Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 39
R ESTAU RANT NAUST Ef þér vítjfð veíta yður og gestum yðar urvals máltíðir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ ■ v(kdii} i;]^'lV VES íUPGó i' Prjénað harnateppi . . . Framhald af bls. 41. og prjónið 16 umf. garðaprjón (hver umf. slétt). Því næst er mynstrið prjónað nema á 10 yztu 1. hvorum megin, sem eru prjónaðar áfram með garða- prjóni. Þegar teppið er nál. 65 cm, er endað á 15 umf. garða- prjón. Fellt af. Sléttað vel úr teppinu og það lagt milli rakra stykkja. Látið þorna. Heklaða teppið: Efni: 400 g meðalgróft, mjúkt ullargarn. Snox heklu- nál nr. 6. 11. = loftlykkja, fl. = föst lykkja. Fitjið laust upp 63 11. (= 55 cm) og síðan er heklað eftir- farandi hnútamynstur. 1. umf.: Dragið upp síðustu 11. um IV2 cm langa, stingið heklunálinni inn í næstsíðustu 1. í uppfitingunni og dragið upp 1. (2 1. á nálinni), haldið áfram á sama hátt við næstu 3 1. í uppfitingunni (= 5 1. á nál- inni) ★ tengið þessar 5 hnútal. saman með 1 fl., sem er diægin upp IV2 cm, stingið nú heklu- nálinni aftan í sömu 1., sem seinasta 1. í hnútnum var sótt og dragið upp 1 1., dragið upp 1 1. framanfrá gegnum báða lykkjubogana í sömu 1., einnig 1 1. úr 2 næstu 1. í uppfiting- unni (=5 1. á nálinni). Endur- tekið frá ★ út umf. endað á 1 11., snúið. 2. umf.: Heklið 1 fl. (tekið yfir báða lykkjubogana) í hverja 1. í fyrri umf. Það verð- ur 1 fl. fyrir ofan og milli hvers hnúts. Umf. lokið með 3 11., snúið. Þessar 2 umf. endurteknar 1 sífellu. Þegar teppið er 70 cm langt er endað á 2. umf. Heklið falleg lykkjulauf kringum teppið. Ei heldur máninn . . . Framhald af bls. 9. ekki af því, hélt hún róleg áfram. — Raunverulegra óvina. Ég hef brotið heilann um þetta... hver hefur komið þessum orðasveim af stað. Harriet — hálfsystir mín — hataði mig og þegar hún frétti um arfinn — tvö þúsund pund, sem móðir mín arfleiddi mig að — varð hún örvita af bræði. Hún réðst á mig þá — en hún vissi að mamma var hættulega veik og átti ekkert eftir nema deyja... Og hún vissi að ég elskaði mömmu. Rödd hennar brast. Andrew sagði mildilega: — Reyndu að segja okkur ná- kvæmlega hvað gerðist, Alice. Kannski getum við hjálpað þér. — Það er ekki rétt gagnvart ykkur. Þessi saga snertir ykk- ur ekki. —Kannski er bezt að ég segi til um það sjálfur. Rusty hafði hellt koníaki í glas handa sér og gengið út að glugganum. Hann virtist sætta sig við að þetta væri einkamál þeirra Andrews og Alice. Hann vissi líka að framtíð þeirra þriggja, sem þarna voru, var háð því hverjar yrðu lyktir málsins. Hún sagði lágróma: — Ég skrifaði lítið — um hvernig lífið var heima þessa síðustu mánuði. — Það var undarlegt, Alice. Langaði þig ekki að trúa mér fyrir erfiðleikum þínum. . . fyrst við vorum orðnir svona nánir vinir — og kannski meira. — Ég vildi ekki angra þig. Bréfin okkar voru einhvern veginn á öðru sviði... Einmitt þetta hafði Thea sagt, hugsaði Andrew dapur í bragði. Til vina og kunningja skrifar maður í hversdagsleg- um rabbtón, en öðrum sýnir maður sparihliðina á sér. — Þú mátt ekki misskilja mig, sagði Alice biðjandi. — Þú getur áreiðanlega aldrei skilið hve mikils virði bréfin þín voru mér — þau gerðu mér lífið bærilegt, Síð- ustu mánuðina fór mamma að verða óskaplega tortryggin gagnvart öllu og öllum — og meira að segja gagnvart mér. Hún hélt að öllum væri í nöp við hana. Það var þá að ég fór til London — nokkru áður en hún dó. Á meðan ég var í burtu var önnur hjúkrunar- kona hjá henni, en hún þoldi hana ekki heldur. Hún vildi að ég kæmi aftur og vc.rð mjög fegin þegar ég kom. En það stóð ekki lengi... — Vesalingurinn litli... og ég las milli línanna í bréfum þínum að þú áttir í erfiðleik- um, en ég vissi auðvitað ekki, hversu alvarlegir þeir voru. — Betty Swansson var sú Framhald á bls. 43. 38 FALK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.