Fálkinn - 16.03.1964, Side 17
RUNÓLFUR ELENTÍNUSSON
bökkunum eru börnin að
gefa öndunum og fólkið
röltir um Austurvöll á góð-
viðrinu.
Konan þagnar við þegar
hún hefur sagt okkur frá ör-
lögum þessara tveggja félaga
sinna, hún handleikur staup
af sliwovits án þess að
bergja á því. Hárið er enn
tinnusvart og augun snör og
röddin þýð; hún heldur
áfram:
— Þetta kann að virðast
grimmúðlegt og harðneskju-
legt, segir hún, en einmitt á
þennan hátt var siðferðinu
í skæruliðasveitunum borg-
ið. Aginn hlaut að vera
strangur. Allir urðu að lúta
aganum og enga undantekn-
ingu mátti gera, ' hversu
smávægileg sem yfirsjónin
var. Tító setti á stofn nýjan
her, fyrirmyndarher sem
átti að vinna landi sínu án
þess alþýða landsins yrði
fyrir búsifjum. Þannig var
komið í veg fyrir rán og
rupl. Við máttum aldrei
krefja fólk um mat eða
húsaskjól, aldrei taka neitt
ófrjálsri hendi hver sem í
hlut átti. Við máttum þiggja
gistingu eða máltið ef okkur
var boðið að fyrrabragði,
aldrei heimta neitt.
Þessi kona er nýskipaður
sendiherra Júgóslavíu í Nor-
egi og á Islandi og heitir
frú Stana Tomasevíc. Hún
er hingað komin til að af-
henda embættisskilríki sín
og gefur sér tóm til að rifja
upp fyrir lesendum Fálkans
ýmislegt frá þátttöku sinni
í skæruhernaðinum.
Hún segir okkur frá landi
sínu, Júgóslavíu, sem um
aldaraðir hefur orðið að þola
útlenda kúgui} og áþján, log-
aði í innbyrðis deilum og
verið vígvöllur og þrætuepli
stórvelda. Mörg þjóðarbrot
búa þar innan sömu landa-
mæra og tala óskyldar tung-
ur. Ti-úarbrögðin hafa ekki
orðið til að lægja ófriðar-
Sendiherra Jiígóslavíu á íslandi,
frú Stana Tomasevic, dóttir lögreglustjóra
í Svartfjallalandi segir frá þátttöku
sinni í skæruhernaði á styrjaldarárunum.
FÁLKINN 17