Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 4
Þad er sterkur Ieikur! I wmmmmmmmmmmmmmmmm AÐ DREKKA JOHNSON & KAABER KAFFI! Svar til Tóta: Þú œttir ekki aö skipta þér af þessu því þér keniur þaö lirein- lega ekki viö. Þú œttir heldur aö athuga hvort þú gœtir ekki oröiö aö gagni annars staöar eins og þú talar um og liegöa þér sam- kvæmt því. Hávaði um nætur. Kæri Fálki! Fólk skrifar þér um hin ólíklegustu efni, bæði til þess að leita ráða hjá þér og eins til þess að láta álit sitt í ljós. Af þessu virðist óhætt að draga þá ályktun að þeir séu nokkuð margir sem lesa Pósthólfið. Kannski gera leigubilstjórar það líka og þess vegna ætla ég að skrifa þér nokkrar línur um mál sem ég hef lengi verið að hugsa um. Ég bý í blokk eins og það er kallað. Það kemur auðvitað oft fyrir að hringt er á leigubíla að þessari blokk að nóttu til. Ég hef tekið eftir því að sumir þeir leigubílstjórar sem koma flauta mjög gætilega. Ég geri ráð fyrir að þeir geri þetta í þeim tilgangi að valda ekki ónæði en ekki eingöngu af því þeir séu svona hógværir menn. Aðrir eiga það til að þenja flautur sínar af miklum móði þannig að vart geti hjá því farið að allir þeir sem í blokk- inni búa vakni og fari að for- vitnast um hvað gangi á. Þetta þykir mér ókurteisi. Bílstjóri sem kemur að húsinu á ekki að þurfa að flauta tímunum saman heldur á honum að duga veikt hljóðmerki. Þeir sem eru að biðja um bílinn eiga að vera á verði og fylgjast með þegar biliinn kemur og koma þannig í veg fyrir allan óþarfa hávaða. Og raunar á þetta við bæði að nóttu og degi. D. R. Svar til V.: Þetta er nú Ijóta veseniö sem þú ert búinn aö flœkja þig í. Og þaö kann aö veröa þér nokkuö erfitt aö losa þig úr þessari klemmu. Kannski vœri réttast lijá þér aö stinga bara af eins og þú tálar um en þaö er nú lieldur ókarlmannlegt. Þaö er ekki gott aö gefa þér ráö f þessu fremur en mörgum öörum persónulegum vandamálum og þú skalt bara gera þaö sem þér finnst réttast aö hugs- uöu máli. Svar til M.: Svona skóli eins og þú talar um liefur aldrei veriö starfrœkt- ur hér á landi. Aftur á móti eru svona skólar víöa í nágrannálönd- unum og ef þig vantar einhverjar upplýsingar um þá skáltu snúa þér til einlivers sendiráðsins og þar muntu fá allar þœr upplýs- ingar sem þú þarfnast. Svar til Þ.: Bréfiö þitt var tóm endáleysa frá upphafi til enda, skriftin eins og lóöun á dýptarmœli og rétt- ritunin eftir þvi. Börn og strætisvagnar. Kæri Fálki! Það er nú alltaf verið að finna að og skamma blessuð börnin og þetta er víst nauð- synlegt þegar sómasamlegt uppeldi á að vera. En ósköp er leiðinlegt að vera alltaf með þesar aðfinnslur. En hjá því verður víst illa komizt eins og áður er sagt. Ég er oft samferða börnum í strætisvagni sem eru að fara eða koma úr skóla. Það er auð- vitað misjafnt hvernig þessi börn hegða sér eins og það er misjafnt hjá þeim fullorðnu. Sum eru stillt og prúð og ekk- ert að framkomu þeirra að finna, sum þeirra standa meira að segja upp fyrir fullorðnum þótt það sé nú frekar sjald- gæft. En önnur láta heldur illa. Þau taka upp sæti og eru með ólæti þau sem standa óg sum eiga það til að skemma bæði sæti og annað í vagninum. Auð- vitað er þetta leiðinleg fram- koma en það þýðir lítið að vanda um við börnin. Það er eins og að skvetta vatni á gæs. Enda eiga almennir farþegar í vagninum ekki að þurfa að standa í barnauppeldi. Þetta er hlutur foreldra og kennara hvað sem hver segir. Og auð- vitað eiga þessir aðilar að brýna það fyrir börnunum að koma sómasamlega fram í strætisvögnum eins og hvar annars staðar. K. Um reykingar. Kæri Fálki! Það kom víst fæstum á óvart þegar það var opinberlega til- kynnt að sígarettureykingar væru óhollar og stórhættuleg- ar. Þetta hafði ég vitað lengi og sjálfsagt fleiri. Það dró nú heldur úr reykingum fyrst í stað en nú sækir i sama horfið aftur. Mér líður illa að vera í miklum tóbaksreyk og ég veit að svo er um fleiri. Mér skilst líka að það geti verið hættu-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.