Fálkinn - 16.11.1964, Side 22
Eftir GIOVAIMNI GtARESCHI
Peppone kom alloft heim i
þorp sitt, en hann var þó allur
annar en áður. Nú bar hann
jafnan í hendi skjalatösku með
alls konar ríkisskjölum, og
hann hafði komið sér upp svip,
sem bar því helzt vitni, að
allur vandi heimsins hvíldi á
herðum hans. Hann heilsaði
fólki með ábyrgðarsvip, og
jafnvel flokksfélagar hans
höfðu ótta af honum. Þegar ein-
hver bar upp við hann vanda-
mál, svaraði hann með alvöru-
þunga: „Ég skal hreyfa mál-
inu í Rómaborg".
Peppone gekk nú ætíð í
svörtum fyrirmannafötum með
vandaðan flókahatt á höfði, og
hann leyfði sér aldrei að koma
fyrir almenningssjónir án háls-
bindis. í ræðum hans og grein-
um úði og grúði af málfræði-
villum, en þar sem persónuleiki
hans og veldi var orðinn svo
yfirþyrmandi, þorði enginn að
minnast á það eða hafa að
flími. Don Camillo undirbjó
árás sína vandlega og lét loks
til skarar skríða klukkan ellefu
að kvöldi, er Peppone stóð við
húsdyr sínar.
— Fyrirgefðu ónæðið, sagði
Don Camillo, þegar Peppone
sneri lyklinum í læsingunni.
— Á ég ekki að skilja það svo,
að þú sért einn þessara fátæku
sakleysingja, sem prestarnir
hafa rúið inn að skyrtunni með
því að taka höndum saman við
við fjármálasvikara?
Peppone hafði opnað dyrn-
ar, er ræðu Don Camillo var
hér komið, og hann komst ekki
hjá því að bjóða prestinum inn.
Don Camillo lét hann ekki bíða
framhaldsins lengi.
— Félagi þingmaður, hélt
hann áfram. — Nú er komið
að mér að gjalda líku líkt.
Þegar ég segi alla söguna opin-
berlega, fær fólkið nægilegt
aðhlátursefni um allt landið.
Bíddu rólegur þangað til kjós-
endur þínir komast að raun um
það, að þú hefur farið á bak
við skattayfirvöldin og komm-
únistaflokkinn með þennan
getraunavinning, og bættir svo
gráu ofan á svart með því að
fá þessar tíu milljónir í hendur
fjármáiasvikara, einum þessara
manna, sem þú kallar við há-
tíðleg tækifæri fjandmenn
fólksins.
Peppone snerist þegar til
varnar.
— Ég kæri þig fyrir róg-
burð, sagði hann. — Þú getur
ekki sannað neitt.
— Ég mun færa fullkomnar
sannanir á þá sögu. Nafn þitt
er í bókum fjármálamannsins.
Hann sendi þér líka arð af fénu
í ávísun, og ég hef númer
þeirrar ávísunar.
Peppone fann allt í einu
þörf hjá sér til þess að þerra
svita af enni.
— Þú dirfist ekki að beita
slíkum Lokaráðum við mig.
Don Camillo settist og
kveikti í vindilstúfnum sínum.
— Þetta eru engin Lokaráð,
sagði hann. — Þetta er aðeins
verðugt svar við árás þinni.
Peppone lét undan síga.
Hann fór úr jakkanum og los-
aði um hálsbindið. Þegar hann
var setztur gegnt Don Camillo,
sagði hann:
— Þú hefur enga ástæðu til
að hefna. Ég tapaði hverjum
einasta eyri.
— Þér hefur ef til vill hefnzt
fyrir þetta?
Peppone fann, að nú svarf að
honum, svo að hann sneri enn
við blaðinu.
— Faðir, eigum við að semja
um að þú látir þetta niður
falla fyrir þrjár milljónir?
— Félagi, sagði Don Camillo
með þunga. — Þú hefur enga
heimild til þess að gera mér
slíkt smánartilboð. Þú skalt
verða að gjalda sérstaklega
fyrir það.
Hann tók upp dagblað og
breiddi úr því. Síðan benti
hann á grein á öftustu síðu
blaðsins.
— Líttu á þetta, félagi Við
vitum, hvað á seyði er. Hér er
frá því skýrt, að þér hafi verið
falið það mikilvæga hlutverk
að velja tíu verðuga félaga til
ferðar um Sovétríkin undir
þinni stjórn. Ég skal ekki girða
fyrir þetta, en jafnskjótt og þú
ert farinn úr landi, hleypi ég
kettinum úr búrinu. Flokks-
félagar þínir munu síðan sjá
um að auka við gamanið.
Peppone var alveg orðlaus.
Hann þekkti Don Camillo vel
og vissi því, að hann yrði ekki
stöðvaður.
— Félagi, hélt Don Camillo
áfram, — þú getur reitt þig á,
að þetta verður reiðarslag,
nema ...
tautaði
— Nema hvað?
Peppone og leit upp.
Don Camillo lýsti hiklaust
skilmálum sínum og einu
bjargarleiðinni, sem Peppone
væri fær. Þingmaðurinn hlust-
FALKINN