Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Qupperneq 34

Fálkinn - 16.11.1964, Qupperneq 34
TRELLEBORG ÞEGAR UM HJÓLBARÐA ER AÐ RÆÐA f Söluumboð: HRAUNHOLT VIÐ MIKLATORG GUMIMAR ASGEIRSSOM H.F. heilsa upp á vin sinn fangelsis- titjórann. En áður þyrfti hann á sjúkrahúsið og láta dæla úr sér, býst ég við. Ég hefði vissulega getað sett fleiri oleanderblöð í teið en þar sem ég hafði ekki brjóst í mér tii að svipta greyið lífi þegar mér varð hugsað til þess hvað hann hafði verið sætt og yndislegt barn. Og meðan ég beið eftir frétt- unum um handtöku hans reyndi ég að finna ráð til að finna botn í skáldsöguna mína •— söguna sem hafði bjargað lífi mínu. Ég hafði verið milli vonar og ótta hvort mér tækist að fá hann til að lesa blöðin. Því eins og ég sagði honum, þá var ekkert eitur í sósunni — það er í raun réttri ókleift að koma fyrir svo miklu oleandereitri í araksósu að nokkurn saki. Sakna ég úr Selvogi . . Framh. af bls. 21. eyðilegri strönd orðin ein auð- ugasta kirkja landsins. Á hún nú á fjórðu milljón króna í sjóði, og er það fé notað til kirkjubygginga víðsvegar um land. í Strandakirkju eru ýms- ir góðir gripir, kaleikur úr páp- ísku og messuhökull ævaforn. Þar er altaristafla máluð af Sigurði málara. Strandakirkja var annexía frá Vogósum. Þar sátu nafn- kunnir klerkar á öllum öldum, en þekktastur var þó séra Eiríkur, galdrameistarinn mikli og eru af honum miklar sögur. Séra Eiríkur beitti þó aldrei galdrakunnáttu sinni til ill- verka, en ýmsar glettur gerði hann þó pörupilt'im og þjóf- um. Flestir munu kannast við söguna af piltunum, sem tóku hesta prestsins ófrjálsri hendi, en festust á baki þeirra, og tóku klárarnir sprettinn heim í hlað á Vogósum. Síðastur klerka í Vogósum var sérá Eggert Sigfússon. Hann lifði alla ævi ókvæntur og barnlaus og þótti sérvitur og smáskrít- inn. Til dæmis kom hann aldrei á hestbak í ein 40 ár. Á síðustu æviárum sínum flakkaði hann nokkuð um Árnessýslu og kom þá meðal annars að Kiðabergi í Grímsnesi. Þáði hann þar næturgreiða og kvaddi hús* freyju með þessum orðum um morguninn: Skyrinu og grautnum skelf ég af, Brauðinu fæ ég brjósviða af Lundabagginn of feitur. Blóðmörinn of magur, Svið vitið þér að ég vil ekki. Og matarlaus má ég fara. Séra Eggert fór jafnan fót- gangandi, því ekki fékkst hann á hestbak eins og áður er getið.1 Nálægt Kiðabergi er lækur1 einn, og eru tvö skref yfir læk- inn. Séra Eggert hafði einn skinnsokk sem hann braut saman og geymdi undir barði við lækinn, fór hann í sokkinn þegar hann þurfti yfir, en skildi síðan sokkinn eftir þangað tií næst hann þyrfti á að haldá. Eins og áður er getið, þótti Selvogur kostahérað mikið, enda bjuggu þar hirðstjórar og lögmenn og efldust til fjár og valda. Þar var gnótt sjávar- fangs og annarra hlunninda eins og berlega kemur fram í vísu sem Vogsósaprestur einn orti fyrr á öldum þegar hann kvaddi héraðið sárum söknuði: Sakna ég úr Selvogi sauða minna og ánna, silungs bæði og selveiði, en sárast allra trjánna. En ægilegur skaðvaldur átti eftir að eyða byggð í Selvogi, svo nærri stappaði, að hún lognaðist út af. Það var sand- fok og uppblástur, sem fylgdi í kjölfar þess. Víðáttumikil gras- lendi urðu uppblástrinum að bráð, svo að til landauðnar horfði. Höfuðbólið Strönd lagð- ist í eyði og býli flest í kring- um það, sumar hjáleigur þess tórðu þó. Nú er að mestu búið að hefta þetta gífurlega sand- fok, en aldir munu renna, áður en jörðin er gróin sára sinna. ; Annar óvinur var sífellt ná- lægur, sem þó um leið var líf- gjafi byggðarinnar. Úr Selvogi var sjórinn sóttur af kappi, og til dæmis um það má nefna, að kringum 1770 gengu 50 skip úr Selvogi og Herdísarvík. Síðasta og mesta sjóslysið í Selvogi varð fyrir rúmri öld. Þá fórst 34 FÁUICINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.