Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 23

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 23
aði á, og neðri kjálki hans seig æ lengra niður. — Faðir, þú ert að gera að gamni þínu, stamaði hann loks, er presturinn hafði lokið máli sínu. — Nei, þetta eru engin gamanmál. Þú átt aðeins um þetta tvennt að velja. — Þú ert alveg genginn af göflunum, faðir, sagði Peppone og stökk á fætur. — Þú ert orðinn bandvitlaus. — Vafalaust, félagi. Og ein- mitt þess vegna skaltu hugsa þig vel um, áður en þú hafnar skilmálum mínum. Brjálaðir menn eru hættulegir. Ég veiti þér svarafrest til morguns. Tveimur dögum síðar hélt Don Camillo á fund gamla biskupsins, sem hlýddi þolin- móður á sögu hans. — Er sagan öll? spurði hann svo. — Ég held, að þú náir þér aftur, ef þú tekur þér góða hvíld uppi í fjöllum. Don Camillo hristi höfuðið. — Nei, mér er fullkomin al- vara, sagði hann. — Mér gefst aldrei þvílíkt tækifæri aftur á ævinni. Hugsaðu þér annað eins — hálfs mánaðar dvöl með æðsta kommúnista, meira að segja með Rússum sjálfum. Biskupinn horfði skelfdur á hann. — Sonur minn, hver skaut þessari hugmynd að þér? — Enginn. Hún fæddist af sjálfri sér. Ég veit ekkert um það. Ef til vill hefur guð gróð- ursett hana í huga mínum. — Því trúi ég ekki, tautaði biskupinn. — En ég þykist sjá, að þér sé þetta mikið áhuga- mál, og þú viljir, að ég veiti þér fararleyfi með leynd. En hvernig fer, ef allt kemst upp og þeir fá vitneskju um það, hver þú ert? — Þeir komast ekki að því. Ég mun bregða mér í dulgervi. Ég á þó ekki fyrst og fremst við dularklæði, heldur öllu heldur við dulargervi hugans. Það eitt kemur að haldi. Ég verð að tileinka mér kommún- istískan hugsanagang og bæta þar við hinum sérstaka radd- blæ og talshætti kommúnista. Biskupinn drap reyrstaf sín- um á skemilinn, sem hann hvíldi á fætur sína. — Þetta er óðs manns æði, sonur minn, sagði hann með áherzlu. — Já, heilagleiki, ég veit það, viðurkenndi Don Camillo. — En þú verður samt að fara, bætti biskupinn við. Don Camillo kraup á kné, og biskupinn lagði blessandi hönd á álútt höfuð hans. — Guð veri með þér, félagi Don Camillo, sagði hann og lyfti augunum til himins. Hann talaði svo lágt, að Don Camillo heyrði varla, hvað hann sagði, en guð hefur heyrn. 3 IM)\ CAMILLO í DCLAIIGERFI Góðan daginn, herra þing- maður, sagði tannhvöss konan, sem var að þvo gólfið í gisti- húsinu. — Góðan daginn, félagi, tautaði mjólkurpósturinn með varúð. Hann var að koma með morgunmjólkina. — Góðan daginn, fáráðling- ur, sagði þrekni maðurinn, sem stóð á miðri gangstéttinni og lykt, og ef matmóðir þín sæi þig með vindil í munnvikinu, mundi álit hennar á þingmönn- um minnka að mun. Hún er allra geðslegasta kona, og það var fallega gert af þér að segja henni, að þú værir „óháður“. Henni hefði orðið mikið um það að heyra, að þú værir kommún- isti. Peppone fleygði frá sér síga- rettunni og losaði um hálsbind- ið. — Já, ég veit vel, að þú kannt betur við þig í fleyginni skyrtu með klút um hálsinn. En þingmaður getur ekki geng- ið hér um eins og sveitakarl. Þú ert orðinn fyrirmaður með síma á skrifborðinu og marm- araflísar á skrifstofugólfinu. Peppone leit á úrið sitt. — Hafðu ekki áhyggjur af mínútunum, sagði röddin fyrir aftan hann. — Þú leysir starf ingjusamari maður. Þegar inn í vagninn kom, settist Peppone gegnt manni, sem var að lesa dagblað komm- únista, L’Unitá del Popolo. Maðurinn glennti blaðið sund- ur fyrir framan sig og hélt því eins strengdu og það væri í ramma. Peppone sá ekki framan í þennan mann, en sýndarmennskan í fari hans sannfærði hann þegar um, að hann væri afglapi. Peppone mundi gerla flokksregluna, sem hljóðaði svo: „Hver flokksmað- ur ætti að hafa flokksmerki á jakkaboðung sínum, en það er gagnstæít almennri skynsemi og velsæmi að flíka því með stærilæti“. Peppone sjálfur hafði kom- izt að raun um sannleiksgildi þessara orða, þegar hundurinn hans, Þór, var klipptur forðum daga. Don Camillo hafði fundið að því við Peppone, að hann tæki ekki ofan hattinn, meðan blessunarorðin væru .lesin, og Peppone hafði svarað skætin . Stuttu síðar bar svo við, að ’■ ” hundurinn hans, kom t p' • i nauðklipptur nema á L.i Þar hafði hamar cj sigð vi 3 klippt snoturlega í h r hans. Og í hvert skipti, sem Don Camillo mætti hundinum eftir þetta, lyfti hann hatti sínum í virðingarskyni við flokksmerk- ið. beið þess, að hann gengi hjá. Peppone lét ekki svo lítið að taka undir þessar kveðjur. Hann stjakaði við þreklega manninum og hélt hiklaust áfram. Þetta gerðist í Róma- borg klukkan níu að morgni. Borgin var að vakna og færast í auka dagsins, en syfjuleg móska slæfði þó enn hreinleik og svala haustloftsins. — Góðan daginn, fáráðling- ur, endurtók þreklegi maður- inn ákveðnari en áður, en þó með nærri ástúðlegum mál- hreim. — Uppi í sveit er runn- inn nýr og yndislegur dagur. Þokumóðan gufar upp af ökr- unum, og smárinn er döggvot- ur á enginu. Greinar vínviðar- ins svigna undan þroskuðum vínþrúgum, hálfföldum í rauð- brúnum blöðum ... Peppone rumdi við. Þurfti óvinur hans endilega að liggja í launsátri fyrir honum þarna framan við gistihúsið og ráðast að honum með síðustu fréttir heiman úr þorpinu? Hann kveikti sér í sígarettu til þess að reyna að sefa óróleika sinn. — Nei, vindillinn kom auð- vitað ekki að haldi, sagði hinn. — Borgarfólki er illa við sterka þitt vel af hendi. Þú sýnir hina beztu dómgreind í vali þínu á þátttakendum í Rússlandsför- ina. Nú vantar aðeins eitt nafn á skrána. Peppone tók ofan hattinn og þerraði svita af enninu. — Þetta er allt saman sök fjárbrallsmannsins. Ég vildi, að ég hefði aldrei hitt hann. — Nei, bíddu nú hægur, sagði viðmælandinn fyrir aftan hann með hjálpfýsi og samúð. — Þú þarft ekki að lenda í þessu neti. Vertu ekki að mikla fyrir þér vandræðin. Þú getur afmáð slóðina og bjargað þér undan. — Nei, það get ég ekki, taut- aði Peppone. — Jæja, vertu þá sæll þang- að til á morgun, hamingjan hjálpi þér. Þeir voru komnir að strætis- vagnastöðinni, og Peppone þótt- ist sjá hinn alúðlega óvin sinn þokast fjær og hverfa í mann- þröngina. Hví þurfti hann endi- lega að elta hann á hverjum morgni og gera honum gramt í geði með óþægilegum minn- ingum frá liðinni tíð — minn- ingum frá þeim dögum, er hann hafði verið alþýðlegri en ham- — Já, það var nú í þá daga, hugsaði Peppone með sér. — Þetta var áður en stjórnmálin náðu •Tgerlegu kverkataki. Maðurinn gegnt Peppone lækkaði blaðið, svo að andlit hans sást yfir það, og Peppone varð að viðurkenna það fyrir sjálfum sér, að á honum var enginn afglapasvipur. Af aug- um hans stafaði rósemi, en það var vafalaust vegna þykku gleraugnanna. Hann var klædd- ur ofur venjulegum, ljósum sumarfötum með gráan hatt á höfði. Peppone var engin ánægja að því að sjá hann fara út úr vagninum á sömu stöö og hann sjálfur. — Herra minn, sagði maður- inn við hlið hans. — Getið þér gert svo vel að vísa mér leið til .. . Peppone glataði alveg þolin- mæðinni við þetta ávarp. — Ég skal fúslega vísa þér leiðina til helvítis, þrumaði hann. — Já, ég ætlaði einmitt að biðja yður um það, því að þangað er nú ferð minni heitið, svaraði maðurinn rólega. Peppone gekk snúðugt brott, Framhald á bls. 35. 23 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.