Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Page 36

Fálkinn - 16.03.1964, Page 36
með egginu. Deigið látið bíða 1—2 klukkustUndir á köldum stað. Flatt út um Vz cm þykkt, f tertumót þakið að innan, kant- arnir bylgjaðir með fingur- gómunum. Botninn gataður með gaffli. Bakað ljósbrúnt við jafnan hita. Kalt smjör og sykur hrært lint, möluðum val- hnetum blandað saman við, smurt á tertubotninn. Ávext- irnir látnir þar ofan á. Ávaxta- safinn hitaður, uppbleytt mat- arlímið brætt þar í. Kælt, hellt yfir ávextina, þegar hlaupið er byrjað að stífna. Látið full- hlaupa. Kakan borin fram með þeyttum rjóma eða hrákremi. Deigið sett í 2 vel smurð, hveitistráð tertumót. Bakað við 175° í um 20—30 mínútur. Mokkakrem. 50 g smjör 50 g flórsykur 3 msk. kaffilútur. Sykurbráð. 200 g flórsykur 3—4 msk. sterkt, heitt kaffi. Súkkulaðibráð. 50 g suðusúkkulaði 2 msk. vatn 1 msk. smjör 20 g flórsykur 16 mönludr. Eivenþjóðin Framhald af bls. 34. sem er gert á þennan hátt: Bletturinn bleyttur vel með vatni og síðan er bóraxi núið vel inn í hann. Eftir augnablik er auðvelt að þvo blettinn úr, þótt hann hafi ekki náðst úr í fleiri þvottum. Varalitur í fatnaði er tekinn burt á röngunni og það með eter (mjög eldfimt). Sjálfur bletturinn er lagður á efni, sem drekkur vel í sig og þrýstir síðan eter í gegn með bómullar- hnoðra. Hreyfið undirlagið, þar til allur litur er horfinn. Látið þorna og svo er réttan hreinsuð ineð votum bómullarhnoðra, er núið hefur verið yfir hand- sápu. Varizt að nudda varalits- blett, þá verður erfitt að eiga við hann. Páskabaksturinn Framhald af bls 35. 50 g sykur 1 ds blandaði ávextir 2 dl ávaxtasafi úr dósinni 6 blöð matarlím. Smjörlíkið mulið i hveitið, flórsykri sáldrað saman við, deigið bnoðað fljótlega saman 30 Mokkaterta. 3 egg 125 g sykur 100 g hveiti 100 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft Safi og börkur af (4 sítrónu. Eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum, sítrónusafa og berki Þurrefnunum sáldrað saman við, hrært í deigið. Stífþeytt- um eggjahvítunum blandað saman við. Kökubotnarnir lagðir saman með Mokkakremi, smjör og flórsykur hrært létt og ljóst, kaffinu hrært saman við. Kak- an hulin að ofan og í kring með sykurbráð: Flórsykur og heitu kaffi hrært saman. Kak- an sprautuð á kantinn og eitt- hvert mynstur ofan á með súkkulaðibráð: Suðusúkkulaði brætt með vatni, tekið af eld- inum, smjörinu og síðan flór- sykrinum hrært saman við. Möndlurnar ristar lítillega, rað- að ofan á kökuna, áður en sykurbráðin hefur stífnað. Hnctukaka. 75 g smjörlíki 175 g sykur 1 tsk. vanillusykur 2 egg 200 g hveiti lVz tsk. lyftiduft lVi dl mjólk 150 g valhnetukjarnar. Aldinmauk. Súkkulaðibráð: 100 gsúkkulaði 1 msk. smjör 2 msk. flórsykur 1 msk. volgt vatn. Smjörlíki og sykur hrært létt, eggjunum hrært saman við. Hveiti og lyftidufti sáldrað saman, hrært í deigið ásamt mjólkinni. Blandið 100 g af söxuðum valhnetukjörnum í deigið, sem bakað er í vel smurðu móti við 170° í 1 klst. Kakan látin bíða til næsta dags, klofin, lögð saman með aldin- mauki (aprikósu). Súkkulaði- bráðin búin til á sama hátt og í uppskriftinni á undan. Kakan hulin að utan, afgangnum af valhnetukjörnunum stráð ofan á. Framhald á bls. 39. I-ALMNN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.