Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 35
Páskaterta
Furstakaka
Draumakökur
Páskatertan.
4 eggjarauður
3 dl sykur
3 msk. vatn
I 1 dl kartöflumjöl
! 1 dl hveiti
I 4 eggjahvítur.
Eggjarauður, sykur og vatn, þeytt saman þar til það er
létt og Ijóst. Þurrefnunum sáldrað saman við, hrært vel
saman. Eggjahvíturnar stífþeyttar, blandað varlega í deig-
ið. Deiginu hellt á vel smurt brauðmylsnustráð mót. Kakan
bökuð við 150—175° í um 30—40 mínútur. Hvolft á grind,
látin kólna.
Ef maður vill hafa súkkulaðibragð af hluta kökunnar er
1 dl af kakó og Vz tsk af lyftidufti sáldrað út í helming-
inn af deiginu, auk þess er % eggi hrært saman við. Þá er
kakan bökuð í tvennu lagi Ijósi hlutinn fyrst, sá dökki á
eftir. Gott er að setja dálítinn rifinn appelsínubörk út í
deigið.
Appelsínukrem sett á milli botnanna og kakan hjúpuð
með súkkulaðibráð, Skreytt með ungum og eggjum búnum
til úr marzipan, sem litað hefur verið gult og grænt.
Appelsínukrem.
3 eggjarauður
2 msk. hveiti
2 msk. sykur
2 dl mjólk
2 dl appelsínusafi
2 blöð matarlím
1 msk. smjör
2 appelsínur í bitum.
Eggjarauður, sykur, hveiti og uppbleytt matarlímið sett
í pott, þeytt saman. Mjólk og appelsínusafi hitað, þeytt
út í pottinn. Suðan látin koma upp nokkrum sinnum við
vægan hita, þeytt stöðugt í á meðan. Smjörinu hrært
saman við. Þegar kremið er orðið kalt, er smátt skornum
appelsínum eða appelsínumarmelaði hrært saman við.
Súkkulaðibráð.
4 dl flórsykur
4 msk. appelsínusafi
2 msk. kakó.
Flórsykur og kakó sáldrað í skál, hrært út með ávaxta-
safanum. Tertan hjúpuð strax.
Kokóskökur
Ávaxtaterta.
250 g hveiti
175 g smjörlíki
100 g flórsykur
1 egg
Innan í:
50 g smjör
50 g valhnetukjarnar
Framhald á næstu síðu.
KVENÞJÓÐIN
PÁSKABAKSTURINN
Ritstjóri- Kristjana Steingrímsdóttir
húsmæðrakennari.
FALKINN
35