Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.11.1964, Blaðsíða 9
Það er ekkert áríðandi. Ekkert annað en að þú hvílir þig skiptir máli. Rusty sagði: — Heyrðu nú væni minn, þú varst skotinn í öxlina. Þú og van Wyk lentuð í... — Van Wyk? Er hann hérna? — Nei, hann er enn tepptur hinum megin við Hlaru. Andrew áttaði sig núna og mundi hvaða erindi hann hafði átt. — Það var einmitt van Wyk. Alice, ég kom til að vara þig við . . — Vara mig við, Andrew? Vara mig við hverju? — Van Wyk — lögreglu- stjórinn hafði áhuga á að vita allt um þig. Hann spurði mig spjörunum úr. Hvers vegna í ósköpunum skyldi lögreglan j vilja vita allt um þig, Alice? Hún var orðin náföl í andliti og hann tók eftir að hún dró að sér höndina. Það var mjög hljótt í herberginu nokkra stund. Hún virtist mjög ein- ! mana, eins og hún hefði ein- angrað sig frá öllum og öllu. Hún hafði allt of lengi borið sínar eigin byrðar og annarra líka. Nú var hann hjá henni til að deila með henni áhyggj- um hennar. Andrew sá bróður sinn rísa snöggt upp og hrópa: — Alice! t Það var ómögulegt að sjá andlit Rustys, en Andrew vissi að það var fullt meðaumkun- ar með Alice. Rusty sagði: i . — Hvað getur lögreglan vilj- að þér? Hún reis upp og horfði á * hann. Hún horfðist í augu við hann og augu hennar voru full af sorg þegar hún sagði .j lágt, en mjög rólega og skýrt: M — Kannski ætla þeir að ákæra mig fyrir morð, Rusty. Klukkan var átta um kvöld- ið, en þá var venja að varð- stöðvarnar skiptust á fréttum dagsins. Þegar Rusty tókst hvorki að ná sambandi við Nelmapius í Lager I eða van Wyk lögreglustjóra í Poinsettia fékk hann samband við Dui- kers. — Já, Láger II, ég heyri greinilega. Hr. Nelmapius er hér á skrifstofu minni. Og við höfum fréttir að færa yður, sagði Banks. — Ég hef einnig fréttir að segja. Bróðir minn, Andrew er staddur hér. Hann varð fyrir skoti og særðist í öxlinni. Hann getur ekki talað við ykkur, því hann er mjög máttfarinn. En ég get skýrt yður frá því helzta. Banks og Nelmapius hlýddu á' meðan Rustý lýsti atburð- um Loks sagði hann: — Við gerum ráð fyrir að van Wyk sé tepptur milli Hlaru og Ceckoeifljótanna. Skipti. Banks sagði: — Það skýrir hvers vegna okkur tókst ekki að ná sambandi við hann í Poinsettia. Hann bað okkur að fylgjast með öllum vegum í grenndinni, sem liggja til Jó- hannesarborgar. Svo að ég hef mjög mikilvægar upplýsingar handa yður. Nelmapius kemur nú og segir yður frá þessu. Nelmapius sagði nú frá því að hann hefði elt veiðiþjófana til bústaðar Boryslawski og þar hefðu þeir gefizt upp ásamt höfuðpaurnum Boryslawski. Rusty spurði: — Fenguð þið nánari fréttir af árásinni, sem gerð var á Amos? Skipti. — Ég vil helzt ekki segja neitt fyrr en við hittumst. Hvenær teljið þér mögulegt að van Wyk og hans menn komist leiðar sinnar? Skipti. — Ef allt fer að líkum ættu þeir að komast yfir árnar seinni partinn á morgun. — Fari svo kemur van Wyk að öllum líkindum til Láger II strax á eftir. Og ef hann gerir það, biðjið hann þá að hafa samband við mig þegar í stað. Skilið innilegri kveðju til bróð- ur yðar. Við vonum að honum líði betur á morgun. Þegar Andrew rumskaði var komið fram yfir miðnætti. Sárs- aukinn var ekki eins skerandi og hitinn hafði minnkað, en það liðu nokkrar mínútur áður en hann áttaði sig hvar hann var og hvað fyrir hafði komið. Tunglið varpaði birtu inn um gluggana og hann sá Rusty liggja alklæddan á bedda hin- um megin í herberginu. Nú sneri hann sér að honum og brosti. — Jæja, hvernig líður þér núna? — Ég er svangur, sagði Andrew. Rusty hrópaði á Saul, sem lá eins og hundur á mottu fyrir utan dyr húsbónda síns. — Biddu Philemon að búa til skinkuomelett og te — mikið af sterku tei handa okkur báðum. — Já, sagði Nkosi. Þegar Saul var farinn fram sagði Andrew. — Ég fékk martröð. Ég var tilneyddur að vara Alice við að lögreglan væri á hælum henn- ar. — Þú aðvaraðir hana líka. — Já. En hvað svo. Hún sagði að þeir ætluðu kannski að ákæra sig fyrir — morð. — Já. Hún sagði það. Ég heyrði það líka. Andrew strauk sér um ennið. — Henni getur ekki verið alvara? — Tæplega segir hún það að gamni sínu. Rusty reis upp og kveikti á lampanum á borðinu, sem stóð á miðju gólfi. Síðan lagði hann sígarettur og kveikjara við hlið Andrew. — Hvar er Alice? spurði Andrew. — Ég vona að hún sé sof- andi. Hún sagði að ég ætti að kalla á sig ef þú þyrftir ein- hvers með. Andrew strauk sér um kinn- ar og höku. — Ég þarf að raka mig. En það get ég hjálparlaust. Viltu aðstoða mig við að rísa upp, Rusty. Og réttu mér tann- bursta. — Ertu viss um að þér líði betur. — Já, ég er skárri. En Andrew beit saman tönnum þegar bróðir hans hjálpaði hon- um fram í baðherbergið til að sársaukinn yfirbugaði hann ekki. Hann var máttfarinn og hon- um leið illa, en hugsun hans var skýr og óbærilegar kvalir hafði hann ekki lengur. Hann skar sig nokkrum sinnum með rakhnífnum, en þegar hann hafði þvegið sér og greitt leið honum mun betur og tók því með þakklæti að fara aftur í rúmið. Philemon hafði sett hrein sængurföt á meðan hann var frammi. — Komdu með koníak og vatn, sagði Rusty þegar Phile- mon dúkaði borðið. Hefur Nkosikasi fengið eitthvað að borða í kvöld? — Já, Nkosi. Hún vaknaði áðan og er að borða ristað brauð og drekka te. Þegar Philemon hafði farið fram spurði Andrew: — Hefurðu talað við Alice — um þetta? Rusty kveikti sér í pípu. — Nei. — Hvað hefur eiginlega gerzt? Ég er alveg ringlaður og kem því ekki fyrir mig. — Þú fékkst morfín, væni minn. En þér heppnaðist að segja Alice það sem þér lá á hjarta. Og þá svaraði hún ógn- rólega: „Kannski ætla þeir að ákæra mig fyrir morð.“ En þegar hún hafði sleppt orðun- um var því líkast sem hún gæti ekki stillt sig lengur, hún varð náföl og skjögraði út úr her- berginu. Ég fór á eftir henni, en hún vildi ekki tala við mig, heldur endurtók í sífellu: Farðu aftur til Andrew og kallaðu á mig ef hann verður hjálpar- þurfi á einhvern hátt.“ Philemon setti matinn og vínið á borðið og bauð góða nótt, og Saul hnipraði sig aftur saman á mottunni sinni. Alger þögn ríkti. En þó heyrðu þeir ekki, þegar Alice kom hljóðlega inn. — Philemon sagði mér að þú hefðir haft dálitla matar- lyst, sagði hún við Andrew. Honum fannst þú líta miklu betur út. Hún gekk fram og tók um úlnlið Andrews og hann fann hve fingur hennar voru kaldir. — Vertu ekki að hafa fyrir að taka púlsinn, sagði hann. — Mér líður vel. Segðu okkur bara . . . við hvað þú áttir þegar þú sagðir ... Hann þagnaði og bætti síðan við. Gefðu henni eitthvað að drekka, Rusty. Hún hristi höfuðið. — Ég vil ekkert drekka. Hún gekk að borðinu og stillti sér upp við það og horfði á þá, nánast þrjózkulega. — Móðir mín dó ekki eðli- legum dauðdaga, sagði Alice seinlega. Hún dó í svefni eftir að hafa fengið of stóran skammt af svefnlyfjum. Rödd stúlkunnar skalf, — Ég veit ekki — ég skil ekki, hvernig neinum hefur dottið í húg að kæra mig — eða hvers vegna .. Hún reikaði og Rusty stökk á fætur. — Seztu niður, Alice, stattu ekki þarna! Við erum engir dómarar. Hún lét fallast niður í stól, sem hann ýtti fram handa henni. — Ég býst við að ég hafi aflað mér óvina þótt ég v;ssi Framhald á bls. 39. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.