Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 13
yztugreinum dagblaðanna. FJÓRIR FRÉTTAIUEIXIIM SEGJA FRÁ MIMIXIISSTÆÐL ATVIKI ÚR STARFI SÍIML Stefán Jónsson Thorolf Smith Þegar ég er spurður þess- arar spurningar svara ég henni hiklaust: Morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Föstudaginn 22. nóvember 1963 klukkan rúmlega 6 var ég heima að lesa þegar sím- inn hringdi. Það var starfs- félagi minn Sigurður Sig- urðsson og hann saeði mér þær fréttir að Kennedy herai orðið fyrir skotárás. Mér brá illa og það setti að mér klökkva. Ég braðaði mér þó niður í Fréttastofu ef vera mætti að ég gæti orðið þar að einhverju liði. Fréttirnar voru í fyrstu óljósar, og lítill tími gafst til að hugsa um atburðinn sjálfan, það varð að skrifa fréttirnar og frétta- auka um hinn látna forseta. En þegar það var um garð gengið varð manni fyrst ljóst hvað hafði gerzt og mér lá við gráti. Þessi stund mun mér aldrei úr minni líða. Mér fannst sem snöggv- ast, að í einni andrá hefði vonarneistinn um frið og góðvild í mannheimi verið slökktur. Sá, sem líklegastur var til að glæða þann neista hefði verið hrifinn brott, og við blasti aðeins vonleysið, óvissan, tómið. Emil Björnsson Úr 20 ára starfi mínu fyrir útvarpið er mér einna minnisstæðast er við gátum flutt þjóðinni þá gleðifrétt að áhöfnin af flugvélinni Geysi, sem týnd hafði verið í nokkra daga, væri á lífi og enginn alvarlega méidd- ur. Þá snerist þjóðarsorg í mikinn fögnuð. Undir niðri hygg ég að flestir hafi talið áhöfnina af. Fréttir af svip- uðum atburðum eru mér yfirleitt ljósastar í minni, af mönnum sem taldir voru af en komu fram síðar, eða var bjargað, svo sem við Látrabjarg. Fyrsti september 1958 — á fiskislóð undan Dalatanga í upphafi þorskástríðsins. Sá dágur er mér kannski minn- isstæður öðrum fremur úr 19 ára starfi, beinlínis vegna þess að ég var með þarna úti. Það var heiðmyrkur við tólf sjómílna línuna, biksvört þokuslæða upp í siglutoppa en bjart yfir og sólskinsbollar í þok- unni á milli. í því skyggni sá ég heimspólitíkina í nýju . ljósi. Sigurður Sigurðsson Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu, svona í fljótu bragði, því eitt og annað hefur á dag- ana drifið, og margt af því minnisstætt. Ég gleymi t. d. seint fyrsta verkefninu, sem mér var falið á fréttastof- unni. Það var árið 1944, í sambandi við talningu at- kvæða í lýðveldiskosning- unum. Ég átti að reikna út hundraðstölu kjósenda í hin- um ýmsu kjördæmum. Þetta var mjög auðvelt verk, því yfirleitt var þátttakan 99 til 10Ö,%. Vandinn varð meiri, þegar kosningaþátttakan fór yfir 100%, þetta kom fyrir og man ég eftir einu kjör- dæmi, þar sem þátttakan var 104%. Ánnars eru ánægjuleg- ' ustu minningarnar í sam- bandi Við ýmsa viðburði sem ég hef þurft að lýsa (þrátt fyrir alla þá skelfingu, sem því fylgir, að sitja fyrir opn- um hljóðnema). Nægir þar að minnast á Evrópumeist- | aramótið 1950, þriggja landa keppnina í Osló 1951 og knattspyrnuleikinn í Kal- mar 1954. FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.