Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Qupperneq 27

Fálkinn - 16.11.1964, Qupperneq 27
6- 3 Svo sem fyrr segir þá er handritið að myndinni eftir leikritaskáldið Arthur Miller. Svo sem menn muna var hann kvæntur Marilyn þegar þessi mynd var gerð og því hefur verið haldið fram að hann hafi skrifað þetta verk eingöngu fyrir hana. Þjóðleikhúsið mun hafa í hyggju að færa upp nýj- asta leikrit Millers Art the Fall, en margir hafa haldið því fram að þar fjalli hann um hjóna- band sitt og Marilyn. b Leikstjóri myndarinnar er John Huston. Hann er eins og fýrr segir einn af þekktari kvikmyndaleikstjórum Banda- ríkjanna og hefur stjórnað fjölda mynda. Þegar þetta er skrifað er Hafnarbíó að sýna eina af seinni myndum hans The List of Adrian Messenger, en hún er gerð þremur árum seinna en The Misfits. Af fyrri myndum hans sem hér hafa Verið sýndar má minna á Drottning Afríku, Moby Dick og Indíánastúlkuna. Þessi mynd sem Austurbæj- arbíó tekur nú til sýningar mun án efa vekja áhuga margra enda að mörgu leyti merkileg mynd. FRÉTTASTOFAM Framhald af bls. 13. varpinu á sumrin en stundar nú nám í íslenzkum fræðum í Há- skólanum. Stefán Jónsson og Jón Sigurbjörnsson magnara- VÖrður voru að ganga frá frétta- auka í upptökuherberginu. Fjarritararnir tifuðu stöðugt og báru hinar sundurleitustu fréttir. Um kosningarnar í Bandaríkjunum, stjórnarskipt- in í Bretlandi, stjórnarskiptin í Moskvu, frá Olympiuleikjun- um í Tókyó og þannig fram eftir götunum. Svo var hellt upp á könnuna, og meðan drukkið var úr boll- unum, voru sagðar sögur. Þetta voru skoplegar sögur, og þær voru vel sagðar. Þarna voru menn, sem kunnu að segja sögur. Margra ára starf þeirra við fréttir hafði kennt þeim að gera ljósan greinarmun á aukaatriðum og aðalatriðum. En það gefst ekki langur tími til samræðna. Það þarf að vinna úr fréttunum og koma þeim á pappírinn, hringja í menn innanlands og afla frétta. Og allt tekur þetta sinn tíma. Og þegar Jón Magnússon frétta- stjóri kemur, þá hefur hann ýmis mál, sem þarf að vinna Framhald á bls. 30. Hrein frísk heilbrigö húö tkíptír akkl mili, kvtrnig hú8 þúr hofiSÍ ÞaS er engin húð eins. Hn Nivea hæfir sérhverri húð. Þvi Nivea-creme eða hin nýia Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit. Og þess vegna getur húð yðar notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt. Hún getur sjúlf ókveðið það magn, sem hún þarfnast af fitu og roka. Þetia er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og Nivea-snyrla húð. FÁLK.INN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.