Fálkinn - 16.11.1964, Side 26
Um þessar mundir mun Austurbæjarbíó taka til sýningar
bandarísku myndina The Misfits. Þessi mynd hefur mikið verið
umtöluð, ekki vegna þess að þar færi góð mynd heldur vegna margra
annarra ástæðna. Myndin sem slík hefur hlotið misjafna dóma,
margir hafa gert lítið úr henni en yfirleitt hafa dómarnir verið
mjög vinsamlegir.
Þetta var síðasta myndin sem þau Marilyn Monroe og Clark
Gable léku í. Handritið er eftir eitt fremsta leikritaskáld samtímans
Arthur Miller en hann var kvæntur Marilyn um nokkurra ára skeið
eins og menn muna. Leikstjórinn John Huston er einn af þekkt-
ari kvikmyndaleikstjórum Bandaríkjanna.
Tæplega mun mönnum jafn skjótur frami búinn og í heimi kvik-
myndanna. Ný nöfn koma fram, verða að því fyrirbrigði sem kall-
að er stjörnur, eru dáð og tilbeðin af milljónum. En stjörnuhröþin
eru líka þekkt. Fólk er fljótt að gleyma og örlög margra kvik-
myndastjarna hafa orðið grimm.
Fáir kvikmyndaleikarar hafa notið jafn mikilla vinsælda og
Clark Gable. Hann var fæddur ,í Ohio árið 1901 Hann fór snemma
að vinna við leikhús sem sviðsmaður og seinna lá leið hans inn
á sviðið sem leikari. Rúmlega þrítugur fór hann að leika í kvik-
myndum, fór fyrst með smá hlutverk en varð fljótlega einn af
dáðustu kvikmyndaleikurunum og hlaut hin eftirsóttu Oscar-verð-
laun árið 1934 Hann lézt árið 1960 oe hafði bá nýlokið við að leika
í síðustu mynd sinni The Misfits En svo mjög sem Clark var dáður
þeca- c+íörnu hans bar sem hæst þá er það mála sannast að fáir
26 FÁLKINN
muna hann nú lengur nema
þeir sem miðaldra eru. Þannig
eru örlög margra kvikmynda-
leikara.
The Misfits var einnig síð-
asta mynd Marilyn Monroe.
Hún hafði aðeins fimm ár
fram yfir þrítugt þegar dauða
hennar bar að með óvæntum
hætti. Um það hefur verið svo
mikið skrifað og er mönnum
enn svo í fersku minni að óþarfi
er að rifja það upp. *
Marilyn hefur sennilega not-
ið enn meiri vinsælda en sam-
leikari hennar í þessari mynd
Clark. Hún er andstæða hans
að því leyti að hún hefur hald-
ið vinsældum sínum enda kenv-
ur þar fleira til greina en leik-
ur hennar í kvikmyndum.
Þriðji aðalleikarinn í þessari
mynd er Montgomery Clift.
Hann er fæddur árið 1920, váf'
aðeins f jórtán ára gamall þegar
hann kom fyrst fram á leik-
sviði og vakti á sér athyglí;
Hann hefur síðan 1946 leikið
í kvikmyndum. Cliff hefur oft
sýnt góðan leik og þeir eru
margir sem telja að hann sé
einn af betri kvikmyndaleik-
urunum vestan hafs um þessar
mundir. Af myndum sem við
höfum séð hann í má minna á
Héðan til eilífðarinnar og The
Young Lions. í vetur mun
Tónabíó sýna mynd Kramer
Judgement at Nurberg. Þar
fer Cliff með eitt hlutverk og
er það sennilega bezti leikur
hans til þessa.
ClARK
the Misfits