminn og fest niður. Miðju kragans tyllt við miðju baksins og hann látinn mæt- ast fyrir miðju að framan verðu. Saumið kragann í í hendinni í brugðnu umf. á boln- um. Húfan: Fitjið upp 80 — 84 — 88 — 92 — 96 1. með hvítu garni á sokkaprj. nr. 3%, prjónaðar 4 umf. brugðning (1 sl., lbr.). Sett á prj. nr. 4 og tvær mynsturrandir prjónaðar. Prjónað sléttprjón með hvítu garni, þar til húfan er 11 — 12 — 13 — 14 — 15 cm. Tekið úr fyrir 8 og 12 ára stærð- ina 4 1. í næstu umf. jafnt yfir umf. Byrjað almennt að taka úr í næstu umf. þannig: Prjónið ■jfc'8 — 6 — 6 — 6 — 6 1. og svo 2 1. snúnar saman. Endurtekið frá út umf. Prjónið 1 umf. milli þess, sem tekið er úr Framh. á næstu síðu. NORSK TELPOPEYSA MEÐ DÚSKHÚFU FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.