Fálkinn - 16.03.1964, Side 16
' Ibúarnir sem eftir ]ifa í
þorpinu leita sér skjóls bak
við hrunda veggi meðan
loftið titrar af sprengingum
og hvæsandi kúlnahríðin
skellur á í þéttum hryðjum.
Flest er þetta lasburða fólk,
aðframkomið af hungri,
klæðlítið og örmagna. Marg-
ir hafa gengið í lið með
skæruliðunum en aðrir hafa
orðið Þjóðverjum að auð-
veldri bráð, nazistar hafa
hvorki þyrmt börnum né
gamalmennum en murkað
úr því lífið miskunnarlaust.
Aðrir hafa horfið í fanga-
búðir og útrýmingarstöðvar,
ef til vill fréttist aldrei af
þeim framar.
Við erum stödd í litlum
bæ í Mið-Bosniu, heims-
styrjöldin seinni stendur
sem hæst. Þjóðverjar hafa
hernumið alla Júgóslavíu
og þeir einir meðal íbúanna
lifa góðu lífi sem hafa geng-
ið þeim á hönd og gegn
löndum sínum, ustashi eru
þeir kallaðir, og maka krók-
inn í skjóli ofbeldisins.
Undanfarið hafa Þjóðverjar
haft þennan ónefnda bæ á
valdi sínu og kvíslingarnir
dafnað og blómstrað að sama
skapi og íbúarnir hafa orðið
fyrir búsifjum.
Skæruliðarnir í fjöllunum
sitja þó ekki auðum hönd-
i::n þótt bæði skorti vistir
og skotfæri. Þeir hafa gert
leifturárás á bæinn og komið
Þjóðverjum í opna skjöldu,
bryndrekar hernámsliðsins
verða að láta undan síga
fyrir hinni littvopnuðu en
hugumstóru sveit föður-
landsvinanna. Bardaginn er
snarpur og harður' og Þjóð-
verjar gefast ekki upp fyrr
, en í fulla hnefána, þá flýja
• þeir sem fætur toga og á
hæla þeirra föðurlandssvik-
ararnir ilfræmdu, ustashi;
þeir vita fullvel hver örlög
þeim eru búin ef skæruiið-
arnir ná þeim. Þeim er svo
brátt að þeir flýja frá verzl-
unum sínum opnum og geta
ekkert tekið með sér.
Skæruliðarnir hafa náð
þorpinu á sitt vald og frels-
að það undan oki Þjóðverja
— að minnsta kosti í bili.
Hraktir og hrjáðir íbúarnir
fagna þeim vel, þar hittir
ef til vill einhver bróður
sinn eða frænda. Þarna eru
einnig stúlkur í hópi skæru-
liða, kornungar stúlkur sem
handleika byssuna af sömu
leikni og langreyndir her-
menn. Mitt í ógnum stríðs-
ins ríkir fögnuður og gleði.
Tveir skæruliðanna rölta
um götur þorpsins og kasta
mæðinni eftir bardagann.
Þeir eru einna hugdjarf-
astír og vopnfimastir allra í
sinni sveit, hvers mann hug-
HORFST
í AUGU
VIÐ
DAUÐANIM
I FJÖGUR
AR
ljúfi og hafa hvað eftír annað lagt lífið að veði fyrir föður-
landið og félaga sinna.
1 Þeim tvímenningunum verður gengið framhjá verzlunarbúð
sem stendur auð og opin. Hún hefur verið yfirgefin í skyndi,
eigandi hennár var ustashi, föðurlandssvikari. Hann hefur
flúið með Þjóðverjunum og ekki einu sinni gefið sér tóm
til að loka. Skæruliðarnir staldra við og horfa í búðarglugg-
ánn þar sem ýmis konar fatnaði er stillt út til sölu og sýnis.
Fatnaður er munaðarvara um þesar mundir í Júgóslavíu, sjálf-
ir eru skæruliðarnir tötrum klæddir. Þeir líta hvor á annan,
kinka kolli, hverfa inn í búðina.
Að vörmu spori koma þeir út aftur, klæddir nýjum khaki-
buxum og skyrtum, þeir hafa einnig leyft sér þann munað
að hafa sokkaskipti.
Nokkru síðar standa þessir tveir menn frammi fyrir dóm-
stóli. Það er ekki nazista dómstóll, ákærendur eru ekki eig-
endur búðarinnar þó sökin sé þjófnaður á tvennum buxum
og tveimur skyrtum. Dómstólinn skipa skæruliðarnir sjálfir.
Dómsorðið liggur ljóst fyrir, eftir nokkrar umræður kveða
dómararnir upp dauðadóm yfir félögum sínum tveimur. Þeir
skulu skotnir í dagrenning. Sakborningarnir hneigja höfuðið,
þeir hlýða þögulir á dóminn. Síðan er þeim leyft að taka til
máls, þeir mótmæla ekki dómnum, þeir nota þetta síðasta
tækifæri til að biðja félaga sína afsökunar á misgjörðunum.
Það er þögull hópur sem horfir á þegar dómnum er full-
nægt, meðal félaganna er ung stúlka, tinnusvört á brún og
brá. Ef til vill snýr hún sér undan þegar skotin kveða við ...
Við hittum hana rúmum tuttugu árum síðar, þessa sömu
konu, í turnherberginu á Hótel Borg á kyrru síðdegi, Dóm-
kirkjuklukkan slær án þess nokkur leggi við hlustir, á Tjarnar-