Fálkinn - 16.11.1964, Síða 35
pjarni Pétursson bóndi í Nesi
skammt undan lendingu ásamt
hásetum sínum, þrettán að tölu.
í Þjóðólfi segir frá þessu slysi.
Þar segir, að róið hafi verið
í bezta veðri þann 19. marz og
hafði verið setið stutta stund.
Þá sjá þeir, er næstir voru
landi, að blæjur eru dregnar
upp til að vara róendur við
því, að nú væri tekið að brima.
Héldu menn nú að landi sem
óðast. Allir í Vesturvognum
náðu landi slysalaust, en úr
Austurvognum engir. Hrepp-
stjórinn kom fyrstur að sundi
Austurvogsmanna, en sá sund-
ið ófært og beið, ef hann sæi
lag. í sömu andrá kom Bjarni
frá Nesi og stefndi á sundið,
hreppstjórinn varaði hann við
og fleiri á skipi hans. Bregzt
hverjum á banadegi, því Bjarni
lagði óhikað á sundið, en allt
í einu reis ógurlegur sjór, er
braut allt skipið í spón og
kastaðist marga faðma fram
yfir það. Er aðrir á sjó sáu,
hvernig komið var, sneru þeir
frá og náðu landi í Þorlákshöfn,
því veður var stillt og tóku
þegar lendingu slysalaust, því
^ngin mannleg hjálp var spör-
uð af þeim, er þar voru fyrir.
Þá voru þar komin tólf skip af
Stokkseyri og tvö af Eyrar-
bakka.
Hér verður þetta látið
nægja sem dæmi þess, að sjó-
sókn úr Selvogi var engjnn
barnaleikur, og varð þó minna
um slys í þeirri verstöð en víða
annars staðar á landinu. Hins
vegar eru það ekki einvörð-
ungu Selvogsmenn, sem hafa
átt undir högg ægis að sækja
á þessum slóðum. Aðkomin
fiskiskip hafa oft strandað
þarna, útlend jafnt sem inn-
lend, togarar og flutningaskip,
því ströndin er hættuleg, og
þarf ekki að spyrja um örlög
þeirra skipa sem steyta á skeri
undan Selvogi. Oftast hefur þó
giftusamlega tekizt um björgun
áhafna, en einnig hafa orðið
þar raunasögur.
Hér verður staðar numið og
ekki sagt fleira frá þessu litla,
en söguríka héraði við yzta haf.
Þar sem áður bjuggu hirðstjór-
ar og lögmenn á nafnfrægum
höfuðbólum, eru nú aðeins eftir
örfáir bændur og þrátt fyrir
síma, véltækni, vegasamband
og styrkjakerfi þykir örvænt
um, að byggð haldist þar lengi
enn. Þó skal engu um það
spáð hér, hver veit nema í
náinni framtíð eflist Selvogur
að nýju.
Jökull Jakobsson.
DOIVI CAIVIILLO . . .
Framhald af bls. 23.
en maðurinn fylgdi honum vel
eftir. Að fimm mínútum liðn-
um settist hann við hlið Pepp-
ones við borð í lítilli veitinga-
stofu. Þegar Peppone hafði
hresst sig með vænum skammti
af ísbúðingi, var honum orðið
nógu rótt til þess að tala nokk-
urn veginn skipulega.
— Þetta er nokkuð langt
gengið hjá þér, sagði hann
hvasst.
— Nei,, það held ég ekki,
enda er þetta aðeins upphafið.
— Þú ætlast þó ekki til þess,
að ég verði við svona fráleitri
bón? Ég neita henni alveg.
— Ég ætlast ekki aðeins til
þess, ég krefst þess.
— Einmitt það, Don Camillo,
ég skal...
— Kallaðu mig félaga Tar-
occi. Hann tók vegabréf upp
úr vasa sínum. — Þarna get-
urðu séð það svart á hvítu.
nafnið er: Camillo Tarocci,
prentari.
Peppone velti vegabréfinu
milli handa sér drjúga stund
og horfði á það ygldur á brún.
— Þetta er falsað nafn, fals-
að vegabréf og falsað . . .
— Nei, félagi, þetta vega-
bréf er ófalsað. Það var gefið
út handa Camillo Tarocci, vél-
setjara, og ég er lifandi eftir-
mynd hans. Ef þú trúir mér
ekki, skaltu líta á þetta. Hann
rétti Peppone lítið pappírsblað.
— Hér er félagsskírteini mitt
í kommúnistaflokknum, gefið
út handa Camillo Tarocci. Hér
er allt með felldu. Og áður en
Peppone gæti tekið fram í fyr-
ir honum, hélt hann áfram
máli sínu: — Hér er ekkert að
undrast. Sumir félagar í
Kommúnistaflokknum eru ekki
allir þar, sem þeir eru séðir.
Þar sem Tarocci er formaður
sellu sinnar, þarft þú ekki að
gera annað en skrifa honum
bréf og biðja hann um nöfn
nokkurra manna, sem hann
telji hæfa til Rússlandsfarar-
innar og verðskuldi hana. Svo
Framh. á næstu síðu.
eftír mort Walker
Hvur f.lárinn
Jjjálfi bíður
eftir okKur
eÍBH. sinni
Þið hafið
ekki farið í
einn bessara
hálfrokr.u
næturklúbbaj,
eða hvað?
Þið hafið náttúr-
lega dansað við þær
vangadans og hvíslað
ií eyrun á bein, ba?
FALKINN
35