Fálkinn - 16.11.1964, Side 12
Ingólfur Kristjánsson þingfréttamaður. Tryggvi Gíslason vinnur á Fréttastof- Axel Thorsteinsson morgunfrétta-
unni að sumrinu en les í Háskólanum maður.
að vetrinum.
Morgunkaffi á Fréttastofunni: Talið frá vinstri: Sigurður, Stefán, Tryggvi
og Margrét.
Hlustað á upptöku: Jón Sigurbjörnsson magnaravörður og Stefán Jónsson.
erlendar útvarpsstöðvar, keypt stærstu
dagbiöðin á Norðurlöndum, Þýzkalandi,
Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum,
og auk þess eru milli fímmtíu og sextíu
innlendir fréttaritarar víðsvegar um land-
ið. Þetta er það helzta, en fréttir geta bor- ;
izt með margvíslegum öðrum hætti.
Fyrsta fréttasendingin er eins og áður
sagði klukkan 7.30, næst kl. 8.30 og í
lok morgunútvarps er lesið fréttayfirlit.
Þá eru sagðar fréttir klukkan 12.30, svo
klukkan 15.00, klukkan 17.00 og 19.30 er
aðalfréttatími dagsins. Síðustu fréttir eru
klukkan 22.00.
Þá sendir fréttastofan daglega morse-
fréttir til skipa. Þetta er ágrip af innlend-
um fréttum og Landsíminn sér um að
senda þær. Sú fréttasending fer fram á
nóttunni.
Fréttamennirnir vinna á vöktum.
í erlendum fréttum vinna að staðaldri
tveir fréttamenn. Þeir vinna annan daginn
frá klukkan 15 til 22 og næsta dag frá 9
til 12. Þetta er hinn venjulegi starfstími |
en getur hæglega breytst ef eitthvað sér-
stakt er að gerast. Þeir sem eru í innlend-
um fréttum vinna frá 9 til 15 og 13 til 19.
Og það er sama í þessu efni, þetta er
hinn venjulegi starfstími en er stöðugum j
breytingum háður. Ef fréttamaður er að
vinna að einhverri ákveðinni frétt fer hann
ekki af vaktinni klukkan 15 heldur vinn-
ur áfram. í fréttamennsku er tæpast hægt
að tala um ákveðinn vinnutíma, hann
getur verið allan sólarhringinn ef svo :
bíður við að horfa.
Það hafði heldur en ekki fjölgað, þegar ;
okkur bar að garði um hálftíu. Þá voru *
þau komin Margrét Jónsdóttir og Sigurð-
ur Sigurðsson. Þar var einnig gestkomandi
Tryggvi Gíslason, en hann hefur nokkur
undanfarin ár verið fréttamaður hiá út-
Framh. á bls. 27.
12 FÁLKINN