Fálkinn - 16.11.1964, Síða 28
WMa
WWI .........vJÍ
SPANDEX frá KANTER’S!
SPANDEX er nýr teygjanlegur gerviþráð-
ur sem kemur í staðinn fyrir gúmmí.
SPANDEX er framleitt undir mismun-
andi vöruheitum, t.d. Lycra, Vyrena, Glo-
^pan og Spanzelle.
Spyrjið um hið aukna úrval af KANTER’S
beltum, brjóstahöldum og corselettum, sem
nú eru framleldd úr SPANDEX efnum.
Biðjið um KANTER’S —
og þér fáið það bezta.
HVAD GERIST ÞESSA VIKU
Hrúturinn, 21. marz—20. avril:
Þú mátt búast við nokkrum árekstrum
á fjármálasviðinu og ættir því að nota með-
fædda hæfileika til þess að komast hjá
þeim, en kapp er bezt með forsjá. Félagi
þinn eða maki gæti orðið þér að liði.
NautvB, 21 avríl—21. max:
Forðastu að láta persónuleg málefni ráða
of miklu um gerðir þínar og framkomu.
Taktu ekki skyndiákvarðanir, en hugsaðu
málin í ró og næði, því það hefur mikið
að segja fyrir þig, hvernig þú heldur á
málunum.
Tvíburarnir, 22. maí—21. júní:
Það gætu komið upp þau vandamál innan
fjölskyldunnar, sem þarfnast skjótrar og
viturlegrar lausnar, og reynir nú á snilli
þína og samvinnulipurð að koma þeim í
rétt horf. Lyftu þér eitthvað upp um helg-
ina.
Krabbinn, 22. júni—23. júlí:
Búast má við nokkrum vonbrigðum í
sambandi við skemmtanir eða ferðalög, en
það er ekki þar með sagt, að vikan þurfi
að vera að vera tilbreytingalitil eða leiðin-
leg, en heima er bezt
Ljóniö, 2h. júli—23. áaúst:
Þú ættir ekki að láta löngun þína I
skemmtanir hafa þau áhrif, að þú vanræk-
ir fjölskyldu þína um of. Þú hefur samt
sem áður gott tækifæri til að bæta álit
þitt út á við og auka vinsældir þlnar.
Gamall vinur þinn býst við bréfi frá Þér.
Meyjan, 2h. áaúst—23. sevt.:
Þér gæti borizt óvænt boð um ferðalag
nú í vikunni, en hætt er við, að heilsufarið
eða persónuleg vandamál kæmu í veg fyrir,
að þú gætir þegið það. Fjármálin eru undir
hagstæðum afstöðum.
Voain, 2!,. sevt.—23. okt.:
Hugleiddu, hvernig þú getur sem bezt
komið fyrir einkamálum þínum án þess, að
það veki öfund nágranna þinna. Varastu
að taka mikilvægar ákvarðanir á sviði fjár-
málanna síðari hluta vikunnar.
Drekinn, 2h. okt.—22. nóv.:
Ef einhver vina þinna er á sjúkrahúsi,
gerðu þér þá ferð til að heimsækja hann,
það gæti veitt bæði þér og honum ánægju.
Persónuleg áhugamál þín eru ofarlega' á
baugi, en nokkurra árekstra getur gætt
gagnvart maka þínum eða félaga.
Boaamaöurinn, 23. nóv.—21. des.:
Þú hefur lagt nokkuð mikið á þig upp á
siðkastið og hefðir því gott af að hvílast og
slappa af, áður en allur jólaundirbúningur-
inn hefst. Verðu nokkru af tíma þínum til
að lesa góðar bókmenntir..
Steinaeitin. 22. des.—20. janúar:
Nú hefurðu tækifæri til að auka nokkuð
telcjur þínar. og skalt þú ekki hika við að
gera það, þar sem næsti mánuður mun
reynast þér útgjaldasamur. Þú mátt einnig
búast við að fá viðurkenningu fyrir störf
þin, og það er þér mikils virði.
Vatnsberinn. 21. janúar—19. fébrúar:
Þó þú kunnir að eiga í nokkrum útistöð-
um við kunningja þína, verður þessi vika
að mörgu leyti hagstæð og þér til ánæg.iu.
Láttu ekkl afstöðu starfsmanna þinna ergja
Þig, þvi Þeir hafa einnig sitt að glíma við.
Fiskamerkiö, 20. fébrúar—20. marz:
Farðu varlega í sakirnar gagnvart félaga
þínum og gerðu þitt til að samkomulagið
verði sem bezt, þú munt ekki sjá eftir því.
Smáferð eða heimsókn til vina hefur sitt
að segja.
28
FALKINN