Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 36

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 36
opin, ekki aðeins fyrir ykkur sjálfa, heldur einnig fyrir félaga ykkar, sem heima sitja. Þegar þið komið aftur, eigið þið að segja vinum ykkar og félögum frá því, sem þið hafið séð og heyrt í hinum dásamlegu Sovétríkjum. Peppone fölnaði af kvíða við þessi orð, en Don Camillo baðst rólegur leyfis að mega bera fram tillögu. — Félagi, sagði hann. — Ég held, að það geti varla verið ómaksins vert að ferðast svo langan veg til þess eins að geta sagt vinum okkar frá því á eftir, sem við höfum séð og heyrt. Flest það, sem við mun- um geta sagt þeim, vita þeir þegar, og andstæðingar okkar munu ekki trúa okkur. Tillaga mín er sú, að erindi okkar sé ekki aðeins þetta, heldur ekki síður hitt að færa hinum veg- lyndu, rússnesku gestgjöfum okkar þakkarkveðjur og óskir frá ítölsku þjóðinni fyrir björgunina úr helgreipum stríðsins. — Að sjálfsögðu, félagi, sagði flokksfulltrúinn. — Þetta ætti varla að þurfa að leggja ykkur á hjarta. Hann reigði sig töluvert og sneri sér snúðugt undan. Pepp- one leit hvasst á Don Camillo. — Það, sem er sjálfsagt, ætti ekki að þurfa að segja, hreytti hann út úr sér. Þar að auki ættir þú að haga orðum þínum svo, að það sýndi hæfilega virðingu fyrir þeim, sem þú ert nú að tala við. Líklega veiztu ekki, hver það er. — O, jú, ætli það ekki, sagði Don Camillo rólega. Þétta er hálfþrítugur maður, $em ekki var nema tíu ára, þegar stríðið hófst. Hann barðist ekki uppi við Þjóðverja í fjöllunum með okkur, svo að hann gerir sér varla ljóst, hve skelfilegt stríðið er, né heldur hve mikil- væg för félaga Krústjoffs til Ameríku er í því skyni að vinna að friði og afvopnun. — Vel mælt, sagði félagi Nanni Scamoggia, stór og stirð- lega vaxinn maður frá öreiga- hverfinu Trastevere í útjaðri Rómar. — Þegar maður er að berjast, eru þessir flókksleið- togar aldrei nærri. — Og þegar þessir leiðtog- ar fara að koma sér upp skrifstofubákni. . . bætti félagi Walter Rondella við. Hann var verkamaður frá Mílanó. En áður en hann kæmist lengra, tók Peppone fram í. — Við erum ekki á umræðu- fundi hérna núna. Ef við höf- um ekki hraðann á, missum velur þú hann sjálfan til farar. Síðan fer ég með þér í hans stað, meðan hann nýtur hvíldar í hálfan mánuð á rólegum stað uppi í sveit. Ég mun hafa aug- un hjá mér í Rússlandsferðinni og segja honum sem gleggst af því, sem við ber. Peppone gat varla haldið reiði sinni i skefjum. — Ég veit ekki hvort nokk- urt heivíti er til, en sé það til, þá er ég viss um, að þú lendir þar að lokum, hreytti hann út úr sér. — Þá hittumst við aítur og getum rifjað upp endurminn- ingarnar, félagi, sagði Don Camiilo brosandi. En nú var Peppone öllum lokið. Hann sagði nærri þvi kjökrandi: — Faðir, hvers vegna leggurðu mig í einelti? Hvers vegna viltu um fram alil steypa mér í glötun? Vvorki mig né aðra lang- ar til þess að steypa þér í glöt- un, félagi. Tilgangur minn með því að komast í Rússlandsför með þér, er ekki sá að vinna neitt til meins, hvorki Rússum né þér. Hið góða þar og hér mun verða jafngott, og hið illa jafnillt, hvort sem ég fer eða ekki. Hvers vegna hefurðu svona mikinn ótta af þessu? Ertu ef til vill hræddur um, að þarna sé ekki eins mikið sæluríki verkamanna og komm- únistablöðin segja? Peppone yppti öxlum en sagði ekkert. — Satt að segja vona ég, hélt Don Camillo áfram, — að það sé ekki eins illt og blöðin segja. — Það er dálagleg ósk- hyggja, sagði Peppone háðs- lega. — En þér stendur víst hér um biJ á sama, hvernig það er. — Nei, það er ekki rétt, sagði Don Camillo alvarlegur. — Mér er hugað um það, að rússneska þjóðin sé hamingju- söm. Ef svo er, munu Rússar hugsa um sin eigin mál en láta aðra að mestu í friði. Viku síðar fékk félagi Ca- millo Tarocci tilkynningu um það, að hann hefði verið valinn í förina til Rússlands. Hann birtist síðan í aðalstöðvum ítalska kommúnistaflokksins með litla og ódýra ferðatösku í hendi og settist í hóp níu ferðafélaga. Flokksfulltrúi tók á móti Rússlandsförunum, og þingmaðurinn kynnti þá fyrir honum. Síðan lét hann í té nokkrar leiðbeiningar um för- ina. Félagar, ykkur hefur verið falið að gegna mikilvægu hlut- verki. Ykkur er lagt á herðar að læra, hafa augu og eyru r/OM/ JOMI NUDDTÆKIN og NUDDPtJÐARNIR fara sigurför um landið. Fegrunar- og nuddtœkin, ómissandi á hverju heimili. BORGARFELL H.F. Laugaveg 18 — Sími 11372. 36 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.