Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.03.1964, Blaðsíða 39
Kvenþjóftin Framhald af bls. 36. Ávaxtakaka. 250 g smjörlíki 200 g sykur 1 tsk. vanillusykur 4 egg Rifinn sítrónubörkur 500 g hveiti 3 tsk. lyftiduft 1% dl mjólk 125 g kúrenur 100 g rúsínur 100 g súkkat. Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst, eggjunum hrært saman við, einu og einu í senn. Rifna sítrónuberkinum hrært saman við, hrært í deigið ásamt mjólkinni. Seinast er ávöxtun- um blandað saman við. Deigið sett í tvö mót. Kök- urnar bakaðar við 175° í um 1 klukkustund. Furstakaka. 200 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vaniliusykur 2 eggjarauður . 100 g smjörlíki Fylling: 125 g möndlur 125 g sykur 2 eggjahvítur 1—2. msk. vatn. Hveiti og lyftidufti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við. Sykri, vanillusykri bland- að saman við. Deigið hnoðað saman með eggjarauðunum. Rúmléga helmingurinn af deiginu flattur út í kringlótta köku, tertumót hulið að innan með deiginu. Fyllingi'n sett í. (Möndlurnar saxaðar smátt, sykri blandað saman við, hrært saman með eggjahvitu og vatni). Afgangurinn af deiginu flattur út, skornar út um 1 em breiðar lengjur, sem lagðar eru ofan á fyllinguna, sem grind- verk. Rúlluð lengja úr deiginu, sem eftir verður, lengjan lögð á brúnina á mótinu, þrýst niður. Kakan bökuð neðst í ofni við 175—200° í \yz klukku- stund. í staðinn fyrir möndlur er hægt að nota hafrai möndludropa. Kokóskökur. 125 g smjörlíki 2 dl sykur 1 egg 4 dl hveiti 125 g kokósmjöl 50 g kúrenur Smjörlíki, sykur og egg hrært létt og ljóst. Öllu þurru hrært saman við. Búin til lengja (um 3 cm breið) úr deiginu, látin stífna á köldum stað. Skorin í jafnar sneiðar með beittum hníf. Bakað við 175°, Draumakökur. 50 g hveiti 150 g maizena 1 tsk. lyftiduft 75 g sykur 1 tsk. möndludropar 1 egg 75 g smjörlíki Hveiti, maizena og lyftidufti sáldrað á borð, smjörlíkið mul- ið saman við. Sykri blandað saman við, vætt í deiginu með möndludropum og egginu. Deig- ið hnoðað, látið bíða um stund. Búnar til lengjur, sem skornar eru í bita, mótaðar kúlur, sem settar eru á smurða plötu. Þrýst ofan á kökurnar með gaffli. Kökurnar bakaðar í miðjum ofni við 200°. Muffins. 250 g hveiti ' 2 tsk. lyftiduft 150 g smjörlíki 50 g sykur 1 egg 1 dl mjólk 100 g rúsínur Venjulegt hrært deig. Bakað í litlum mótum við 200° í 15 mínútur. Borðað volgt, klofið, smurt með smjöri. Táningaástir Framhald aí bls 12 ekki. Hann fer með hana brott, en Maggi situr ein eftir, í öng- um sínum. _ Billy vill skilja við Maggi sína. Hann á von á barni með dóttur Plastik-Smith og vill giftast henni og auði hennar. En Maggi vill ekki svo glatt sleppa honum. Til að ná sér niðri á honum hefur hún lesið berorða lýsingu á honum og öllum blekkingunum i sam- bandi við iðju hans inn á segul- band og sent blöðunum. Þannig ætlar hún að ganga frá honum. Þar með hefst sterkur og áhrifamikill kafli í leiknum. Framhald á næstn siftiv ~ Fimm ár. Og hvernig í — Koaan hans sendi hann ósköpunum hafið þið fengið út eftir nokkrum kirsuberjum. tímann til að Iíða? FALKINN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.