Fálkinn - 16.11.1964, Page 30
EIGID PÉR í ERFlDLEIKUM
nieA hirxtlii ^kruiiir
og aunað smádót?
Ef svo, þá er ”1001” §káp-
iiriiiu laiisniit.
Framleiddir i þrem stærð-
um: 16, 24 og 32 skikffu.
VINNUHEIMÍHD AD
REYKJALUNDI
ASalskrifstofa
Reykjalundi, sími um Brúarland.
Skrifstofa
i Revkjavík Brœðraborgarstíg 9, sími 22150.
FRÉTTASTOFAN
Framh af bls. 27.
að og fylgjast vel með. Þótt
ekkert stórvægilegt sé að ger-
ast, þarf í mörg horn að líta
og allt þarf sinn undirbúning.
Og þegar klukkan á eftir
nokkrar mínútur í tólf eru
fréttirnar tilbúnar. Fréttastjór-
inn les þær yfir, og síðan fær
Jón Múli þær í hendur til að
lesa. Og meðan Jón rennir yfir
þær, gefur hann sér tíma til
að tefla eina skák við Sigurð.
Þetta er merkileg skák og
gengur á ýmsu. Kempurnar
hvetja hvor aðra og gera at-
hugasemdir við leikina.
Og klukkan hálfeitt . eru
fréttirnar lesnar. Þegar frétt-
irnar eru lesnar, þarf alltaf
einn fréttamaður að vera til
staðar, ef eitthvað er, sem
þulurinn þarf að fá að vita.
Jón gefur okkur þá skýringu,
að standi t. d. í frétt að í dag
miðvikudaginn 21 okt. þá geti
hann hringt bjöllu og kvatt
fréttamanninn á vettvang og
spurt hann, hvort nú sé októ-
ber. Fréttamaðurinn fari þá á
stúfana að athuga í ýmsum
bókum og skjölum, hvort nú
sé október og sé venjulega bú-
inn að slíku, þegar fréttalestri
sé lokið. Sigurður gefur lítið út
á þessa skýringu, og það er
helzt á honum að skilja, að þul-
ir þurfi að læra lestur.
Jón segir að hann geti alltaf
átt von á því, meðan á frétta-
lestri stendur, að einhver
fréttamannanna snarist inn í
þularherbergið og hendi í sig
einhverju til að lesa. Þannig
var það eitt kvöldið, rétt um
það er lesturinn var senn bú-
inn, að inn snarast einn og fær
honum í hendur tilkynningu
frá lögreglunni í Reykjavík til
ökumanna um að aka nú gæti-
lega vegna óvenjumikillar
hálku á götum borgarinnar. Jón
las og fréttamaður ók honum
heim. Og minnugur þeirrar
fréttar, sem skrifuð hafði verið
og lesin, ók fréttamaðurinn
utan í þriðja ljósastaurinn, sem
á leið þeirra varð.
Og þegar okkur ber að garði
síðdegis þá er mikið að starfa.
Hér ægir saman tifinu úr fjar-
riturunum, pikkinu í ritvélun-
um og símahringingum. Og það
þarf að líta í fleiri horn. Við
væntanlegar forsetakosningar í
Bandaríkjunum mun útvarpið
fá fréttasendingar að vestan og
undanfarið hafa verið gerðar
tilraunir með að útvarpa beint
að vestan og taka það upp á
Land hér í Reykjavík.
Við göngum með Jóni frétta-
stjóra í upptökuherbergið og
hlustum á fréttaauka, sem ný-
lega var tekinn varðandi skóg-
ræktina og verður fluttur í
kvöld. Allir fréttaaukar eru
geymdir á böndum og hinum
skrifuðu fréttum er raðað í
skjalamöppur og þær geymdar.
Allar fréttirnar eru til frá upp-
hafi.
Þeir Thorolf, Stefán og séra
Emil eru að vinna að fréttun-
um. Hér er ekki alltaf langur
tími til stefnu. Atburðirnir
gerast ekki á þeim tíma, sem
mundi kannski bezt henta
fréttamönnum varðandi vinnu-
tímann. Þegar Kennedy var
myrtur, voru fréttir í fyrstu
mjög óljósar og erfitt að henda
reiður á því, sem hafði gerzt.
Svo fóru að koma nákvæmari
fréttir, en þá var eftir stuttur
tími í aðalfréttatíma dagsins,
varla meira en rúmur klukku-
tími. En á þessum stutta tíma
tókst þó að ná saman öllum
helztu fréttunum, skrifa þær
og síðan ganga frá smá frétta-
auka um hinn látna forseta.
Þetta fyllti fréttatíma kvölds-
ins.
Og eins og alla aðra daga
eru fréttirnar tilbúnar á sínum
tíma. Fréttastjórinn les þær yf-
ir og síðan þulurinn, sem eins
og venjulega gefur sér tíma til
að taka eina skák við einn
fréttamanninn, og að þessu
loknu hefst kvöldvaktin.
En hér höfum við gengið
framhjá einum fréttalið og hon-
um ekki litlum. Það eru fréttir
af störfum Alþingis. Eins og
fyrr segir, sér Ingólfur Kristj-
ánsson um þær. Hann hlýðir
á þingfundi, og að þeim lokn-
um kemur hann á fréttastof-
una og segir frá umræðum, sem
fram hafa farið.
Og einn liður er eftir enn.
Það er úrdráttur úr forystu-
greinum dagblaðanna. Þeir, er
taka hann saman, eru Hjörtur
Pálsson og Björgvin Guðmunds-
HVERFISGÖTU 16
SÍMI 2-1355
30
c-ALKINN