Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 18

Fálkinn - 16.11.1964, Page 18
SAKNA BG IIK SI Dálitil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir mel- ar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp í fjallshlíð, þar eru útbrunnir gígar og fornar eldstöðvar, sums staðar hefur hraun- elfurinn fossað niður hlíðina og storknað og minnir á vatns- fall, sem óvænt og skyndilega umbreytist í höggmynd. Þjóðvegurinn hlykkjast um sandflæmi og nakin holt, yfir- lætislaus og mjósleginn að sjá ofan af hlíðarbrúninni eins og Drottinn allsherjar hafi fyrir vangá misst þráðarspotta ofan í steypuna, meðan hún var að kólna. Eldurinn hefur mótað þetta land og loftið ekki látið sitt eftir liggja, hér gnauða lotulangir vindar úr norðri. Fjórða höfuðskepnan hefur í fullu tré við hinar, sjálft Atlantshafið sverfur ströndina lát- laust og eilíflega, oft getur að líta brimrótið líkast hækkandi brekkum svo langt sem augað eygir, brimgnýrinn öskrar í eyru svo ekki heyrist mannsins mál, oft rísa einstakir strókar upp með skerjunum eins og tröllaukinn geysir hafi gengið af göflunum. Og hér var þó útræði fram eftir öllum öldum. Það fer fjarska lítið fyrir þessum fáu húsum sem kúra þarna yzt á ströndinni í fuilkomnu trássi við höfuðskepnurnar, einhvern veginn finnst aðkomumanninum, að hér sé þeirra leikvangur en ekki manna. Við erum stödd i Selvogi. Hér hefur verið byggð allt frá því norskir skattsvikarar byggðu þetta land ásamt írskum þrælum, og því fer fjarri, að hér í Selvogi hafi þeir orðið að láta sér nægja að hokra, sem 18 FÁLKJNN sem ekki tókst að ryðja lönd í breiðum dölum. Hér byggðu lögmenn og hirðstjórar fyrr á öldum og áttu þó völ á nafn- toguðum höfuðbólum og kostaríkum héruðum sunnanlands og austan. í Selvogi hafði alþýða manna einnig nóg að bíta og brenna, þótt harðnaði í ári og kotbændur flosnuðu upp annars staðar ellegar bjuggu við sult og seyru, þegar harðindi og drep- sóttir steðjuðu að. — í Selvogi var alltaf hægt að lifa kóngalífi, sagði mér síðasti bóndinn í Herdísarvík, og þar er enn hægt að lifa kóngalífi, bætir hann við. Þó hefur Selvogur orðið að hlíta þeim örlögum, sem dunið hafa á öðrum breiðari byggðum þessa lands undanfarna ára- tugi: fólki hefur fækkað svo nemur við landauðn og að sama skapi er kreppt að þeim, sem eftir eru. Selvogur hefur löngum verið talinn afskekkt sveit, en þó er þess að gæta, að fyrrum lá hún í þjóðbraut. Bændur af öllu Suðurlandi fóru skreiðar- ferðir í kaupstaðina suður með sjó, og þá lá leiðin um Selvog. Á Hlíðarenda í Ölfusi var löggiltur áfangastaður, og þaðan var talin dagleið að næsta áfangastað, Bleiksmýri í Krísuvík. Og eftir að hinn sögufrægi og umdeildi Krísuvíkurvegur varð að veruleika, þarf ekki að kvarta undan einangrun í Selvogi, hvort sem farið er austur eða vestur, er ekki nema þriggja stundarfjórðunga akstur til höfuðstaðarins og eru þó ýmis kauptún nær: Hafnarfjörður, Selfoss, Þorlákshöfn, nú er jafn- vel hægt að aka sem leið liggur i Grindavik meðfram strönd- inni. Hér ættu þvi ekki að ríkja nein vandkvæði um aðdrætti. Þó hefur fólki fækað svo -í hreppnum, að nú eru ekki eftir

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.