Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Side 16

Fálkinn - 16.11.1964, Side 16
MÁ SÝNA ALLT? Höfundur og leikstjóri hinnar umdeildu kvikmyndar er Ingimar Bergman, viðurkenndur listamaður i sinni grein um víða veröld og þjóðleikhússtjóri Svía. Kvikmyndin er kýnósa eins og sænskur gagnrýixandi komst að orði og í henni eru atriði, sem yfirganga allt, sem fram að þessu hefur sézt af því taginu á kvikmyndatjaldinu. Heiti myndarinnar: ÞÖGNIN, Myndin gerist í miðevrópskri borg, sem ekki á sér stoð I veruleikanum, hún er kölluð Timuku. f Timuku er margt, sem minnir á okkar öld: óðagot á göt- ynni, of björt'ljós og taumlausar ástríður, tómar kirkjur, frygðarstunur og kynferðisfitl í sölum kvikmyndahúsa, læra - ekjálfti og dansæði, ys og þys á gangstéttarkaffihúsi, nýtízku- iýningarglúggar og gamaldags gistihús með háum hvelfingum, i- damásktéppum og gylltum skrautmunum, kristalkrónum og f inármaratföppum, endalausum göngum og rangölum og mess- i ingrúmum. Fallbyssur þruma í fjarska, brynvagnar skríða um götur. Hitínner kvéljandi. Sírenur eru þeyttar. í Timuku verða systurnar Ester og Anna að gera hlé á heimferð sinni, þar eð Ester, sem er berklaveik, fær slæmt kast. f fylgd með þeim er Johan, sonur Önnu. Við þessar aðstæður, vaxandi sjúkdómsvanlíðan og hitasótt, ógnandi stríðshættuna í borginni fer að segja til sín, hvernig sambandi þeirra systra er háttað. Það er kynvilluhneigðin, Sem bindur þær saman, en hvor um sig sækir fullnæingu á sinn hátt: önnur þeirra reynir að fullnægja sjálfri sér, en hin reynir að svala losta sínum á hótelinu í örmum þjóns, Sem fyrir tilviljun verður á vegi hennar. Vitni að þessum furðuförum öllum er litli drengurinn Johan, sem nálgast kynþroskaskeiðið og laðast að gömlum herbergis* þjóni, sem tekur drenginn undir sinn verndarvæng og reynir að fá hann til að draga fjöður yfir dapra fortíð sína og gleyma henni. Anna og sonur hennar halda áfram förinni. Þau skilja hina systurina eftir dauðvona í ókunnugri borg, þar sem talað er óskiljanlegt tungumál. „Þögnin“ kvað hafa gengið gersamlega fram af kvikmynda- eftirlitinu sænska. Sænskir gagnrýnendur hafa sagt: „Með því að blaka ekki við „Þögn“ Bergmanns hefur sænska kvikmyndaeftirlitið kveðið upp sinn eigin dóm.“ Gagnrýnendur sögðu: „Ýmis kynósaatriði myndarinnar munu hrella áhorfandann, og svo virðist sem þær eigi sér enga listræna nauðsyn, heldur séu einvörðungu gerðar af tómri sóðahyggju. En því fer fjarri, að hér sé um tómt klám að ræða. Þau virðast sniðin til að lýsa á eftirminnilegan hátt þessu fordæmda fólki, hér er sýnt inn í sjálft víti. Þetta er stærsta og mesta mynd Bergmanns. En hún á eftir að koma kvikmyndaeftirliti flestra landa í klípu. Kvikmyndin „Þögnin“ mun draga til sín herskara áhorfenda, að sumu leyti vegna kynferðisatriðanna. En ber ag harma það? Því það hlýtur að vera leyfilegt að laða til áhorfendur með hvaða hætti, sem vera skal, raunar ef ekki er farið út fyrir ramma verksins. Shake- speare sjálfur gerði sér Ijóst, að morð og ódæðisverk voru ákjósanleg beita. Ofbeldi er snar þáttur harmleikja hans.“ Ingimar Bergmann vill ekki fallast á, að hin umdeildu atriði myndarinnar séu annað eða meira en „listræn nauðsyn". Hin systirin, Ester, er les- bísk og berklaveik, cn veikindi hennar valda töfum á ferðinni. Hér fylgist hún hatursaugum með ástum systur sinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.